Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 26
I HELGREIPUM
Framhald af bls. 5.
og sparkið þeim svo langt, að þið
náið ekki til þeirra. Fijótir nú. Ég
þarf víst ekki að taka það fram,
að hver sá, sem hlýðir ekki skipun
tafarlaust, verður skotinn strax og
yfirheyrður á eftir.“
Þeir Klaestad skipstjóri og Faber-
holm stýrimaður stóðu i brúnni og
horfðu á aðfarirnar. Þegar liðsfor-
inginn hafði lokið sér af við þá á þil-
farinu í bili og einn sjóliða hans tekið
alla hnííana og kastað þeim fyrir
borð, kaliaði hann upp í brúna.
„Skipstjóri, — hvar er loftskeyta-
klefinn?"
Klaestad skipstjóri benti aftur á,
og einn af sjóliðunum, sem hafði ein-
kennismerki loftskeytamanns saum-
að á ermi sér, vatt sér upp stigann
og snaraðist inn um dyrnar fyrir aft-
an stjórnklefann. Síðan hélt liðs-
foringinn upp brúarstigann ásamt
tveimur sjóliðum, sem staðið höfðu
á þilfari. Gekk annar þeirra umsvifa-
laust að merkjalampanum og tók að
ræða við þá í kafbátnum á merkja-
máli, en hinn var settur til að leita
í skipinu.
„Ég er August von E'ck yfirliðs-
foringi," tók forystumaður nazist-
anna tii máls og hneigði sig hæversk-
iega. „Viljið þér gera svo vel að af-
henda mér skipsskjölin og skráning-
arlistann, skipstjóri?" Hann rétti út
höndina óþolinmóður, en Klaestad
skipstjóri tók skjölin upp úr borð-
skúffu í brúnni og afhenti honum.
Liðsforinginn fletti hratt leiðarbók-
inni, unz hann kom að dagsetning-
unni, er Helga lét síðast úr höfn, en
hverja skráningu þar á eftir athugaði
hann vandlega. Þegar því var lokið,
brá hann bókinni undir arm sér og
fór að kanna skráningarlistann. Við
hann virtist honum ekkert þykja at-
hugavert, nema hvað hann leit upp
sem snöggvast, hvessti augun á stýri-
mann og spurði:
„Þér eruð Faberholm stýrimaður?"
Tom kinkaði kolli til samþykkis og
sýndist ekki kunna ávarpinu sem bezt.
Liðsforinginn kallaði á sjóliðann,
sem stóð við merkjalampann, og um
stund ræddust þeir við á Þýzku, en of
lágt til þess, að skipstjórinn gæti
skilið, hvað þeim fór á milli. Loks
mælti merkjamaðurinn: „Jawohl,
Herr Leutnant" og bar hönd að gagn-
auga, gekk síðan aftur að merkja-
lampanum og sendi án afláts. Sjóliði
sá, sem settur hafði verið til leitar í
skipinu, kom aftur og tilkynnti, að
allir af áhöfninni væru á þilfari, stóð
síðan við stýrið og lét hlaup hríð-
skotabyssunnar nema við hjálm-
barðið.
„Skipstjóri," mælti von Eck liðs-
foringi enn, „hafið þér nokkur skot-
vopn um borð? Ég vara yður við að
reyna að leyna slíku, því að ef slíkt
kemst upp, verður yður refsað harð-
lega."
„Það eru tvær marghleypur og
tveir langdrægir rifflar undir bálk-
inum í klefa mínurn," svaraði skip-
stjóri rólega. „Önnur vopn eru ekki
um borð. Lykillinn að bálkskúffunni
er í skrifborðinu mínu.“
Liðsforinginn skipaði fyrir, og sjó-
liðinn, sem stóð við stýrið, brá við
og hélt aftur í klefa skipstjóra.
En nú gerðist Klaestad reiður, eins
og hann gerði sér nú fyrst ljóst, hvað
á seyði var. „Biðið við eitt andartak,"
mælti hann við liðsforingjann, um
leið og hann gekk skrefi nær honum,
rauður upp í hársrætur, og rétti fram
mikla hrammana, rétt eins og honum
væri skapi næst að kyrkja hann í
greip sinni. „Við erum íslenzkir borg-
arar. Þetta er sjórán. Við stöndum
ekki í styrjöld við land yðar. Hvaða
leyfi hafið þið þá til að stöðva og
rannsaka skipið?"
Liðsforinginn hörfaði um skref,
dró upp skámmbyssu sína og svaraði.
