Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 21
sagði Tom. Þau hlupu öll inn í herbergið, sem Tom og Peter sváfu í. — Hvað viltu? sögðu Peter og Astrit. — Við skulum á morgun vakna klukk- an hálf sjö og útbúa þá nesti og fara upp í hellinn og skoða hann vel og vandlega. — En fyrst verðum við að fá leyfi hjá mömmu og pabba, sagði Astrit. —- Já, svöruðu hin einum munni, og svo hlupu bau af stað. Johanne var að afhýða kartöflur, þegar þau komu. — Megum við það, mamma. megum við það? hrópaði Beta. — Megið þið hvað? — Fara á morgun upp í . . . En nú kom Tom hlaupandi og sagði: — Megum við fara á morgun hérna um ná- grennið og hafa með okkur nesti? — Já, já, sagði Johanne. — Það er gott, sagði Beta, af því að þá getum við . .. Hún kláraði ekki setninguna, því að imn fékk spark í botninn frá Tom. Þau voru nú komin inn í borðstofu, og Tom lokaði dyrunum. — Asni, sagði hann við Betu. — Þú ætl- aðir að fara að segja mömmu og fröken Sörensen frá hellinum okkar. — Ég gleymdi mér alveg, svaraði Beta. — Jæja, hvað með bað. sagði Halldóra. — Komum út að leika okkur. þangað til við förum að borða. Þau flýttu sér út og fóru i eltingaleik. En svo kallaði Johanne á þau að borða. Þegar þau voru búin að borða, tóku strák- arnir sér bók í hönd, en telpurnar fóru að sauma. Klukkan níu fóru þau upp að hátta og sofa. Astrit stillti vekjaraklukkuna á sjö. Svo fóru þær að sofa. Morguninn eftir vöknuðu þær við það að vekjaraklukkan hringdi. Þær stukku fram úr og fóru inn til Tom og Peter, af því að þær ætluðu að vekja þá og Betu. Þegar þær komu, voru þeir vaknaðir en lágu uppi í rúmum og voru að tala saman. — Ætlið þið ekki að fara á fætur? spurði Halldóra. — Jú, sagði Peter. Þær flýttu sér út úr herberginu og inn til Betu. Hún svaf svefni hinna réttlátu, þegar þær komu inn. Astrit hellti vatni í glas og kom svo með glasið og hellti nokkrum dropum á Betu, en nóg til þess að hún hentist upp úr rúminu og kallaði: Okkar á milli sagi Kæra Aldís. Alveg frá því að við giftum okkur, hefur maðurinn minn logið aS mér. Hann byrjaði meS því að látast, þegar hann sagðist elska mig, eða það er mitt álit nú. Siðan hefur hver lygin rekið aðra. Hann er að útlista fyrir mér allaþá merkilegu og mikilvægu hluti, sem hann þykist famkvæma i þágu þess fyrirtæk- is, sem hann vinnur fyrir. Nú er hann byrj- aður að Ijúga á sig kvennafarssögum. Alltaf kemur liann þó til mín aftur og biður mig að fyrirgefa sér og taka sig i sátt, en hvernig er hægt að elska mann, sem alls ekki er liægt að treysta? Og þó er mér ekki alveg sama um hann, og varla tréysti ég mér til að fara aftur að vinna úti. íig veit sannarlega ekki hvað ég á til bragðs að taka. Ég er mest hissa á að hann skufi ekki vera búinn að missa atvinnuna, því að ég þykist vita að hann hagi sér líkt á vinnustaí og heima hjá sér. Kona. Kæra Kona. Ég skil vcl, aÖ ijöur fellur illa þetta hátta- lag mannsins gðar og að ]>að geti oft verið erfitt að uinbera þennan leiða ávana. Bót cr i máli, að hann heldur atvinnunni. Svo virðist sem húsbændur hans látist ekki vita um þessar ýkjur og láta- læti eða taki það ekki allt of hátíðlega. Éí/ veit að ég þarf ekki að telja upp alla þá galla, sem maðurinn gðar gæti haft svo miklu verri en þennan, t. d. drgkkjuskap. Það eru margar konur, sem þjást