Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 9
HRÍMNIR: Þetta er seinni hluti greinarinnar „Auðnuleysingjar á faraldsfæti“ sem birtist í síðasta blaði. Á ríkisheimili einu ekki allfjarri höfuðstacSn- um var i þann tíð úrval ungra kvenna, og töld- ust heimasæturnar þar blómi sveitar sinnar. Kom Símon þar oft og gerðist þar þaulsætinn, því að heimasæturnar voru gáskafullar og karli hýrar i viðmóti, en hann orti þeim heitari mansöngva en hann hafði öðrum ungum stúlk- um kveðið, gerði sér jafnvel i hugarlund, að sér liefði tekizt að kveða til sín hug annarrar þeirra, og hældist um í ljóði. Þegar svo fór, að hún giftist kaupinanni nokkrum í höfuð- staðnum, sneri Símon við blaðinu og orti kaup- manni og brúði hans skammakvæði, og er skriða féll nokkru siðar á túnið á bænum, þar sem liún var fædd og upp alin og hann hafði kveðið henni mansöngvana, gaf hann í skyn, að þar hefði hann beitt krafti sinum sem ákvæðaskáld. Eyjólfur ljóstollur var einn þeirra flakkara, sem ekki þótti gerandi að sýna neina áreitni. Hann var vel gefinn og sæmilega menntaður, fékkst til dæmis nokkuð við barnakennslu á vetrum, en nokkuð hrokafullur. Viðurnefni sitt bar hann af þvi, að hann hafði um skeið inn- lieimt svokallaðan ,,ljóstoll“ til kirkju, og taldi sig því jafnan í hópi embættismanna, var þó engin höfðingjasleikja og svaraði hverjum, sem var, fullum hálsi, þegar því var að skipta. Það var einu sinni, að hann var á gangi á götu í höfuðstaðnum með vel metnum borgará. Mættu þeir þá sjálfum landshöfðingjanum, sem Eyjólfur heilsaði sem jafningja sínum. Er sá, sem með Eyjólfi var, setti ofan i við hann fyrir það, að hann skyldi dirfast að þúa landshöfðingjann, svaraði Eyjólfur og ekki mjúkum rómi: „Ég þúa guð og góða menn, — en þéra yður og andskotann." Skáldmæltur var Eyjólfur, en ekki létt um að yrkja og kveðskapur hans heldur tyrfinn. Eitt sinn sótti hann um styrk nokkurn til lands- liöfðingjaembættisins eða stjórnarráðsins og kvað um vísu bessa: Ei mun skelfa Eyjólfs haus íslands valda Tyrkinn. Fer úr böndum fjandinn laus, fái ég ekki styrkinn Þeir Simon og Eyjólfur voru um margt fyrir- menn í sinni stétt, annar sakir listar sinnar, hinn fyrir menntun nokkra og stórbrotið skap. Skáldlist Simonar var ef til vill ekki rishá, en liún var runnin úr islenzkum jarðvegi, alþýða manna skildi visur hans og nam og hafði yndi af. En til voru og þeir listamenn í þessum hópi, sem fóru ofar skilningi ahnennings í listtjáningu sinni, — ahstraktlistamenn, sem kröfðust við- urkenningar, virðingar og hróss, en gagnrýni- laust, þar eð list þeirra væri hafin yfir allt mat. — Hins vegar skyldi það mat á listnæmi manna og vizku yfirleitt, að þeir virtu liana í blindrij. Mestur listamaður slíkur á sinni tíð var Gvendur dúllari. Hann kunni furðulega raddlist. Var það hvorki söngur né kveðandi, ekki heldur bein eftirlíking radda fugla eða dýra, ekki orð, engin háttur eða hrynjandi, heldur aðeins hin eina, sanna og óhlutlæga list, sem engu lögmáli lýtur og er eingöngu i sjálfri sér. S.lik var listtjáning Gvendar, þegar hann hafði tekið sér sæti við borð, hagrætt olnbog- unum á kodda, lygnt aftur augunum, hallað höfðinu nokkuð aftur og glennt upp munn og kok. Vall þá upp úr honum hviðótt sibyljan, ýmist svo að undir tók eða vart heyrðist, og stóðu svitadroparnir á enni Gvendar, svo mikið reyndi tjáning þessi á hann. Fyrirlitlega talaði Gvendur um kveðskap Simonar og kallaði það lágfleyga list. Á tvísöng, kveðskap og annarri hefðbundinni tónlist þeirra tíma liafði hann engar mætur, og bcndir margt til þess, að þvi liafi Gvendur dúllari orðið auðnurýr og álits- laus flakkari, að hann fæddist að minnsta kosti mannsævi of snemma. Sæfinnur, — sem sagður var með sextán skó- ræfla á fötum, — var eiginlega ekki flakkari, að minnsta kosti ekki, eftir að hann eltist, en eitthvað mun hann hafa farið um nærsveitir Reykjavikur á yngri árum, upp á Kjalarnes, en þó einkum suður með sjó. Hann hafði þann starfa að bera vatn úr brunnum bæjarins heim til fólks, en það var erilsverk og kalt á vetrum, og ekki fengust aðrir við það en þeir, sem áttu sér ekki kosta völ. Sagt er um Sæfinn, að hann klæddist hverri tötraflíkinni utan yfir aðra, svo að ekki stæðust á götin, og hæri sextán skóræfla á fótum, alla slitna, en þegar hann lézt, fundust peningar í drusluhrúgum í klefa hans. Sögðu sumir það hafa verið mikið fé og ekki allt komið skilvíslega fram, það sem fannst. Af sumum flökkurum eru miklar frásagnir. Um Sölva Helgason liafa verið skrifaðar bæk- ur, meðal annars er hann uppistaða í tveggja binda skáldsögu, og bók mun til um Óla pramma. Miklar sagnir eru og af Magnúsi sálarháska og í þeim fólgin hin skemmtilegasta mannlýsing. Enginn hefur þó gerzt til að safna drögum að ævisögum hinna, sem kunnir urðu, enda merki- legir um margt. Til dæmis fyrirfinnst ekki við- hlítandi ævisaga Símonar Dalaskálds, þótt ýmis- legt sé um hann sagt i tímaritum á við og dreif. Þegar leið að síðustu aldamótum og upp úr þeim, urðu breytingar í „stétt“ þessari og elcki til bóta. Hinir eiginlegu flakkarar, sérkenni- legir auðnuleysingjar, sérvitrir og ekki alls varnað, týndu tölunni, en í þeirra stað komu drykkjurútar, sem flæktust á milli kauptúna og þá jafnvel oftar sjóleiðina en landleiðina og unnu fyrir farinu með því að leika fífl fyrir danska háseta á strandferðaskipum. Gerðu þeir dönsku þeim að lcysa ýmsar kátlegar þrautir, en þó yfirleítt ineira í þá áttina, að þeim yrði sem niest niðurlæging að, og fcngu þeir þá brennivin fyrir, þóttust eftir það menn að meiri að hafa skemmt Danskinum. Síðustu flakkararnir, Dahbi i Nesi og Stutti- Framh. á bls.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.