„Það er þessi, sem veitir okkur leyf-
ið.“ Og hann mundaði skammbyss-
una.
Merkjalampinn á kafbátnum 314
tók nú að svara orðsendingu merkja-
mannsins, sem skrifaði svörin hjá sér
jafnóðum í bók með svartri kápu, á
milii þess sem hann brá upp leiftri
á merkjalampa sínum til að láta vita,
að hann hefði skilið þá kafbátsmenn.
Þegar merkjasendingu Þeirra loks
lauk, reif hann blöðin úr bókinni og
rétti liðsforingjánum, beið síðan
átekta, meðan hann las. Liðsforinginn
las svaraskipanirnar, kinkaði kolli til
merkjamannsins og sneri sér því næst
að Klaestad skipstjóra.
„Skipstjóri," mælti hann, „mér
hefur verið fyrirskipað að leggja hald
á skip yðar og taka yður og skipshöfn-
ina til fanga, þar sem grunur leikur
á, að þið njósnið fyrir bandamenn og
berjist þannig gegn hagsmunum rík-
is vors. Eg tek því stjórnina á skipinu
í mínar hendur. Fjórir af mönnum
mínum verða eftir hér um borð til
að sjá svo um, að skipunum mínum
verði hlýtt — með byssunum, ef þess
reynist þörf. Einnig hefur mér verið
skipað að taka einn af áhöfninni, Ein-
ar Kiaestad, son yðar, með mér sem
gísl til tryggingar því, að ekki verði
gerð uppreisn gegn mönnum okkar.
Hann er sonur yðar, skipstjóri, er
ekki svo?"
Klaestad skipstjóri kreppti hneíana
og gekk enn skrefi nær liðsforingj-
anum, og enn dró liðsforinginn upp
skammbyssu sína og miðaði henni á
skipstjóra.
„Ég þykist sjá, að þetta ráð muni
duga," mælti nazistinn og glotti við.
Sjóliðinn, sem sendur hafði verið
aftur í klefa skipstjóra, kom nú ramb-
andi með vopnabirgðirnar, tvær
skammbyssur í beltishylkjum og tvo
langdræga riffla.
Liðsforinginn bauð, að gúmbátnum
skyldi aftur róið að skipshlið. Síðan
skipaði hann Einari Klaestad að ganga
fram, lét um leið binda hendur hans
á bak aftur og handlanga hann ofan
í stafn bátsins, þar sem ræðararnir
gátu haft eftirlit með honum. Að því
búnu var gúmbátnum róið frá skips-
hlið.
Skipstjóri horfði á eftir syni sín-
um, er gúmbáturinn mjakaðist nær
kafbátnum, unz hann var dreginn á
framþiljur hans. Þá sneri Klaest.ad
skipstjóri sér að áhöfninni og sagði,
hvernig komið væri, þeir væru allir
teknir til fanga og Einar fluttur sem
gísl yfir í kafbátinn til tryggingar
því, að skipunum nazista yrði hlýtt.
„Liðsforinginn hefur tekið við
stjórninni á Helgu, og þið verðið að
hlýða fyrirskipunum hans.“ Nazista-
liðsforinginn, sem staðið hafði við hlið
skipstjóra, brosti í kampinn, dró vindl-
inga upp úr vasa sínum, kveikti sér í
einum, blés frá sér reyknum og gekk
hnarreistur fram.
„Herrar mínir," mælti hann, „þið
hafið ekkert að óttast, ef þið aðeins
takið eftir skipunum mínum og hlýðið
þeim. Gerið þið það hins vegar ekki,
neyðist ég til að skjóta sérhvern þann
fyrir uppreisnartilraun. Þetta er því
ofur einfalt. Það er þá fyrst, að vél-
stjórinn og aðstoðarmaður hans hverfi
aftur til starfa niðri í vélarrúmi. Að
öðru leyti verður áhöfninni skipt í
tvo hópa, og fær aðeins annar þeirra
að vera uppi á Þilfari i einu. Ég verð
að vekja athygli á því, að einungis
skipstjóra ykkar og stýrimanni er
leyfður aðgangur að brúnni, en þeir
skiptast á við stýrið, og einnig því,
að hver sá, sem sést á ferli náiægt
loftskeytaklefanum, verður skotinn
án viðvörunar. Er ykkur þetta þá
ljóst?"
Áhöfnin tautaði eitthvað í hálfum
hljóðum, heldur óvingjarnlega, svo að
skytturnar hertu takið um vélbyss-
urnar.
