Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 13
<r I elzta húsi Reykjavíkur Það hefur verið kunngert fyr- ir nokkrum mánuðum, að hinir slyngu kaupmenn, Silli og Valdi, hyggist reisa stórhýsi við Aðal- stræti á þeim stað, sem þeir nú hafa bækistöð í elzta húsi Reykja- víkur. Þetta hús er eitt eftir af Innréttingum Skúla Magnússon- ar fógeta, og er það mikill skaði, ef menn neyðast til þess að rífa það, en mjög er óvíst, hvort því verður við komið að flytja það burt í heilu lagi. Hins vegar eru aiiir innviðir hússins ófúnir með öllu, og sérstaka athygli vekur stiginn upp á loftið, þar sem þeir stórkaupmennirnir hafa skrif- stofu sína undir súðinni. Þessi stigi hefur upphaflega verið gerður af tveggja tommu viði, en nú eru þrepin svo slitin orðin, að nálega er komið í gegn. Ekki er vitað, hvort þessi stigi hefur verið í húsinu frá upphafi, en margir telja það heldur ólíklegt. sú nokkrum þrepum neðar. I öðrum enda þessarar baðstofu eða skála eða hvað nú á að kalla það, er eldhúsið og alveg opið á milli utan skápur og borð, sem skilja að. Þessi skáli er meginaðsetur heimilisfólks- ins og ekki sízt harnanna. Hann gegnir hlutverki gangs Framhald á bls. 28. wm jbr. Watáías Jc onaááon At sjúkrabeði á skólabekk LAMAÐ NÁMSÞREIÍ EPTIR SJÚKDÓM. Heilbrigðisþjónusta nútímans, eins og hún er rækt hér á landi, er einstæð í sögunni. Ef barn veikist eða slasast, er læknir óðar við höndina. Eftir fyrstu greiningu sjúkdóms eða áverka eru sérfræðingar kallaðir til, eftir því sem þurfa þykir, og hvorki sparaður kostnaður né fyrirhöfn, til þess að hið sjúka barn nái heilsu sem fyrst. Á fáum sviðum hefur orðið örari framþróun. Eigi að síður er foreldrum ætlaður mikilvægur þáttur í heilsugæzlu harna sinna. Heilsuvernd hvílir fyrst og fremst á hotlum lifnaðarháttum, sem nákvæm umhyggja og reglusemi foreldra ávenja barninú. ínn í þetta heilsugæzlustarf foreldra fellur sú sérstaka umhyggja, sem barnið þarfnast, meðan það er að ná sér að fullu eftir sjúkdóm eða slys. Þegar lækn- irinn hefur leyst af hendi hlutverlc sitt, barnið er komið á fætur og orðið vel ról- fært, þá sýnist inörgu foreldri liggja bein- ast við, að það taki upp sína fyrri reglu- bundnu iðju: skótagönguna og það náms- starf, sem henni fylgir. Einnig barnið sjálft þráir einmitt þetta. Það saknar félaganna og liins anna- sama skólalifs. Það er þreytt á tilbreytingarleysi langra sjúkdómsdaga og vill nú umfram allt fá að vera með i öllu og reyna á sig. En jiegar til alvörunnar kemur, er þrekið oft lítið. Það er sitthvað, að hinn sjúki þrái tilbreytni starfsins og að hann liafi endurheimt vinnuþrek sitt. Flestir fullorðnir liafa fengið tækifæri til að reyna þetta. Þegar okkur er að batna stundarlas- leiki, t. d. inflúenza, finnst okkur stundum orkan seitla um hverja taug, en ef við drífum okkur úr bólinu og í starfið, altekur okkur e. t. v. linja og síen, sem við erum lengi að losna við. Fyrir skólabarn er þó miklu erfiðara að taka starf sitt upp að nýju. Ef fullorðinn maður fellur úr starfi vegna veikinda, vinna aðrir starf hans á meðan. í verzluninni, skrifstofunni, fiskiðju- verinu, á verkstæðinu, á skipinu og í hafnarvinn- unni gengur vinnan eins og venjulega án hans. Þegar hann kemur aftur til starfa, er ekki ætlazt Þú og barnið þitt til, að hann bæti upp með auknum afköstum þær vinnustundir, sem töpuðust vegna veikinda hans. Iin fyrir sjúkt barn lærir enginn, meðan það tefst frá skólanum. Verkefni þess hefur einmitt safnazt fyrir, og barninu er nú ætlað að vinna upp hinn glataða tíma auk hinnar daglegu námsvinnu. Þessi aukna áreynsla getur hæglega orðið duglegum nemanda um megn, ef hann er þróttlítill eftir sjúk- dóm, þó að þess lasleika gæti ekki við litla áreynslu. OFÞJÖKUN OG UPPGJÖF í NÁMI. Þetta er upphafið að námserfiðleikum margra barna. Þau þola ekki að missa verulega úr námsefninu, samhengið í skýringum kennarans má aldrei rofna, þá megnar barnið ekki að brúa bilið á ný. Oft stend- ur þannig á námsefni, að tveggja vikna fjarvera gerir barni ókleift að finna sam- hengið að nýju og fylgjast með bekkjar- systkinum sínum. Það hefur þá misst af þekkingu, sem beinlínis er nauðsynleg fyrir framhald námsins. Barn, sem er þróttlítið eft- ir sjúkdóm eða slys, ræður ekki við slíka erfiðleika. Það heldur því áfram að dragast aftur úr, þó að það sé komið í skólann, og fyrr en varir, er námsefnið raunverulega orðið þvi ofviða. Þegar barninu skilst, að viðleitni þess ber eng- an árangur, örmagnast það og missir áhugann. Barn þarf alltaf að ná árangri og hljóta viður- kenningu, ef heilbrigður áhugi á að haldast. Ef það leggur sig i líma við að fullnægja kröfu kenn- arans, en finnur, að því verður ekkert ágengt, þá gerir réttlætisvitund þess uppreisn og það snýr uppgjöf sinni jafnvel upp í hirðuleysi og þrjózku. í okkar fræðsluslcipulagi er það algerlega lagt i vald foreldra, hvernig þessi vandi barnsins leys- ist. Margir skilja hann vel og reyna að létta barn- inu námið í fyrsta áfanga, brúa þá gjá, sem sjúkra- legan opnaði, og koma því á skrið að nýju. En fjöldi foreldra er því miður skeytingarlaus um þetta, lætur sig þá erfiðleika engu skipta, sem liljóta að verða á leið barnsins, þegar það flyzt Framhald á bls. 29.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.