Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 22
— Ég er ekki viss um það. Hann hlýtur að vera svo sem tuttugu og tveggja eða þriggja ára. — Ég verð að spyrja bókhaldið. Svo skal ég hringja til þín. — Er hægt að gera betta svo litið beri á? — Að sjálfsögðu. Hann er hissa á því, að ég skuli vera að skipta mér að þessum unga manni. Mig furðar sjálfan að ég skuli nenna að gera mér þetta ómak. Og það er ekki allt búið enn. Því nú hringi ég til Citroén stöðvanna á Quai d'Javel. Fyrir nokkrum árum siðan vildi svo til, að ég varði mál fyrir félagið og kynntist þannig einum af framkvæmdastjórum þess. — Er Monsieur Jeambin ennþá hjá ykkur? — Já, herra. Hver talar, með leyfi? — - Maitre Gobillot. — - Bíðið andartak. Ég ætla að vita hvort hann er inni. Litlu síðar kom annar maður í simann, honum lá mikið á. — Já. — Ég vildi gjarnan mega biðja yður bónar, Monsieur Jeambin. — Afsakið, hver er það sem talar? Maðurinn mundi ekki nafnið. — Gobiilot lögmaður. — Hvernig líður yður? — Vel, þaklca yður fyrir. Mig langar t.il að vita hvort maður að nafni Mazetti vinnur hjá yður í verksmiðjunni, og sé svo, þá hvort hann hefur ekki óvenju langt fjarvistarleyfi nýlega. — Það er auövelt, en tekur nokkurn tíma. Viljið þér hringja aftur að stundu liðinni? — Mér þætti vænt um að hann vissi ekki af þessu. — Er hann í einhverjum vandræðum? — Alls ekki. Þér getið verið rólegur. — Ég skal athuga þetta. Ég fckk bæði svörin. Mazetti hafði sagt satt. Hann hefir unnið í þrjú ár á Quai de Javel, og sjaldan það kemur fyrir að hann þarf að vera fjarvistum, stendur það nær ævinlega i sambandi við próf, nema í tvö síðustu skiptin. En það er síðan hann var að gefa Yvette gætur úr hliðar- götunni við Hue de Ponthieu. Síðustu vikuna hefur hann aðeins farið tvisvar út. Sama máli gegnir um læknaskólann. Þar hefir hann verið á fjórða ár en.sótti ekki fyrirlestra í vikutíma um sama leyti. ,,Ég spurðist fyrir um þennan pilt," bætti Grégoire við, ,,þótt ég vissi ekki vel hvað fyrir þér vakti. Hann er enginn framúrskarandi náms- Þetta minnir mig á að ég þarf að útvega okkur hótelherbergi, ef við ætlum að fara fyrir jól. Ég vissi ekki hvað ég átti að afráða, mér datt fyrst í hug annað hvort Mégéve ellegar Chamonix, þangað sem við Viviane fórum fyrir mörgum árum síðan Ég las í blöðunum að allt væri orðið fullt vegna jólaleyfanna. Þar með er ekki sagt að hvergi sé um rúm að ræða, — maður veit hvernig blöðin eru. E'n þá datt. mér í hug, að margir hinna yngri starfsbræðra minna eru óðir i að komast á sk'ði, og þeir velja einmitt þessa staði. Mér kemur ekki til hugar að fara í felur með Yvette. Ég skammast mín ekki fyrir hana. Að minnsta kosti hefði ég ástæðu til að halda að allir vissu um okkur. Þá fynndist mér það eins og óviðkunnanlégt að vera á sama gistihúsi og lögfræðingar þeir sem ég hitti daglega á Palais, ekki sízt ef þeir eru með konur sinar. Mér stendur svo sem hjartan- loga á sama, þótt ég yrði að athlægi fyrir skíða- mennskuna. En ég vii vægja Yvette við hverju því er spillt gæti frídögum þessum. Ég ákvað því loksins að fara til Saint Morits. Fólkið þar er öðruvísi, alþjóðlegra en ekki eins kumpánlegt. Hefðarbragurinn á Palace mun að visu verða henni framandi í fyrstu, en þar verð- ur okkur auðveldara að leynast algjörlega ókennd. Ég símaði þangað Náði í umsjónarmanninn og hann virtist kannast við nafn mitt, Þótt ég hefði aldrei dvalist þar Svo að segja allt fullt, sagði hann mér, en skrifaði mig þó fyrir herbergi með baði og lítilli dagstofu. , Sést þaðan yfir skautasvellið," tók hann fram. Að loknum snæðingi sama daginn, opnaði Vivi- ane nýjasta heftið af Vogue, og sýndi mér hvitan kjól með stórum fellingum. Hann var hreint ekki svo óviðfelldinn. „Líst þér vel á hann?" „Prýðilega." ,.Ég pantaði hann. Sendur heim i kvöld." Til Cannesferðar. E'nginn vafi. Kjóll þessi er kallaður „Riviera", sem þýðir Miðjarðarhafs- strönd, en ég brosti ekki. Langaði ekkert til þess, af því sá tími nálgast óuðum, er ég verð að segja eins og er. Ég finn að það verður erfitt. Langtum erfiðara fyrir þá sök, að framkoma mín að undanförnu hefir gert hana vissa í sinni sök. Það er í fyrsta skipti svo mér sé kunnugt, að henni skjátlast hrapallega. í fyrstu furðaði hana á því, hve þýður ég var viðfangs, makráður, rétt að segja Ég held jafnvel að hún hafi látið kuldalega, eins og framandi fólk. Ummæli henn- ar um vesalings Madame Moriat, á íeiðinni heim frá Hótel Matignon, eiga að nokkru íeyti sök á. því. Þegar ég