Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 7
EYVIND JOHNSON er einn af kunnustu nú- lifandi rithöfundum Svía. Hann er upprunninn frá Norrbotten i nyrzta hluta Svíþjóðar og átti í mikluni erfiðleikum i æsku, ekki sízt fyrir berklaveiki, sem ueisaði á aeskuheimili hans ok varð til þess, að hann skrifaði síðar bók um berklaveikina, sem talin er hafa haft allmikla þýðin(;u fyrir þ*r ráðstafanir, sem síðar- vo.ru gerðar Regn veikinni í Svíþjóð. Hann hefur dvalizt lanndvölum frá heimalandi sínu, m. a. í RómaborR og Eng- landi. Sem kunnugt er á Eyvind Johnson sæti i akademíunni sænsku. sem úíhiutar verðlaunum úr sjóði Nohels. þannig hljómuðu hin sterku, innantómu or8 hans. Við verðum að hugsa um aridlegan þrótt þjóðar vorrar, um sögu vora og tungu. Við verðum að sjá svo um, að þessar heilögu erfðir, þessir guð- dómlegu eiginleikar, megi varðveitast fyrir okk- ur til handa afkomendunum. Elnmitt við, þeir ungu, verðum að sjá um varðveizlu þeirra. Hverjir skyldu annars verða til þess? Við björgum fram- tíðinni með því að lifa. Við ... Hann vætti skrælþurrar varirnar með tungu sinni, hugur hans var allur i uppnámi. Hann lang- aði mest til að hrópa og kalla eitt orð og aðeins eitt: Angila, ó Angila ... — Við höfum helga köllun að rækja, Sinuald, háleita köllun, þess verður þú að minnast. Við flýjum einungis til þess að mega halda lifi og geta komið aftur, og það er guð, sem hefur séð svo um, aðeins til þess að okkur megi auðnast að fullkomna ... Hann talaði. án afláts, hófar hestanna skullu við steinana, orðin voru eins og steinar. — Við erum útvaldir, i rauninni erum við út- valdir, Sinuald, til þess að vinna mikil verk og göfug, þess verðurðu að minnast. Við flýjum, en komum aftur. Við . .. Orð og hófagnýr. — Hvar sem við förum, hðfum við helgiskírn meðferðis, menningu vora og möguleika til menn- ingarlegrar þróunar. Sinuald, við ... Varir hans voru skrælþurrar orðnar af innan- tómum orðum, orðgrýti, en þó var eitt það orð, sem hann vildi ekki fyrir nokkurn mun nefna, hiö ljúfa nafn Angilu ... Angila, ó, Angila. — Þessa köllun megum við ekki svíkja, Sinuald. Við erum útvaldir, i rauninni erum við útvaldir. Minnstu sögu vorrar. Heiður, dirfska, lærdómur. Guð hefur litið til okkar í náð. Þú þarft ekki annars við en athuga það, sem í ritpingunum stendur. Við erum útvaldir. Við ... V O ert svo lærður, Perto, svaraði rödd Sinualds fyrir aftan hann, með örvænting- arhreimi eða leiða. Og föðurbróðir þinn er djákni. En ég er ekki nema bóndasonur. Ég hef Framhald á bls. 34. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.