Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 18
sér vel.
klandur
Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.):
Óvenju skemmtileg vika. Þú munt verða
fyrir mörgum skemmtilegum ævintýr-
um, einkum mun nýr vinur þinn verða
til þess að gera vikuna skemmtilega. Um
helgina verður einhver breyting á háttum þínum,
og munt þú kunna illa við hana í fyrstu, en þú
kemst að því, að sú breyting er samt til bóta.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí.):
Farðu vel með þig í vikunni, því að
þér er hætt við veikindum. Stjörnurnar
benda einnig á, að þér sé bezt að vera
sem mest heima við, svo að það kemur
Kona nokkur mun koma þér í talsvert
um eða eftir helgina.
TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júni): Á
miðvikudag mun koma fyrir dálítið
einkennilegt atvik, sem kemur þér til
þess að breyta öðruvísi en undanfarið.
Liklega muntu þá fá duglega ráðningu.
Flestum hættir til að vera einum of uppstökkir í
vikunni. Vikan virðist annars hentug til kaup-
skanar. Heillatala 3.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): 1
þessari viku er hætt við að þú lifir um
efni fram, en þvi munt þú ekki sjá eftir
siðar meir. Tilbreytingarleysið hefur
farið i taugarnar á þér undanfarið, en
úr því rætist eftir heigina. Eitthvert kvöldið mun
koma til þin einkennilegur gestur.
Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú hef-
ur verið óréttlátur gagnvart ástvini
þinum, og ef þú vilt halda vináttu hans,
verður þú að breyta betur hið skjót-
asta. 1 sambandi við barn í fjölskyld-
unni kemst allt á annan endann. Ekki er Ijós einn
þéttnr. sem lesa má úr stjörnunum.
MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.):
Margir munu lenda í skemmtilegu ást-
arævintýri í vikunni, en ekki ber samt
að binda of miklar vonir við það ævin-
týri. Vikan virðist ætla að verða hús-
mæðrum einkum til heilla, en ógiftir karlmenn
geta lent í ótrúlegustu vandræðum.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Á
laugardag mun að öllum líkindum ræt-
ast einn æskudraumur þinn — eða að
minnsta kosti eitthvað i þá átt. Það
kann annars að vera, að lífið leiki ekki
við þér þessa dagana, en stjörnurnar hvetja þig
til þess að sýna bjartsýni — þú munt ekki iðrast
þess. Heillatala 7.
DrekargerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú
munt ráðast í stórræði í vikunni, og
ráðleggja stjörnurnar þér eindregið að
hlusta ekki á ráðleggingar fjölskyldu
þinnar í þeim efnum. Þér mun berast
skemmtileg gjöf í vikunni, en gjafarinn er ein-
ungis að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þér.
BogmaÖurinn (23. nóv—21. des.): Sköp-
unargáfa þin mun fá að njóta sín í vik-
unni svo um munar. Þú munt verða
„potturinn og pannan" í einhverju, sem
þú og kunningjar þínir hafa á prjón-
unum. En þú mátt fyrir alla muni ekki bregð-
ast trúnaðartrausti þeirra. Kvöldin verða mjög
skemmtileg. Heillalitur grátt.
GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú
munt kynnast manni (eða konu) í vik-
unni, sem er að vísu ekki eins og fólk
er flest, en þið munuð bindast sterkum
vináttuböndum. 1 samkvæmi kemur dá-
lítið leiðinlegt atvik fyrir, sem varpar skugga á
næstu daga, en taktu það ekki nærri þér.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.):
Það sem þú hefur unnið að undanfarið,
gengur ekki eins vel og til var ætlazt.
Reyndu að fara öðruvísi að. Einhver i
fjölskyldunni lendir í einhverju klandri,
og munt þú eitthvað verða við það riðinn. Annars
lofa stjörnurnar skemmtilegri viku. Heillatala 5.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú
skalt forðast allt óhóf í vikunni, eink-
um neyzlu áfengis — ella munt þú lenda
lr /nM í mestu vandræðum. E'inn morgun í
vikunni, munt Þú verða fyrir leiðinlegu
óhappi, en seinna i vikunni mun þetta óhapp ein-
mjtt verða til þess að færa þér mikla hamingju.
"0
9
O
§
€
i
9
©
©
9
©
©
©
&
©
9
Q
9
9
9
9
9
Q
9
9
9
n
©
©
— Já, en elskan mín, — ég las það í stjörnuspánni í
Vikunni, að þessa viku ætti maður að vera mjög nærgætinn
við samstarfsfólkið. —
Rúnar Guðmundsson.
Helene Falke og
Cliristin Person eru
mjög kunnar í Svíþjóð
um þessar mundir.
Þær kynna þátttak-
endur í spurninga-
keppni í sænska sjón-
varpinu, — mjög
spennandi keppni, þar
sem vinningurinn er
tíu þúsund sænskar
krónur. Þær eru
annars sýningarstúlkur
að atvinnu, mjög
óspilltar og elsku-
legar, eins og myndin
ber með sér. Helene —
til vinstri — er
21 árs og nýgift,
en Christin er 18 ára
og lausbeizluð
ennþá.
Nætur-
vaktirnar
verstar
Hann stóð og stjórnaði umferðinni á horn-
inni á Hverfisgötu og Snorrabraut. Það var
tekið að rökkva, og norðanbeljandinn af
Esjunni sópaði rusli eftir gangstéttunum og
feykti þvi framan i kuldabláa vegfarendur.
Við sáum, að þetta var Rúnar Guðmunds-
son, og vegna þess að umferðin var fremur
strjál þetta síðdegi, þá lét hann til leiðast
að tala við okkur uppi við húsvegginn.
Rúnar er úr Flóanum, — nánar til tekið
frá Hurðarbaki í Villingaholtshreppi. Hann
er einn þeirra frægu glímumanna, sem komu
hver á eftir öðrum úr þessum hreppi, sáu
og sigruðu á kappmótum. Rúnar var glímu-
kóngur Islands í þrjú ár: 1950, 1951 og 1953.
Þar fyrir utan varð hann skjaldarhafi Ár-
manns í tvö ár.
Nú er Rúnar lögregluþjónn nr. 74. Hann
er búinn að vera við þetta starf í níu ár
og kann vel við sig i því.
— Við höfum heyrt, að lögregluþjóns-
starfið sé fremur illa launað.
—• Það má ltannski segja, að svo sé. Það
eru þó hlunnindi, að okkur er séð fyrir bún-
ingum einu sinni á ári, og það nægir oftast.
— Þetta er sennilega ein af dekkri hlið-
unum við þetta starf, að standa við um-
ferðastjórn í kalsa.
— Það mundi ég nú segja, að væri ekki.
Mér finnst næturvaktirnar verstar. Þá erum
við á götunni til kl. þrjú cftir miðnætti, en
síðan eru hafðir bílar í eftirliti, það sem
eftir er nætur.
— Engir Ijósir punktar þá?
— Félagsskapur okkar lögregluþjóna er
það, sem ég met mest við starfið, það mundi
ég segja, að væri sólskinsbletturinn. Það er
mikils virði að eiga góða starfsfélaga.
— Og þið vinnið á vöktum, er ekki svo?
— Þrískiptum vöktum. Maður er á sömu
valctinni í hálfan mánuð. Flestum líkar bezt
við morgunvaktina. Hún er fremur róleg, og
maður er laus fyrir klukkan eitt. Það er
mjög gott fyrir þá, sem hafa eitthvað að
starfa fyrir sjálfa sig.
— Margir í aukavinnu?
— Já, aðallega við skemmtistaðina. Ég
Framh. af bls. 33.