reyni að rifja upp það sem liðið'- er, verður mér ljóst, að sjálf hefir Viviane aldref vorkennt neinum. Vorkenndi hún kannski Andrieu, þegar húrr. fór? Það væri óviðeigandi af mér að álasa henni fyrir það. Eigi að síður er það staðreynd', að þó> hún væri þrítug núna, eða jafnvel fertug, myndi hún ekki hika við að fórna mér, eins: og hún fórnaði fyrri manni sínum. Mér dettur í hug hvernig hann dó, og ég fer hjá mér þegar mér verður hugsað til þess, ein- mitt af því ég er að fara til Saint Morits, sem. er skammt frá Davos. Sunnudagurinn 11. des. „Jeanine." Mig furðar á að ég skyldi rita þetta nafn á. rissblokkina mina, þegar ég kom heim. Einhverja. ástæðu hlýt ég að hafa haft til Þess. Var ég að hugsa eitthvað sérstakt um hana. eða hafði ég hana bara óljóst í huga? Af því að sunnudagur var, dvaldi ég síðdegis. á Quai d' Orléans og nokkuð af kvöldinu, ég man það núna, en ekki um nóttina. Það var vegna þess, að við áttum að mæta hjá Moriat, sem bauð til opinberrar miðdegisveislu á Rue Saint. Dominique, klukkan hálf ellefu. Þetta kvöld lýsti Viviane þvi yfir, að við ætl- uðum að dvelja á Miðjarðarhafsströndinni í jóla- leyfinu. Hún tók það fram, án þess að bera neitt undir mig, að við yrðum í Cannes, og Cor- ine sendi mér augnaskot, þannig að mér býður i grun að hún hafi einhvern pata af áformum mínum. Það kom ekkert fram við Jeanine, sem ekki hefir gerst aðra sunnudaga og sum önnur kvöld vikunnar. Henni líður sífellt betur hjá okkur, enda laus við boð og bönn, og einu sinni sagði Yvette: „Mig var farið að dreyma um það, þegar ég var lítil stelpa, að eiga heima, þar sem enginn gengi i fötum og allir mættu gera það sem þeir vildu. Hún brosti að hugsunum sínum. „Ég kallaði þetta jarðnesku Paradisina, og ég var ekki nema ellefu ára þegar mamma kom einu sinni að mér, þar sem ég var í „jarðneskri Paradis" með dreng sem hét Jacques." Það var ekki vegna þessarar orðræðu, sem ég hripaði nafn Jeanine. Ekki býst ég heldur við að maður, og gáfnafar hans er rétt eins og gerist og gengur, ef það er ekki heldur fyrir neðan meðallag. En hann leggur svo hart að sér, að hon- um gengur vel á prófum og mun komast vel í gegn. Hann lítur út fyrir að geta orðið afbragðs sveitalæknir." Svo Mazetti hafði þá tekið aftur upp hina reglu- legu stígandi í háttum sínum, vann að kvöldinu á Quai de Javel en stundaði nám sitt í háskólan- um á daginn. Bendir það til þess, að hann hafi látið sefast og sé farinn að jafna sig? Ég vildi helzt mega trúa því. Ég reyni að hugsa svo lítið um hann sem mér er unnt. Væri honum ekki til að dreifa, teldi ég mér sjaldan hafa iiðið betur en nú. Fimmtudaginn, 8. des. Snjónum hleður niður í stórum, mjúkum flyks- um, sem leysast sundur að mestu þegar þær koma á jörðina, en verða að sköflum uppi á húsaþökum. í það skína við Pémal, sem kemur oft til hennar, en ég veit ekkert hvað hann hefir sagt. „Mér sýnist vítamintöflurnar hafa gert þér gott." „Hví skyldu þær ekki gera það? „Líður þér ekki betur en fyrir nokkrum vik- um siðan?" „Jú, það held ég.“ Það getur verið hún haldi lika að ég sé farinn að verða leiður á Því að hafa Yvette svona til- tæka, aðeins steinsnar frá heimilinu. Hún rennir ekki grun í, að sannleikurinn er alveg hið gagn- stæða, og að nú finnst mér það ferleg tilhugsun að hverfa frá Quai d' Orléans, þó ekki nema um stundarsakir. Látum hana panta klæðnað til Cannesferðar. Hún lætur hvort sem er ekkert hindra sig í að fara þangað ein, meðan við Yvette erum í Saint Morits. Fyrst lá við ég kenndi í brjósti um Viviane, lengi vel. Það er nú búið. Ég umgengst hana það hafi verið vegna þess sem Yvette sagði, einu sinni þegar hún horfði á okkur Jeanine í faðm- lögum. „Þetta er dásamlegt!" sagði hún allt í einu, og hló svo við hættum. „Hvað er dásamlegt?" „Heyrirðu ekki hvað hún var að segja við þig?“ „Að ég meiddi hana svolítið?" „Ekki nákvæmlega það. Hún sagði: „Herrann meiðir mig svolítið." Mér finnst það svo skrítið. Eins og hún sé að tala við þig í þriðju persónu til þess að biðja um .. Endir setningarinnar var óheflaður og hug- myndin hlægileg. Þegar sá gállinn var á henni, hætti henni við að nota ótvíræð orð og djörf. Ó, já! Nú man ég Það. Það var nokkuð sem mér datt í hug og langaði til að muna, þótt ekki sé það tiltakanlega áríðandi. Jeanine virðist hafa tekið Yvette undir sinn verndarvæng, ekki gagn- vart mér, heldur öllum öðrum í Þessum heimi. Hún hefir tengt þau bönd okkar í milli, sem mér 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.