Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 3
er niður i pósthús þaBan sem ég vinn, þá spurði
ég símastúlku fyrirtækisins hvort ég mætti ekki
leggja íjréfin í póstkassa, sem er hérna rétt
hjá. En hún varð þá bara þetta litla reið, hopp-
aði eina þrjá metra i loft upp og öskraði síðan
i eyra mér, þegar liún kom niður aftur, að það
væri vitatilgangslaust að leggja bréf i þessa
póstkassa, svo sem hún ákvað, þau kæmust
aldrei til skila — og svo kom þriggja stundar-
fjórðunga buna, hvar með flutu að minnsta
kosti seytján dæmisögur fullyrðingunni til
sönnunar, ásamt ýmsu öðru.
Og nú langar mig, kæra Vika, að spyrja þig
hvort þessir póstkassar eigi að vera manni
bara til punts og augnayndis á leiðinni til póst-
hússins?
Einn með hlaupasting.
Hvaða vitleysa. Póstkassarnir eru tæmdir
reglulega, og frímerkt bréf, sem í þá eru
lögð, komast til skila ekki síður en þau, sem
afhent eru í pósthúsinu — enda finnst mér,
satí bezt að segja — harla lítið punt í þeim.
Þetta stafar því annaðhvort af einhverjum
misskilningi hjá símastúlkunni, eða þá að
samkomulagið ykkar á milli er ekki sem
bezt, hvoru ykkar sem er svo um að kenna,
eða kannski báðum. Reyndu að fara skikk-
anlega að henni, lagsmaður, og hver veit
nema það geti orðið til þess að hún láti
póstkassana njóta sannmælis — og þig þá
um leið þeirra þæginda, sem þeir hafa að
bjóða svo að þú losnir við hlaupastinginn.
ERU KONUR FÓTLEGGJAHEITARI
EN KARLAR?
Kæra Vika.
Mig langar til að spyrja þig hvort visindin
telja konur heitfengari á fótleggjum en karl-
menn, eða, ef svo er ekki, hvort islenzkar —
og þá fyrst og fremst reykvískar — séu eitt-
hvert sérstakt náttúruundur neðan hnés? Ég
•þykist nefnilega vera sæmilega hraustur og
heitfengur karlmaður, ég er þar að auki sjó-
maður, svo ég ætti að vera vanur nepjunni, en
fari það grábölvað, ef ég treysti mér til að leika
það eftir reykvísku kvenfólki, að ganga með
bera fótleggina eða svo til, úti í hörkufrosti og
livaða veðri sem er. Og ég hef oft verið hissa
á þvi, að sjá þær i loðfeldi eða þrælfóðraðri
kuldaúlpu upp fyrir haus og með svona rúmlega
öklaháar og fóðraðar „bomsur“ á fótunum, en
svo i næfurþunnum nælonsokkum einum til
skjóls þar á milli. Það þyrfti ekki að bjóða
mér það — og þess vegna spyr ég. Hvers vegna
þurfa þær ekkert til skjóls frá ökla upp að hné,
þótt þær séu þrældúðaðar að öðru leyti?
Með fyrirfram þökk.
Sjóari.
Ég get ekki svarað þessu, enda mun engin
rannsókn hafa verið gerð á þessu fyrirbæri.
Ætli tízkan og vaninn eigi ekki sinn þátt
í þessu — og hver er kominn til að segja
um það, hvort þær þola þetta, enda þótt þær
láti sig hafa það. Við skulum spyrja þær
sjálfar — orðið er laust.
NAGAR HÚN Á SÉR NEGLURNAR ...
Iværa Vika.
Hvað á ég til bragðs að taka svo ég losni
við þann ósið að naga á mér neglurnar? Ég
er kominn á seytjánda ár, og mér leiðist þetta
meir en nokkur orð fá lýst. Stelpur, sem ég
held hópinn með, hlæja að mér, sem vonlegt
cr, og stríða mér, og ég reyni eins og ég mögu-
lega get að venja mig af þessu, en allt reynist
þýðingarlaust. Ilvað ráðleggur þú? Get ég leit-
að til læknis út af svona hégóma?
Brigitte.
Já, það geturðu, og það er eina ráðið. Við
getum að minnsta kosti ekki ráðlagt þér
annað, og það er alls ekki neinn hégómi,
því að það, sem veldur þessu, sem þú kallar
ósið, getur átt sér dýpri rætur en þig grun-
ar. Leitaðu læknis og það heldur fyrr en
seinna.
¥ I K AN
Útgefandi: VIKAN H.F.
Ritstjóri:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
Auglýsingastjóri:
Ásbjörn Magnússson
F ramk væmdast jóri:
Ililmar A. Kristjánsson
Verð i lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr.
216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram.
Ritstjórn og auglýsingar:
Skipholti 33.
Simar: 35320, 35321, 35322.
Pósthólf 149.
Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadrcifing, Miklubraut 15, simi 15017
Prentun: Hilmir h.f.
Myndamót: Myndamót h.f.
J
— Vinnukonan er alveg einstök
hér á heimilinu. —
— hún gerir bókslaflega alla hluti
—• Segðu nú það sem þú sagðir
um mig í uær — svo konan mín
heyri. —
— Seinna, Jói — ég er svo upp
tekin núna i augnablikinu. —
Þið fáið Vikuna í hverri viku.
I næsta blaði
Ycrður mcðal annars:
4 Stórkostleg verðlaunakeppni og skoðanakönnun.
Verðlaunin: Kóngur — eða drottning einn tag.
4 Clark Gable.
4 Afreksmaðurinn Espólín.
4 Gólfteppi úr íslenzkri ull.
4 Að námið verði skemmtilegt starf.
4 Lifrautt blóðið seitlar — rætt við hvassorðan
sjoppueiganda um bókmenntir.
4 Spillum við börnunum með dekri?
3