Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 29
íiafði heppnazt, og það kvöld leyfði áhöfn Helgu sér að fá sér örlítið tár af konjaki til hátíðabrigða. Eftir þetta var haldið norður undir Grænland, og U-314 tókst enn að granda nokkrum skipum bandamanna með því að nota Helgu sem tálbeitu. Ekkert bar til tíðinda um borð, nema hvað einn af áhöfninni, Wiliy Erland- er, ungur maður og tröll að vexti og burðum, fékk slæmt tannkýli og nokkurn sótthita. Þá var það, að Gerhardsen þóttist sjá ráð til að ná E'inari úr haldi. Hæddi hann það við Erlander, sem var strax til í tuskið. Er nazistaforinginn kom um borð, bað Klaestad, að Erlander yrði fiutt- ur um borð í kafbátinn til athugun- ar, þar sem líklegt væri, að hann hefði fengið botnlangabólgukast. Tók foringinn vel í það, og skömmu síðar var „sjúklingurinn" fluttur um borð í kafbátinn og farið eins gætilega með hann og unnt reyndist. Þóttist lækn- irinn viss um, að taka yrði botnlang- ann, þvi að Erlander stundi og kveink- aði sér, þegar læknirinn snart kvið hans. Hins vegar höfðu kafbátsmenn i ;svo mörgu að snúast, að uppskurður- inn varð að bíða, og var Einar látinn sitja hjá landa sínum honum til af- þréyingar. Þegar þeir voru einir orðnir, báru þeir saman ráð sín, en um leið og einhver umgangur heyrð- ist, lézt Einar liggja sem i öngviti. E’inar varð sér úti um nokkra vel beitta hnífa og meitla, sem þeir földu inni á sér, og næsta kvöld, þegar kaf- báturinn kom upp á yfirborðið og von Eek foringi hélt yfir í Helgu, höfðu þeir undirbúið allt sem bezt þeir gátu. Þeir á Helgu höfðu líka allt undir- búið. Þegar foringinn kom inn í klefa skipstjóra, þreif Klaestad bréfa- pressu, rotaði hann, batt og keflaði, en vopnaðist sjálfur byssu hans. Há- setarnir léku sama leikinn með sjó- liðana, og hafði Gerhardsen þar for- ystu. Um borð i kafbátnum gerðist hins vegar það, að Einar lét sem Erlander þyrfti umfram allt að kom- ast undir bert loft og leiddi hann eins og í dái upp stigana, — en ekki var dáið þó dýpra en svo, að þeir drápu . verðina, um leið og þeir fóru fram hjá þeim, hirtu vopn þ^irra og tókst þannig að komast á þiljur. Þar laum- uðust þeir fram að fallbyssunni, gerðu hana óvirka og steyptu sér sið- an í sjóinn. Það varð uppi fótur og fit um borð i kafbátnum, þegár þeir sáu, hvar Helga kom brunandi og stefndi mið- skips á farkost þeirra. Dró hún ekki af ferðinni og reif stórt gat á súð og þiljur kafbátsins, en þegar skip- verjar hugðust bema fallbyssunni að þessum óvænta fjanda, komust þeir að raun um, að hún var óvirk. Helgu bar enn að á fleygiferð, og enn reif hún súð kafbátsins; tók hann mjög að sökkva, en áhöfnin sá sitt óvænna, steypti sér i sjóinn, og var henni bjargað af áhöfn Helgu, sem batt hvern einasta nazista, um leið og hann var dreginn inn fyrir borðstokk- inn, og var þá ekki hátt á þeim risið. Helga flutti kafbátsmenn til Reykjavíkur. Enda þótt Island ætti ekki í ófriði við Þjóðverja, voru kaf- bátsmenn dæmdir I þrælkunarvinnu fyrir sjórán, hvernig sem þýzki ambassadorinn í Reykjavík mótmælti og hótaði styrjöld. Tage Gerhardsen var hækkaður í tign, og hafði enginn jafnungur hlotið slíkan frama, en Klaested skipstjóri og allir skipverj- ar hans hlutu Fálkaorðuna fyrir afrek sltt. Þar sem Island var hlutlaust, velttu bandamenn áhöfninni ekki nein heiðursmerki, en létu nægja