Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 8
— Snærishönk? Bíðið eitt andartak, — ég skal
athuga ...
Þetta er ung stúlka, dökkhærð og tillitsheit,
vaggar eilítið í lendunum, þegar hún þýtur af
stað til að athuga þetta með snærishönkina.
Einhvern tíma hefði maður nú . . .
Einhver segir það einhvers staðar, að hann
hafi upplifað alla ævi sína — og það tiltölulega
langa ævi — á tiltölulega skammri banastund.
Hvernig hann gat sagt frá þvi, einkennilegt,
að mér skuli aldrei hafa komið það til hugar
fyrr en einmitt nú, að þar er brotalöm á sög-
unni. Jæja, hvað um það, -—- sé taisverður slatti
af dökkhærðum, tillitsheitum, sem vagga sér
mátulega i lendunum í ævisögunni, þá getur
það verið ómaksins vert að endurlifa hana alla
á banastundinni, sér i lagi ef maður hefur ekkert
arinað við að vera. Mér finnst Það hins vegar
rióg og vel það að rifja upp fyrir mér síðustu
tvo mánuði ævi minnar þetta stundarkorn, sem
ég bíð eftir snærishönkinni, sér í lagi með til-
íiti til þess, að ég stend undir klyfjum, meira að
segja drápsklyfjum, —- og einnig með tilliti til
þess, að þá tvo mánuði er aðeins um eina dökk-
hærða, tillitsheita að ræða, — þá, sem er að ná í
snærishönkina.
Sem sagt, — fyrsta eða annan janúar var það,
Sem mín elskulega hélt sina mikilvægu ræðu
við eldhúsborðið varðandi efnahag heimilis vors,
flutti síðan heimilisþjóðinni, mér undir klyfj-
únum, boðskap um óhjákvæmilegar breytingar,
annars færi allt norður og niður. Sparsemi, sagði
hún, og þó einkum sparsemi í öllu smávegis,
hætta að reykja, taka með sér brauð og kaffi
í vinnuna, spara strætisvagnafar nema i verstu
veðrum, fórna bridsinum fyrir hag heimilisins,
— auk þess var samkvæmt nýjustu læknisfræði-
legum kenningum eitthvert samband með bridsi
og blóðtappa eða krabba, hún mundi ekki upp
á víst, hvort heldur. Síðan hafði ræða þessi verið
endurtekin á hverju einasta kvöldi að heita
mátti -— nema saumaklúbbskvöldin, læknar
höfðu nefnilega enn ekki látið uppskátt neitt
Varðandi samband með saumaklúbbum og blóð-
tappa eða krabba, — endurtekin með sáralitl-
uiri breytingum, en þó öllum í þá átt, að ég
yrði að spara ýmislegt smávegis til viðbótar því
ýmsu smávegis, sem ég — og svo framvegis.
Ekki kemur sú dökkhærða með snærið ...
Einhvern veginn grunaði mig, að þetta væru
þó aðeins undirbúningsaðgerðir í efnahagsmál-
um heimilisins og þá undanfari mikilla og rót-
tækra breytinga, — til dæmis að ég færi að
ganga berfættur í skónum, berhausaður, með
alskegg og óklipptur. Hún lét meira að segja
hvað eftir annað í það skína, að þessara ger-
breytinga væri von þá og þegar, og það var
ekki laust við, að ég biði þeirra með nokkurri
eftirvæntingu ...
Ekki kemur sú dökkhærða með ...
Og svo var það i morgun að loknum fyrri
kaffibollanum, — sá þriðji var eitt af þessu
„smávegis", sem „þar að auki gat átt sinn þátt
í blóðtappa", — að loknum fyrri kaffibollan-
um og í þann mund, sem ég var að byrja að
gera sér von um, að hún mundi rétta mér
blaðið, . . . þá rétti hún úr sér í sætinu og flutti
heimilisþjóðinni gegnt sér við borðið hinn mikil-
væga boðskap:
— 1 ár kaupum við allt, sem heimilið þarf
með auk matar og drykkjar, ... í ár kaupum
við það allt á útsölum, skilurðu, allt það, sem
þörf er fyrir, eingöngu það, sem þörf er fyrir,
og ekkert nema það, sem þörf er fyrir. Svei
mér, ef það lét ekki i eyrum líkt og svar-
dagi ...
E’kki kemur sú svarthærða . ..
—■ Þrjátíu prósent, sagði hún yfirsælli röddu.
Þrjátíu prósent, endurtók hún og starði í senn
aftur til nýárs og jóla, þegar ekki var verið
að súta prósentin, og því fór sem fór, og fram
til næsta ársuppgjörs, þegar allt skyldi fara á
annan hátt. Það þýðir bara það, að það sparast
bara 30% á svo til öllu heimilishaldi. Ja, það
verður eitthvað annað en í fyrra . . . Jæja, upp
úr hádeginu, þú kemur með mér, . . . það kæmi
frádráttur á prósentin, ef maður færi að kaupa
bíl.
Ekki kemur sú ...
Berfættur í skónum, nei, ekki aldeilis. Bara
tuttugu pör af sokkum, birgðir til tveggja,
þriggja ára, skipulag-framítímann, þrjátíu
prósent verðlækkun, og þar sem þeir eru líka
þrjátíu prósent of litlir mér, gerir það sextíu
prósent. Þessir sokkar eru líka það eina, sem
heimilisþjóðin fær, allt hitt er handa heimilinu,
fimmtíu pör — eða hundrað — af nælonsokkum,
undirfatnaður, sem helzt yrði talinn í kilóum,
pils, peysur, treflar, kjólar, hattar, kápur . ..
þrjátíu prósent . . . þrjátiu prósent . . . þrjátíu
prósent . . . jafnvel ýmislegt smávegis, sem ekki
er á lækkuðu verði, en hækkar að öllum lík-
indum innan skamms um þrjátíu prósent . . .
þrjátíu prósent . . . þrjátíu prósent . . . Dráps-
klyfjar, og enn bætist við . . . að minnsta kosti
þrjátíu prósent . . .
Ahæ . . . blessunin sú svarthærða er komin,
brosir svo . . . æ-nei, ekki svona, þegar stundin
nálgast.
— Nei, því miður, segir hún ástúðlega, rétt
eins og hún skilji. Það var maður, sem var hérna
með konunni sinni rétt áðan. ... sem keypti
siðustu snærishönkina.