Helga var tekin 2. ágúst 1942, og
næstu tvær vikulnar sigldi hún undir
stjórn von Ecks iiðsforingja og fjög-
urra sjóliða hans, sem allir voru vopn-
aðir vélbyssum. Kafbátarnir tveir
héldu sig alltaf í nánd við skipið.
Enda þótt þeir færu í kaf á daginn,
komu þeir alltaf úr kafi, eftir að
rökkva tók. Á hverju kvöldi voru
vélar skipanna allra þriggja stöðv-
aðar og látið reka, sennilega til að
spara eldsneytið. Á daginn var sífellt
siglt suður á bóginn eða suðvestur,
unz komið var á sextugustu breidd-
argráðu, en þá var nokkuð dregið
úr hraðanum og haldið í vesturátt.
Fyrst i stað hafði Klaestad skipstjóri
ekki hugmynd um, hvað nazistarnir
ætluðust fyrir, en áður en liðnir voru
tveir dagar, var hann ekki í neinum
vafa um það.
Klukkan um hálftólf hinn 4. ágúst
voru skipin stödd nokkur hundruð
mílur undan Grænlandsströnd. Einn
af sjóliðunum, sem stóð vörð uppi í
siglukörfunni, kom auga á skip úti
við sjóndeildarhring. Einn af sjólið-
unum brá við og dró einkennisveifu
skipsins öfuga að hún. Liðsforinginn
bauð, að vélar skipsins skyldu stöðv-
aðar, og hraðaði sér aftur í loft-
skeytaklefann. Þýzki loftskeytamað-
urinn snart sendirofann aðeins einu
sinni, en senditækið hafði áður verið
stillt á sérstaka bylgjulengd. Því
næst gekk einn sjóliðanna að merkja-
lampanum og tók, Klaestad skipstjóra
og Faberholm stýrimanni til ótta og
undrunar, að senda út neyðarmerki
til skipanna tveggja:
„Hjálpar þurfi. Skrúfan brotin af
öxlinum. Loftskeytatækin biluð. Biðj-
um um tafarlausa aðstoð og að skipið
verði tekið í drátt."
Það varð löng þögn. Loks breyttu
bæði skipin um stefnu og héldu í
áttina til Helgu. Sjóliðarnir beindu
sjónaukum sínum á haf út, og þegar
þeir þóttust þess loks fuilvissir, að
engin herskipafylgd væri með skip-
unum, tilkynntu þeir lisðforingjanum
það. Kuldaglott liðsforingjans breytt-
ist þá í gleitt bros. Það var vöru-
flutningaskip, sem á undan fór. Þeg-
ar það nálgaðist, tilkynnti það með
ljósmerkjum, að það gæti ekki tekið
Helgu í drátt, en mundi nema staðar
og taka áhöfnina um borð. Bæði
skipin nálguðust Helgu á hægu skriði.
Loks nam flutningaskipið staðar, en
hitt skipið, tankskip mikið, nálgaðist
enn. Skipin voru drjúgan spöl frá
Helgu, þegar fyrsta tundurskeytið
hæfði miðja súð tankskipsins, enda
gátu þeir kafbátsmenn gefið sér gott
tóm til að miða. Samstundis gaus
upp bál mikið úr tankskipinu, og
skammri stundu síðar hæfði tundur-
skeyti vöruflutningaskipið, einnig um
miðja súð, og tók það brátt að loga.
Það héizt þó á fioti nógu lengi til
þess, að nazistarnir sendu því annað
tundurskeyti, og eftir að kafbáturinn
202 kom úr kafi, var einnig skotið
að því turidurskeytum. Tankskipið
sökk að kalla samstundis, en flutn-
ingaskipið ekki fyrr en eftir rúman
stundarfjórðung. Svo var að sjá sem
öll áhöfn tankskipsins færist með því,
en hinir fáu af áhöfn flutningaskips-
ins, sem freistuðu að bjarga sér á
sundi, voru drepnir með skothríð úr
hríðskotabyssum í turnum kafbát-
anna, en fyrst og fremst var byssun-
um beint að flekum og einum björg-
unarbát, sem þeim á flutningaskipinu
hafði tekizt að koma fyrir borð. Tók
það kafbátsmenn þannig ekki nema
um hálfa klukkustund að sökkva
skipunum báðum og drepa áhafnir
þeirra, en að því búnu héldu kafbát-
arnir og Helga enn suður á bóginn.
