Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 6
, r
NGLINGARNIR tveir riSu fyrst i vesturátt frá Utina, en þegar hætta
virtist á, aS þeir kynnu aS verSa umkringdir þar, héldu þeir upp i
fjöllin norSaustur af Utinasléttunni. Þeir voru vel vopnum, hlífum
og vistum búnir, voru þar að auki djarfir og herskáir, enda þótt þeir stæðu
ekki í neinni styrjöld.
Frá Útina bárust fregnir um, hvað orðið hafði uppi í fjöllunum, í þorpinu
Ferojuli. Sagt var, að allir bæir og hús utan við múrana væru brunarústir
einar, en herflokkar Franka og Saxa úr norðri og norðaustri og Rómar-
hersveitir páfans hefðu tekið borgina og virkið; hefðu konur verið svívirtar,
sveinbörn og gamalmenni drepin, en annað fólk i borginni og nágrenninu
flutt i þrældóm Pohanniperto trúði ekki orðasveim þessum fullkomlega;
það gátu legið til þess margar orsakir, að ekki væri fyllilega mark á honum
takandi. Margir félaga hans vildu komast sem fyrst aftur i orustur, en
honum var það ljóst, enda þótt hann hefði ekki orð á því, að uppreisn
Roðgauts hertoga gegn konungi Franka hafði verið kæfð fyrir fullt og
allt. Johanniperto hafði tekizt að fá flesta félaga sína ofan af því að
leggja út i áhættusöm ævintýri, sem mundu ekki koma neinum að haldi,
fyrst kóngur Franka brá svo hart við. Þeir voru að minnsta kosti tíu eða
tólf, sem sinntu fortölum hans og héldu leiðar sinnar.
Þeir héldú saman fyrst í stað, en fjandmennirnir voru brátt á slóð þeirra,
og þá dreifðu þeir sér, fóru tveir eða þrír saman, svo að undankoman
yrði þeim auðveldari. Frankar tóku Utíma orustulaust. Þeir Johanniperte
og Sinuald, félagi hans, voru þá komnir langt fram í fjöll, riðu meðfram
þröngu árgljúfrinu upp úr dalnum og létu skóginn skýla sér.
i ;
ETTA var á fögru vorkvöldi undir lágnætti, tunglsljós. Áin niðaði i
gljúfrinu, sums staðar féll hún í fossum eða á hávöðum, og var þá
sem gnýrinn í gljúfrinu magnaði húm vornæturinnar annarlegri ókyrrð.
Jafnvel leitandi geislar tunglsins urðu gripnir þessari ókyrrð. Hvikandi
og titrandi smeygöu þeir sér inn á umráðasvæði skugganna eða aftur. út
fyrir takmörk þess.
Hvað eftir annað hreyfði Sinuald því, að þeim væri sæmra að snúa
aftur og veita fjandmönnunum viðnám, drepa þá, gerast einir af þeim, ,
sem fella fjendur sína. Hann var maður einfaldur, talaði ekki margt um
afrek og var ekki sérlega hefnigjarn, en hann vildi veita viðnám vegna
þess, að hann var ákaflega harmþrunginn. Hann getur aðeins tjáð til-
finningar sínar í athöfn, hugsaði Johanniperto, athöfn eins og að vinna
á ökrunum, ellegar þeysa móti fjendum sinum með brugðið sverð. Hugar-
fari Sinualds mátti þessa stundina líkja við harm bóndans, þegar framandi
riddarar þeysa yfir nýsáinn akur hans, þegar regn eða hagl eyðileggur
uppskeruna, þegar þurrkurinn skrælir eða vorið er kalt. 1 barnslegri ein-
lægni sinni vildi hann aðhafast eitthvað tafarlaust, hemja vorleysingu,
kyrra storm, útrýma meindýrum. Menn af þeirri gerð hika ekki við að
6
freista að ganga á vatninu, enda þótt þeir viti vel þann eiginleika þess
að sökkva þeim í djúp sitt og drekkja Þeim, — eða bera þá á æðandi
brimföldum upp að klettóttri ströndinni, knosa þá þar og limlesta. Slíkum
mönnum er ijóst, að þeim níuni misheppnast, en vilja samt ganga til fram-
kvæmda. Þannig er honum farið, hugsaði Johanniperto. Sinuald veit það
nú, að Frankarnir verða ekki sigraðir, hefur ef til vill alltaf vitað það,
en hann berst gegn þeim.
OHANNIPERTO gerði sér vonir um, að þeir félagar mundu ná þangað,
sem byggð var efst í dalnum, áður en dagaði. Þeir riðu samsíða. og
vegurinn var svo þröngur, að hestarnir neru bógum saman hvað éftir
annað. Það varaði skammt, öryggið, sem nóttin veitti. Johanniperto lét
svo um mælt, — talaði ef til vill gegn sannfæringu sinni, ef til vill ekki, —
að Frankar ættu hefnigjarna bandamenn í Utina, Rómverja, sem tekið
hefðu i arf hatur tveggja—þriggja alda, kæna, hrausta og vel vopnum
búna Rómverja, og það væri að íórna sjálfum sér til einskis að ráðast á þá.
— Þeir eru liðsterkir um of, Sinuald, sagði hann. Við getum ekki náð
saman nema tíu manna sveit, tuttugu í mesta lagi. Það verður notadrýgra
að hefja skæruhernað gegn þe'im, þegar allt hefur aftur færzt í friðsam-
legt horf að kalla. Hann trúði naumast sjálfur sínum eigin orðum. Þetta,
sem hann prédikaði Sinuald, var eingöngu texti, orðasetningar, meiningar-
laus í sjálfu sér, aðeins falleg umgerð vonleysisins og traust hirzla örvænt-
ingarinnar, — raunhæf notkun orða.
— Við höldum heim aftur, þegar um hægist, Sinuald. Þá hafa fangarnir
kannski verið látnir lausir. Við höfum að minnsta kosti sloppið lifandi og
getum orðið þeim heima einhver stoð. Sennilega fáum við nýjan hertoga.
Kann vera, að hann verði einn af okkar þjóðerni, mildur í stjórn. En hvað
sem þvi líður, þá verðum við að helga landbúnaðinum og verzluninni krafta
okkar, eiiis og breyttar aðstæður krefjast.
Það var ekki nein ástríða í röddinni eða bjargföst ákvörðun, hann hagaði
orðum sínum eins og heppilegast var þá stundina. Hjarta hans sló ekki
undir við orðin. Hugur hans var bundinn við elfarniðinn, tunglsljósið,
anganina, sem barst frá smáragrundunum, — já, og hann hugsaði um
Angilu.
Við verðum að taka þessu með ró og láta persónulegar áhyggjur okkar
liggja á milli hluta, Sinuald. Við verðum að vera raunsæir. Við verðum
að horfa þurrum augum á lífið, sagði hann og langaði þó mest til að fella tár.
I . ! ’ I I
EGURINN mjókkaðl enn. Johanniperto reið á undan, en talaði sifellt
við íélaga sinn, teymdi hann á veikum þræði orðanna og virtist hrædd-
ur um, að hann kynni þá og þegar að bresta. En hann hélt, styrktist
og varð smám saman að harðsnúnum þætti.
— Sinuald, við megum ekki gleyma ábyrgðinnl, sem á okkur hvilir,
VIKAN