Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 28

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 28
ing, og er hann þá ekki, kveikti hann sér sjálfur í vindlingi með kveikjara úr silfri. Tók Klaestad skipstjóri þá eftir því, að baugfingur vantaði á vinstri hönd foringjans. Foringinn hóf mál sitt á þýzku án þess að spyrja skipstjóra, hvort hann skildi þá tungu. Kvað hann þeim á Helgu nú frjálst að sigla heim, ann- ars mundi þykja grunsamlegt, hve þeim dveldist í hafi. Drap hann á, að ekki faari mikið fyrir veiði skipsins að þessu sinni, og mundi skipstjóra og áhðfn þykja það súrt í brotið, en engu að síður gæti svo farið, að förin yrði þeim til fjár. ,,Þér skuluð birgja skip yðar vel að vistpm og eldsneyti," sagði hann, um leið og hann ýtti umslagi miklu yfir borðið til skipstjórans, „eins og þið frekast getið. Auk þess er í um- slagi þessu iisti yfir vélarhluta ýmsa, sem okkur vanhagar um, — og slatti af islenzkum peningum. Við vitum, að útgerð þolir ekki svona skakka- föll og ekki auðgert að fá lán út á óveidda hvali." Hann hló og hallaði sér fram á borðið. „Við sjómennirnir skiljum þetta, Klaestad skipstjóri," sagði hann, en varð svo alvarlegur aftur. „Menn okkar hverfa nú frá borði, svo að þið getið lagt af stað tafarlaust. En svo er það þetta: — Við verðum að haida Einari, syni yð- ar. áfram sem gísl, og ef þér hittið okkur ekki aftur á tilteknum stað og tíma, verður hann skotinn. Færi hins vegar svo, að við yrðum fyrir árásujn flugvéla eða herskipa banda- manna, yrði hann líka skotinn. Þér verðið því að sjá svo um, að enginn af áhöfninni beri njósn af okkur. Þér eigið ekki um neitt annað að velja, skipstjóri. En þér eruð ekki heldur í styrjöld við okkur, og hvers vegna skyldi yður ekki á sama standa, þótt skip bandamanna týni tölunni. Yður má meira að segja á sama standa, hver vinnur styrjöldina. Við skiljum hvor annan, skipstjóri, er ekki svo?“ Klaestad skipstjóri kinkaði kolli þvermóðskulega, og ekki tók hann i hönd foringjanum, er hann kvaddi. Hann hélt í þess stað rakleitt fram í brú, skipaði Gottvaldersen að setja vélarnar í gang, lézt ekki sjá nazist- ana, er þeir kilfu niður í gúmbátinn og reru á brott. Hann kallaði skips- höfnina upp á þiljur og skýrði henni frá því lágum rómi, hvernig komið væri. „Þeir halda Einari sem gísl,“ mælti hann. „Við verðum að halda heim eftir birgðum og sannfæra yfirvöldin um, að allt sé í lagi. Einars vegna bið ég ykkur alla að bregðast mér ekki. Á meðan hann er á lífi, er þess alltaf nokkur von, að takast megi að bjarga honum, og éor skal launa ykk- ur fylgdina, þótt síðar verði.“ Sumir af skipshöfninni ræsktu sig lágt, eins og kökkur sæti í hálsi þeirra; síðan svaraði hver á fætur öðrum, að þeir skildu, hvað í húfi væri, og mætti skipstjóri treysta þeim. Það var ekki sérlega mikil kæti um borð, þegar þeir sigldu inn á höfnina á Akureyri með aflalaust skipið hinn 17. ágúst að morgni. Þeir bundu skip- ið við bryggju á venjulegum stað, fóru siðan í land til skiptis og hringdu heim, en Klaestad pantaði birgðir vista og eldsneytis og rak mjög á eftir afgreiðslunni. Sömuleiðis varð hann sér úti um þá vélarhluta, sem nazistarnir höfðu krafizt, kenndi þok- unni og óheppilegum veðurskilyrðum um óheppni sína, Þegar hann hitti aðra skipstjóra að máli, og hvorki hann