Skömmu síðar komst liðsforinginn
þannig að orði við Klaestad skip-
stjóra, sem horft hafði á þessar
hræðilegu aðfarir með ógn og við-
bjóði: „Bæði þessi skip voru banda-
rísk. Ég geri ráð fyrir, að þið sam-
hryggist, en mér finnst, að við eigum
nokkra viðurkenningu skilið. Þetta
er að minnsta kosti allsæmilegt dags-
verk.“
Klaestad skipstjóri sneri sér undan
með andúðarsvip og hélt undir þiljur.
Daginn eftir, hinn 5. ágúst, sást til
ferða kanadískrar hersnekkju. Nazist-
arnir sendu henni hið alþjóðlega
kveðjumerki, sem hún svaraði af
kurteisi og hélt síðan áfram för sinni.
Þegar hún var horfin sjónum, kom
liðsforinginn að máli við einn af áhöfn
Helgu, Erik Nielsen, en þeir voru
svipaðir á hæð, og bauð honum að
hafa fataskipti við sig. Komst hann
ekki hjá því, en sjóliðarnir fjórir fóru
eins að.
Hinn 7. ágúst sökktu kafbátarnir
löskuðu, kanadisku flutningaskipi að
þeim á Helgu áhorfandi. Hinn 10.
ágúst var Helgu enn beitt til að ginna
tvö tankskip í skotmál á sama hátt
og fyrr, og var þeim báðum sökkt
með tundurskeytum. Gerðist von Eck
liðsforingi nú stoltur mjög af þessum
dáðum og kvað allar líkur til, að þeir
kumpánar mundu hljóta járnkross-
inn fyrir afrekin. „Hver veit, nema
ég geti séð svo um, að þér og menn
yðar hljótið líka einhvern heiður,"
mælti hann kaldranalega við Klaestad
skipstjóra.
Helga var ekki notuð einungis til
að ginna skip í skotmál. Á næ.turnar
lögðust kafbátarnir að henni, rændu
matarbirgðum og því eldsneyti, sem
nazistar töldu hana aflögufæra um.
Annar hópur áhafnarinnar vann á
þilfari á daginn, hinn á næturnar.
Þeir Gottvaldersen og aðstoðarmaður
hans voru lokaðir niðri í vélarrúmi,
Dregið var mjög úr matarskammti
áhafnarinnar, kjötmeti ekki annað en
lítið eitt af fleski fjórða hvern dag.
Liðsforinginn settist að i klefa skip-
stjórans, hinir sjóliðarnir bjuggu um
sig í klefa stýrimannsins, en Klaestad
og Faberholm sváfu frammi í hjá
áhöfninni. Loftskeytamaðurinn hafð-
ist daglangt við í loftskeytaklefanum
og svaf þar á gólfi um nætur. Jafnan
var einn af sjóliðunum á verði uppi
í siglukörfunni, og var skipt um vörð
á sex stunda fresti, og alltaf stóð einn
vopnaður sjóliði vörð í brúnni.
Klukkan fimm síðdegis sendi loft-
skeytamaðurinn strandvörzlunni ís-
lenzku jafnan veðurfregnir og til-
kynnti, hvar skipið væri statt, fyrst
og fremst til þess, að talið væri, að
allt væri í eðlilegu horfi um borð.
I hálfan mánuð sveimaði Helga
þannig fram og aftur suður við sex-
tugustu breiddargráðu. Þegar eftir-
litsflugvélar flugu yfir, var skipzt á
kveðjumerkjum. Á þessum hálfa
mánuði urðu þeir á Helgu vitni að
því, er sex skipum bandamanna var
sökkt, eftir að hún hafði verði notuð
til að ginna þau í skotfæri. Svo gerð-
ist það að kvöldi hins 15. ágúst, að
foringinn á öðrum kafbátnum lét róa
sér um borð í Helgu, og er hann hafði
hrósað von E'ck liðsforingja íyrir
frammistöðuna, hélt hann aftur í
klefa skipstjóra og bauð, að sér og
skipstjóra skyldi fært þangað te. For-
inginn var lágur vexti, en stoltur og
hnarreistur og snöggklipptur í hnakk-
ann. Iiann bar einglyrni, og járn-
krossinn dinglaði i gullfesti á barmi
hans. Hann kynnti sig fyrir skip-
stjóra, kvaðst heita Ulrich Stahl-
mann. Hann dró vindlingaveski úr
silfri upp úr vasa sínum, bauð
Klaestad skipstjóra tyrkneskan vindl-
Framhald á hls. 2S.
26
VIKA N