að senda henni viðurkenningarskjal, — og sagt var, að bandariski konsúllinn á Akureyri hefði látið borga viðgerð- ina á stefni Helgu, sem nokkuð hafði daiazt í árekstrinum við kafbát- inn. Þú og barnið þitt Framh. af bls. 13. af sjúkrabeði sínum yfir á skóla- bekkinn. Og þegar allt er komið i óefni með nám barnsins, ásaka for- eldrar það oft fyrir leti og hirðu- leysi án þess að íhuga andartak, hvern þátt þau sjálf kunna að eiga í hinni óheillavænlegu þróun. LEIÐANDI HÖND. í þessum vanda þarfnast barnið nærfærinnar handleiðslu kennar- ans. Hann má fyrir engan mun láta það afskiptalaust, livort námsefnið er þróttlitlu barni á batavegi ofviða eða ekki. Engum ætti að vera það ljósara en honum, að námsstarfið er mikil áreynsla, svo að nauðsyn- legt er að hjálpa barninu yfir óvænta erfiðleika, sem veikinda- fjarvera veldur. Fyrst og fremst ætti kennarinn að hjálpa barninu sjálfur, sýna þvi nærgætni i náms- kröfum, meðan jiað er að styrkjast, og hjálpa þvi siðan til þess að vinna upp með þægilegum hætti þann tíma, sem veikindin töfðu það. Ef hann þykist ekki hafa aðstæð- ur til þess, þá verður hann að ræða málið við foreldra barnsins og leið- beina þeim, hvernig auðveldast sé að hjálpa barninu. Það skiptir miklu, að þetta sé fljótt og vel gert. Kennarinn má ekki biða, þangað til barnið hefur sýnilega dregizt aftur úr. Við það verður allt miklu erf- iðara. Ekki má heldur rjúka til að kenna barninu aukalega, jafnskjótt og það kemur aftur í skólann. Slíkt atferli mundi aðeins gera illt verra. Vandi kennarans er fólginn í því að hlífa hinu endúrheimta barni við áreynslu, þangað til ]iað hefur náð fulhi starfsþreki, en hjálpa þvi siðan til þess að Iæra í meginatrið- um það, sem ]iað missti úr námi. Réttur tími til þess að leysa þennan vanda getur verið vand- fundinn, og kennaranum tekst það misjafnlega, en liann má aldrei reyna að skjóta sér undan honum og láta sér nægja, að sæti liins sjúka barns er skipað að nýju. Barn, sem kemur aftur eftir veru- lega sjúkdómsfjarveru, ætti einnig að njóta sérstakrar umönnunar heilbrigðisþjónustu skólans. Hún ætti að skipuleggja handa því hvíldarstundir og hvers konar með- ferð, sem flýtt gæti fyrir þvi, að það fengi fullt starfsþrek að nýju. * Kaball Viknnnar: Lúðvík XVI. kaballinn Kaballinn dregur nafn sitt af síð- asta franska konunginum á undan Napóleon. Hann er bæði skemmtileg- ur og erfiður, og það þarf mikla þol- inmæði, ef hann á að ganga upp. Til eru nokkur afbrigði af honum, sem ef til vill verður rætt um nánar siðar. Tvenn spil eru notuð — 104 — og ásar og kóngar teknir úr. Byggt er á ásum og kóngum, þannig að á ásana eru lögð spil frá tvisti upp i kóng, og frá kóngi aftur niður i ás — og þá alltaf i lit. Fyrir neðan ásaröðina er lögð lárétt spilaröð — fjögur spil. Ef nokkur spilanna fiögurra passa á grunnspilin (ása og kónga), eru þau strax lögð ofan á. Ekki eru spil sett í eyður. Síðan leggur þú eitt spil vinstra megin við kóngaröðina og eitt vinstra megin við ásaröðina. Ef þessi hliðar- spil — vedettes, eins og þau kallast — passa á miðraðirnar, eru þau lögð á sinn stað, og í eyðurnar eru strax sett önnur spil. Nú eru«-fjögur spil lögð í röð fyrir ofan kóngaröðina Þau spil, sem passa í miðraðirnar eru sett á sinn stað, en ekki er fyllt í eyðurnar. Loks eru lögð spil hægra megin við miðraðirnar, eitt við