né áhöfnin unni sér svefns eða hvíldar, fyrr en allt var undirbúið undir brottför að fjórtán klukku- stundum liðnum. Um sama leyti var það, að Klaestad tók þá ákvörðun, sem hann hafði hugsað fram og aftur allan daginn. Hann unni syni sínum meir en nokkru öðru í þessum heimi, en konu sína hafði hann misst, er hún ól honum hann. Leiðir þeirra E’inars hafði aldrei skilið fyrr en nú, og Klaestad hafði alltaf gert sér vonir um, að sonur sinn gæti tekið við af sér, þeg- ar þar að kæmi. En Klaestad var þó fyrst og fremst skapmikill maður, af- komandi vikinganna fornu, og gat ekki unað móðgunum þeim og þving- un, sem hann hafði verið beittur. Því var það, að hann hélt á fund kunningja síns, Tage Gerhardsens, yfirforingja við íslerlzku björgunar- sveitina, sem hafði bækistöðvar sínar í glæsilegri byggingu úr steinsteypu niðri við höfnina. Bæði faðir Gerhard- sens og afi höfðu verið nánir vinir Klaestads skipstjóra. Sjálfur var Tage hálfþrítugur að aldri, hafði starfað í hinni frægu björgunarsveit, frá því hann var tuttugu og eins árs, maður mikill vexti og glæsilegur, ljóshærð- ur og bláeygur, bráðgáfaður, ráð- snjall og hugaður, enda hafði hann átt sinn þátt í mörgum þeim björg- unarafrekum, sem frækilegust þóttu. og iðulega lagt líf sitt í hættu við að ná áhöfnum úr sökkvandi skipum. Auk þess hafði hann lokið háskóla- prófi, lagt stund á haffræði og samið vísindalegar ritgerðir, sem birtust í frægum ritum eins og Ameriean National Geographic Magazine og tímariti Konunglega sænska land- fræðifélagsins og i vísindaritum víða um heim og á ýmsum tungumálum. Klaestad skipstjóri sagði þessum unga manni upp alla söguna. eftir að hann hafði heitið honum þögn og trúnaði. Að henni lokinni spurði hann, hvort. hann sæi nokkur ráð. „Aðeins eit,t,“ svaraði ungi maður- inn. „Ég verð að koma með ykkur.“ ,.En nazistarnir verða óðar tor- iryggnir, þegar þeir sjá þig, og senni- lega myrða þeir þá Einar,“ varð skip- stjóra að orði. ..Við getum látið svo heita, að Faberholm stýrimaður hafi fótbrotn- að “ sagði Gerhardsen. „Og spyrji t'eir. hvers vegna þú hafir þá ekki s:glt. án þess að taka nokkurn í hans stað. skaltu svara því til, að íslenzk sip'lmgalög krefjist þess. að skip hafi fulla áhöfn, og er það líka satt.“ Klaestad skipstjóra varð litið á unga rranninn. Ef til vill var þá um einhverja von að ræða. ..Og enn er eitt,“ mælti Gerhardsen. ..Við verðum að finna einhver ráð tii að losa okkur við þann kafbátinn, sem ekki hefur Einar innan borðs. Með því fækkar þó fjandmönnunum um helming.“ Klaestad brosti. Nei, vonlaust var það ekki. Gerhardsen gekk síðan formlega frá því, að hann yrði skráður stýri- maður á Helgu. Hann hélt um borð, þegar rökkva tók, og gekk þetta allt samkvæmt áætlun, nema hvað Faber- holm stýrimaður var verstur viður- eignar og taldi sér gerða móðgun með þessu, en loks tókst þeim Gerhardsen og skipstjóra þó að sann- færa hann. Gerhardsen kom og með tvo kassa um borð af sams konar sprengiefni og notað er í skutlana, þar eð hann taldi vist, að allt annað sprengiefni mundi vekja grun með nazistum; einnig kom hann með hvellhettur og sprengjuhylki, sem hann faldi þar, er hann taldi óhugsandi, að nazist- arnir mundu leita. Um miðnætti 19. ágúst hélt Helga svo úr höfn, og þegar land hvarf sjónum, kallaði skip- stjóri áhöfnina