Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 11
azt son fyrir hjónaband, en frjósemi hennar hafði ekki borið ávöxt fyrir tilverkan kyndarans. Hann hafði náð sér I kveisu einhvers staðar i hafnar- borg og var ekki fær um að geta börn. Að minnsta kosti var hún sannfærð um það. Drengurinn henn- ar var i sveit. Hún kærði sig ekkert um að hafa hann I bænum. Og kyndarinn var enginn faðir fyrir drenginn. Hún sótti í glas, og kyndarinn blandaði í það. — Skál, sagði gilsarinn. — Velkomnir, sagði konan. Skál upp á það. Unglingurinn stóð við gluggann á herbergi tré- hestsins og horfði á ljósin speglast í rénandi vatns- bleytu götunnar, þegar leigubíll hemlaði fyrir utan. Hann sá mann koma út úr bílnum og hverfa inn í húsið, og skömmu síðar var barið á dyrnar. Unglingurinn hikaði áður en hann tók í húninn. Hann grunaði þetta væri einhver af skipinu, sem ætlaði að finna tréhestinn, og hann kærði sig ekki um að hitta neinn þaðan. Hann lauk upp og skyggndist fram. Gilsarinn stóð þar og hallaði sér upp við vegginn. — Hvar er tréhesturinn? — Hann fór út. — Fór hann hvað? Unglingurinn hristi höfuðið. — Ertu einn? Unglingurinn kinkaði kolli. — Og hefur ekkert farið? —• Ég er ekkert að hugsa um það. — Komdu með okkur í Vetrargarðinn. Unglingurinn þagði. — Við erum í bíl, kyndarinn og ég. Konan hans er með. — Ég bíð eftir tréhestinum. — Komdu maður. — Ég ætla að bíða. — Komdu, gerðu það. Gilsarinn klappaði á öxlina á honum og sagðl kyndarinn viidi fá hann á ballið, og það runnu tvær grímur á unglinginn. Þeir höfðu alltaf verið sæmilegir við hann. Gilsarinn sagði honum að djöfla sér í frakkann og komast af stað. Hann var hálft í hvoru feginn að komast eitthvað. Þeir settust inn í bílinn, og kyndarinn sagði að aka suður i Vetrargarð. — Hvar er tréhesturinn? — Hann fór að heimsækja einhvern. — Fór hann með lúðuna? — Ég held það. Kyndarinn hló og endurtók söguna um lúðu- málið. Hann dró upp brennivinsflösku og rétti unglingnum. — Fáðu þér sjúss, ungi maður. Af hverju ertu daufur? Fáðu þér sjúss, og hresstu þig upp. Unglingurinn tók við flöskunni og drakk teyg. — Þú ert efnilegur. Þú kemur til. Annan, og þú hressist. Binn fyrir afa, einn fyrir ömmu. Drekktu maður, svo að þú getir tekið stelpu í karphúsið, hnuðlað á henni mjólkurbúið. Drekktu. Hægan góði, sagði konan úr framsætinu. — Hann hefur gott af því. , Unglingurinn hélt áfram við flöskuna og fann hressandi áhrifin fara um sig allan. Bíllinn stað- næmdist við Tívolí og kyndarinn borgaði og tók miðana, og þau fóru inn, leituðu að borði og sett- ust. Hljómsveitin lék og slangur af pörum var á gólfinu að dansa rokk og roll. Gilsarinn pantaði á borðið, og kyndarinn dró flöskuna upp undan buxnastrengnum og hellti i glösin. Unglingurinn horfði I krlngum sig. Hann brosti. •— Skál, ungi maður, sagði kyndarinn. Skál, og drekktu þig fullan. Segðu einhverjum að éta skit. Stattu i stafni og mígðu út á haf. Bjóddu volæðinu byrginn. — Rólegur, sagði konan. — Af hverju ertu fúll alltaf? spurði gilsarmn. — Ég er ekkert fúll alltaf. — Þú hefur verið fúll um borð. — Hvenær varstu á Breiðuvík? Unglingurinn roðnaði og dró snöggt að sér and- ann. — Af hverju fórstu þangað? — Hann vill ekki segja það, sagði konan. — Við förum ekkert að kjafta því, sagði kynd- arinn. — Láttu hann vera sagði konan. Þau fóru að dansa, og gilsarinn hélt áfram. Þú ættir að fá þér stelpu til að dansa við. Það er nóg af þeim. Hún getur fengið sæti hérna við borðið. — Ég er svo klaufalegur við það. — Gerir ekki baun. Renndu þér á stóðið. Bara snúast eitthvað. — Heldurðu það? — Alveg viss. — Kemur þú ekki? — Auðvitað. Þeir stóðu upp, og gllsarinn dró hann að borði, sem tvær stúlkur sátu við. Og gilsarinn hneigði sig og fór með aðra út á gólfið. Unglingurinn laut og hnykkti til höfðinu framan í þá, sem var eftir, og elti hana í leiðslu frá borðinu. Hann greip utan um hana og ætla$5i að dansa, en fætur hans Framh. af bls. 33. ftgaaajjæ : ■-•:• • ■: ’.,:•••■• ríæ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.