hverja röð. Ef þessi spil eru nothæf, eru þau strax lögð á sinn stað og strax fyllt í eyð- urnar. Ef vedetturnar — spilin vinstra megin — passa nú í miðraðirnar, eru þau strax lögð á sinn stað og fyllt í eyðurnar, áður en næsta stig er hafið. Spilin í láréttu röðunum fyrir ofan og neðan miðraðirnar mega hinsvegar ekki hreyfast, þótt þau passi. Nú eru lögð tólf spil í sömu röð og áður yfir helminginn af spilunum, sem eftir eru úr fyrstu umferð og í eyð- urnar. Nýju spilin eru auðvitað lögð út á við. Munið: Spilin í efstu o" neðstu röð má aðeins nota einu sinni — þ. e. ekki má fylla aftur i eyðurnar. Hinsvegar er strax fyllt í eyðurnar eftir hliðar- spilinu — vedetturnar. Þannig eru spilin lögð tólf og tólf koll af kolli, en munið, að aðeins má nota efri og neðri raðirnar einu sinni og ekki fylla i eyður. Ef þú hefur nú lagt spil úr neðstu röð í miðraðirnar í fyrstu, geturðu lagt hvaða hliðarspi] sem er í miðraðirnar, þótt þú komir nýju hliðarspilunum ekki út. Sem sagt, það er hægt að nota vedettu úr fyrri umferðum. Þegar búið er að leggja upp öll spilin, eru átta lóðréttar raðir fyrir ofan og neðan miðraðirnar og tvær láréttar raðir út frá hverri hlið. Með yztu spilunum i röðunum er nú hægt að byggja upp lit, annað- 'hvort upp á viö eöa niöur á viö, en það má aðeins flytja eitt Spil í einu, ekki spilaraðir. Smám saman er hægt að koma spilum i miðraðirnar. Þetta gildir nú aðeins um yztu spilin, hvort sem þau eru í hliðarröðunum eða ekki. Þegar ekki verður komizt lengra, á að taka saman raðirnar tólf í sömu röð og þær voru lagðar á borðið, þannig að úr verður nýr búnki. Nú er spilunum flett eftir sömu reglum og áður, þar til ekki er hægt að gera meira. Þá er hægt að taka spilin enn saman og leggja þau upp i þriðja og síðasta sinn. Kaballinn gengur upp, þegar öllum spilunum hefur verið komið fyrir í miðröðunum tveimur, ásaraðirnar með kóngunum efst og kóngaraðirnar með ásunum efst. Magnús Stefánsson, bifreiðarstjóri á Reyðarfirði, er maður mjög orðheppinn. Hann mun fyrstur hafa gefið nafn spjöld- um þeim, sem höfð eru á vegamótum til leiðbeiningar vegfarendum. Kallaði hann þau vegpresta. — Eitt sinn hittust þeir séra Sigurjón Jónsson, prestur að Kirkju- bæ, og Magnús. Innti þá klerkur Magnús eftir, hvers vegna hann hefði gefið veg- vísunum þetta klerklega nafn. Svaraði Magnús þá: — Þeir eru sem aðrir prestar, standa og vísa þann veg, sem þeir ganga þó aldrei sjálfir. Þrjár heföarkomir sátu saman viö kaffidrykkju og ræddu um daginn og veginn. Bar þar margt á góma, og meöal annars fóru þær ómjúkum oröum um útvarpsráö. — Finnst ykkrur ekki „púkó“ af útvarpsráöinu, sagði ein þeirra, aö láta lesa upp í útvarpinu þennan skáld- skaparþvætting eftir einhvern Egil Skalla-Grlmsson, sem enginn skilur ? — Jú, jú, sögöu \hinar, þaö vœri nær aö lesa upp ein- hverja hugljúfa sögu eftir hann Kristmann okkar, þó aö þær séu aö vísu sumar meö dálitlu hverábragöi. Sú tillaga var samþykkt meö öllum atkvœöum. — Svo ég víki nú aö því aftur, sagði sú fyrsta, hver er hann annars þessi Egill Skalla-Grímsson? Hinar þögöu um stund, en loksins svaraöi önnur þeirra: — Ekki veit ég þaö nú fyrir víst, en ég hef grun um, aö hann sé einhver béaður bruggari, því aö ég hef séö, aö hann auglýsir ölsölu i Hafnarhúsinu. V I K A N 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.