Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 20
HELGA GÍSLADÓTTIR: Ævintýraleg sumardvöl — Já, gerum það, sagði Halldóra. Þau fóru því inn í næstu gotterísbúð og keyptu sér lakkrís og brjóstsykur. Næst fóru þau inn í hannyrðabúð, því að Hall- dóra ætlaði að kaupa sér dúk. Svo fóru þau á hótelið, þar sem þau ætluðu að hitta Jensen. Þau settust við borð, og ætluðu að biða eftir Jensen. Borðið var á móti dyrunum, og þau sáu, að ung stúlka kom inn og með henni var heldri maður. — Þekkið þið þennan mann og stúlk- una, sem er með honum? — Við vitum hver maðurinn er en ekki stúlkan. — Hver er maðurinn? spurði Halldóra. — Hann er leikhússtjóri í einu helzta leikhúsinu. Maðurinn og stúlkan settust við borðið við hliðina. Þegar Halldóra leit á stúlkuna, brá henni, af því að þetta var engin önn- ur en Elín, sem var með henni í flugvélinni. Elín leit upp og sá Halldóru, Hún vink- aði í hana en hélt svo áfram að tala við manninn. Nú kom Jensen og settist hjá þeim. Krakkarnir kölluðu á þjóninn, og báðu um ís en Jensen um kaffi. Þjónn- inn fór og kom aftur með pöntunina. Þau flýttu sér að borða, en þegar þau voru að FRAMHALDSSAGA verða búin, kom Elín til þeirra. Hún heiis- aði öllum, en Halldóra kynnti þau. Elín settist við borðið hjá þeim og fór að tala við þau. — Ég er að fara til Kaup- mannahafnar á morgun en kem svo aft- ur hingað eftir viku. — Ætlar þú að vera lengi hérna, Elín? spurði Halldóra. — I allt sumar, sagði Elín. — Jæja, nú kemur herra Thomsen, ::::::: BARNAGANAN sagði Elín. Hún kvaddi þau öll og f'lýtti sér svo fram að dyrunum. Krakkarnir voru nú búnir að borða og kölluðu í þjóninn. Þau borguðu og fóru svo út. — Eigið þið eftir að kaupa meira? spurði Jensen. — Nei, sögðu Halldóra og Peter í einu. — Þá höldum við af stað heim. Þau flýttu sér upp í bílinn, og Jensen keyrði af stað. Þau fóru fram hjá mörgu fólki, og þarna sáu þau Elínu og herra Thomsen, þar sem þau hurfu inn í leik- húsið. Þau voru nú komin út úr borginni og fóru fram hjá mörgum bændabýlum og sáu marga hesta og mörg önnur dýr. — Eigið þið enga hesta? spurði Hall- dóra. — Jú, við eigum sex. — Má ég einhvern tíma koma á bak einum? — Já, já, sagði Beta. — Við förum oft í útreiðatúra á daginn. — Jæja, þá erum við komin, sagði Astrit. -— Þakka þér fyrir, Jensen, sögðu þau og hlupu heim og inn í hús. Komið þið, ég þarf að tala við ykkur, 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.