á Þiljur, þar sem Gerhardsen skýrði frá fyrirætlun þeirra að nokkru leyti og bað alla gæta þess að hafa stjórn á skapi sinu. „Við getum eingöngu unnið sigur á nazistunum með kænsku og gætni, og það skal okkur líka takast," sagði hann að lokum. Skipverjar hétu Því allir sem einn maður að hlýða öllum fyrirskipunum í hvivetna og vera sífellt viðbúnir. Og áður en Helga kom á hinn til- tekna stefnumótsstað, sem var á 65. breiddargráðu 130 sjómílur undan Is- landsströndum, hafði Gerhardsen hernaðaráætlun sina tilbúna, jafnvel í smáatriðum, og greindi hann nú skipstjóra frá henni. Fyrst væri að komast að raun um, á hvorum kaf- bátnum E’inar væri í haldi, því næst skyld-u þeir reyna að sökkva hinum kafbátnum með tímasprengju. Nokkur tími leið, eftir að þeir komu á mótsstaðinn, áður en kafbát- arnir gerðu vart við sig. Gerhardsen kvað foringjana aðeins vilja vera vissa um, að ekki færu nein herskip i slóð Helgu. Það kom og á daginn, og að kvöldi hins 22. ágústs kom U- 314 úr kafi, og innan skamms kleif von Eck foringi um borð í Helgu. Hann varð viti sínu fjær, þegar hann sá Gerhardsen, tók skýringar skip- stjórans að vísu trúanlegar, en lét þó leita um allt skipið og á öllum skipverjum og virtist loks hinn ánægðasti, er ekkert grunsamlegt kom í ljós. En Klaestad skipstjóri lézt ekki eins ánægður. Hann þreif skyndilega' í öxl nazistaforingjanum, hóf hann á loft, krafðist þess að fá að sjá son sinn, og er foringinn virtist ekki vita, hvað segja skyldi, greip skipstjóri fyrir kverkar honum og lét sig engu skipta, þótt sjóliðarnir beindu að hon- um rifflum sínum. Fór svo, að nazista- foringinn hét því, að orðið skyldi við ósk skipstjóra, og um kvöldið, þegar verið var að flytja vistir um borð i U-314, kom Einar upp í varðturninn, ræddi við föður sinn og kvað vist sina um borð í þýzka kafbátnum hina beztu. Gerhardsen, sem fyllt hafði niður- suðukassa með sterku sprengiefni og komið tímaákvörðunartæki þar fyrir, afhenti kassann ásamt vistabirgðun- um um borð í hinn kafbátinn, U-202. Leið síðan og beið, og ekkert heyrð- ist, en þegar U-314 kom úr kafi, sást ekkert til hins, og nokkru siðar var engum vafa bundið, hvernig farið hafði. Fyrsti þáttur ráðagerðarinnar Aösetur í eldhúsinu Framh. af bls. 13. að nokkru leyti og er því ekki mjög friðsæll á fjölmennu heimili, en stofan er alveg að- skilin og þar á að ríkja friður og i’ó. 1 skálanum eru sterk húsgögn, sem eru ekki við- kvæm fyrir hnjaski hins dag- lega lífs á barnaheimili. Þar er að sjálfsögðu matborð fyrir fjölskylduna, og þótt húsmóð- irin sé að störfum i eldhúsinú, er Iiún meðal heimilisfólksins og fylgist með því, sem gerist. Kjallari er undir hluta hússins og gengið niður í hann undir forstofunni. Þetta hús mundi líklega reynast hagkvæmt í sveit, þar sem menn koma þannig frá störfum, að þeir gela gengið rakleiðis til stofu, en engu að síður hafa kostir jiessa skipulags jafnt gildi í sveit sem kaupstað. o I i vetti SKRIFSTOFURITVÉLAR fyrirliggjandi Vér höfum til nokkur stykki af hinum heimsfrægu Olivetti Lexikon 80 skrifstofuritvélum. Stærðir á valsi: 26,30 og 35 cm. Þessar ritvélar eru nfar sterkar og þægilegar og verðið er mjög hagstætt. Einkaumboðsmenn: G. IVclgawon & McIhícö li.f. Hafnarstræti 19, Sími 11644. 28 VIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.