Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 33
Sólarhringur í landi Framhald af bls. 11. þvældust til. Borðin og veggirnir snarsnerust í kringum hann, og stúlkan var horfin. Hann reikaði aftur að borðinu og ætlaði að setjast, en gilsarinn var kominn með þá, sem hann hafði dansað við. — Náðu í stól, sagði gilsarinn. — Ég þarf að fara fram. Hann fann klósettdyrnar, en seldi upp, áður en hann komst að rennunni, og uppsalan gusaðist á fætur þeirra, sem voru að athafna sig. Hann fékk hnéfahögg á kjálkann og rankaði við sér í báru- járnsportinu. Köld næturgolan vakti hann til meðvitundar, og hann reis á fætur og skjögraði fram á veginn. Ljósin frá bilunum skáru hann í augun. Hann hrasaði. rakst á mann, baðst af- sökunar og ranglaði áleiðis í bæinn. Hann var kominn upp á Hringbraut, þegar hann tók eftir, að hann var frakkalaus, en nennti ekki að snúa við. Hann ætlaði niður í skip. Hann skyldi aldrei fará í land. Hann skyldi aldrei gista tréhestinn. Hann skyldi aldrei drekka vín. Hann skyldi aldrei fara á ball. Hann skyldi aldrei tala við neinn. Hann skyldi aldrei neitt. MARNA- DIESEL Þessi vinsæla vél norska smábátaí'lotans er nú fáanleg með stuttum fyrirvara. Stærðir: frá 8 hestöflum til 36 hestafla. 4-gengis, 1—3 strokka. Allar upplýsingar gefur. Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar h.f. Sími 15753. — Reykjavík. Gamli tréhesturinn fann hann á gólfinu í lúkarnum, þegar hann kom um borð. Hann ýtti við honum, þangað til hann losaði svefninn. — Við erum að fara út, sagði tréhesturinn. Unglingurinn reis á fætur og gekk aftur á dekkið. Gilsarinn var að draga inn landfestina að aftan. — Þú hvarfst af ballinu, maður. Fórstu með stelpu í bæinn? — Hann er efnilegur, sagði kyndarinn. Hann kemur til. — Næst siglum við með aflann til Þýzkalands, og þá má hleypa þér til. — Við setjum þig yfir heilt gripahús. — Það verður dekrað við þig. Unglingurinn stóð við lunninguna og horfði á skrúfuvatnið freyða undir bryggjunni, meðan þeir voru að losna við kantinn. Hann stóð í sömu sporum og studdi sig við borðstokkinn, meðan togarinn kvaddi hafnargarðana og rann út á sundið. Næturvaktirnar verstar Framh. af bls. 18. hef litla stund lagl á þess háttar störf. Mér finnst Itað of skylt því, sem maður er að fást við allan daginn. Eg tel það hetri lil- breytingu að komast í erfiðisvinnu. Reyndar licf ég verið að hyggja að undanförnu, svo að maður hefur ekki þurft að leita að verk- efnum annað. Allar tómstundir hafa að sjálf- sögðu lent þar. — En hvað um glimuna — ertu húinn að leggja Iiana á hilluna? — Ég hef verið að æfa að gamni minu, og alltaf langar mig í kappgiímu, en ég vcit ekki, hvað ég geri. — Er ekki einhver íþróttaskylda hjá ykk- ur í lögreglunni? — Jú, við æfum sund og keppum meira að segja i þvi einu sinni á ári hverju. — Þú hefur vafalaust séð það og heyrt, Rúnar, að lögreglan hefur verið gagnrýnd mjög mikið fyrir ýmiss konar trassaskap. Það hefur verið sagt, að lögreghiþjónar væru ókurteisir ruddar, að þeir sitji við tafl inni á lögreglustöð, jiegar umferðin er i hnút hingað og þangað, og ég man eftir þvi, að eitt af blöðunum hérna kvartaði yfir þvi, að það væri ósköp að sjá göngulag lögreglu- þjóna. — Ég get ekki svarað þessu á annan veg en þann, að það eru oftast tvær hliðar á Jiverju máli, og það er víst fullt eins al- gengt, að borgarar séu ókurteisir við lög- regluna. Um göngulagið get ég upplýst, að það er mikið gert til þess að kenna lög- regluþjónum fallegt göngulag, en stundum getur verið mjög erfitt að venja menn af einhverju sérstöku göngulagi, þegar þeir eru kannski komnir hátt i þrítugt og hafa haft gallað göngulag alla ævi. ★ Sækjum — Sendum Fljót afgreiðsla Vönduð vinna BORGARÞVOTTAHÚSIÐ Borgartúni 3. — Símar 17260 — 17261 — 18350 r-----------------------------------—s I Frágangsþvottur Stykkjaþvottur Bláutþvottur Kemisk falalireinsun & pressun Skyrtur afgreiddar sanidægurs Vinnufataþvottur VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.