óbærilega vegna drgkkjuskapar og óreglu mannanna. Ég vildi svo gjarnan biðja gður um að regna að vera umburðarlgnd, því þó að hans galli liggi svona í augum nppi, er hann þó ekki verri en hjá mörgum öðrum, þó að þeim takist kannski betur að dglja sitt sanna eðli. Ég óska gður baráttuvilja til handa, og munið að áfellast ekki, heldur að uppörva, svo að unnt sé að bjarga því sem bjargað verður. Hugheilar óskir, Aldís. Kæra Aldis. Ég er bráðum 17 ára og er alveg agalega ástfangin af strák á sama aldri. Ég veit, að honum iíkar vcl við mig. Hvernig á ég að fara að? Bodda. Kæra Bodda mín, sumar stúlkur hafa þetta á tilfinningunni. Þú ert ckki ein af þeim, svo að ég bijst ekki við að þú getir gert neitt annað en að bíða og sjá til hvernig vinátta gkkar þróast. Ef lmnn elskar þig, mun hann fgrr eða síðar segja þér það. Þú verðu að athnga það að piltar á þessum aldri ern gfirleitt ekki eins þroskaðir og stúlkur á sama aldri, og hann er ef til vill alls ekki í neinum ástarhug- leiðingum. Mínar beztu óskir, Aldis. Kæra Aldís. Dætur mínar, sem nú eru giftar, og ég, höfð- um búið saman i mörg ár, þegar ég fyrir ári giftist núverandi eiginmanni mínum. Hann hafði alltaf búið með móður sinni og enginn vafi er á því, að hún varð mjög von- svikin, þegar hann gifti sig. Fyrst gerði ég allt, sem i mínu valdi stóð, til að sambandið okkar á milli gæti verið sem bezt, en nú hef ég alveg gefizt upp. Ég féllst á, að við byggj- Er athyglisgáfan í lagi? Á myndunum eru 7 atriði mismunandi og það má ekki taka nema 2 mínútur að finna þau öll. um á neðri hæðinni í húsi hennar, og gat með engu móti séð fyrir alla þá ósigranlegu erfiðleika, sem það átti eftir að hafa í för ;neð sér. Maðurinn minn hefur ágæta stöðu og móðir hans ágæt eftirlaun. En honum finnst að hún eigi að lifa luxuslífi, svo að ég fæ bara það, sem eftir verður, þegar hún hefur fengið allt sem henni finnst sig vanhaga um, og ég hef hana lumskt grunaða um að það sé nú meira en nauðsynlegt getur talizt, auðvitað til að ergja mig. Árum saman hef ég orðið að berjast áfram og neita mér um flest, til að við dætur mínar og ég gætum lifað sómasamlega, og nú liafði ég búizt við að geta látið mér liða betur. Nú hef ég orðið að taka mér vinnu aftur þvi að mér er ómögulegt að komast af með það sem maðurinn minn skaffar mér. Ég hef nú sagt við hann að ef liann ekki útvegi ibúð fyrir okkur á öðrum stað, þá flytji ég frá honum. Dætur mínar báðar bjóða mér að koma og búa hjá sér. Nina. Kæra Nína. Maðurinn gðar er sennilega sú mann- tegund sem aldrei ætti að giftast, þvi að móðir hans er og verður ávallt nr. 1 í lifi hans. Hún er ef til vill orðin það fullorð- in og búin að búa svo lengi með sgni sínum, að hún getur ekki fellt sig við þessa bregtingu. Auðvitað getið þér flutt og búið í nágrenni við dætur gðar, en látið gður ekki koma til hugar að búa hjá þeim. Nú hafa þær eignazt sín eigin heimili, svo að það getur aldrei orðið eins og það var. Gætuð þér ekki regnt að fá atvinnu þar um slóðir, en fgrir alla muni, þér skuluð búa út af fgrir gður, því að það lítur ekki út fgrir að tvær kgnslóðir geti búið undir sama þaki nú á dögum. Með kveðju, Aldís. Kæri póstur! Okkur vinkonurnar langar alveg svakalega Framhald á bls. Z4 VIKAN i 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.