Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 5
Öll skip svara neyöarköllum hvort sem stríð er á eða friður. - Þetta höfðu Þjóðverjar í huga, Jbegar jbe/r notuðu hvalveiðibátinn „Helgu" sem tálbeitu á hafinu T28 klukkustundir hafði niðamyrk þokan byrgt alla útsýn. Og svo var það allt í einu, að hvalveiðarinn Helga sigldi bjartan sjó, þar sem að- eins gat að líta strjála og ljósa þokubólstra á slæðingi. „Við erum komnir út úr henni, skipstjóri," kallaði sá, er við stýrið stóð, yfir öxl sér til skipstjórans, Ólafs Klaestad. Skipstjórinn, saman rekinn og góðlegur Islendingur um sextugt, lagði frá sér hringfarann, snaraðist frá kortaborðinu og út á brúarvænginn á stjórnborða og kallaði til stýrimanns síns, sem stóð niðri á þilfari: „Tom, hafði skutulbyssuna viðbúna.“ Lágvaxni maðurinn svaraði: „Já, já" og hraðaði sér fram á. Og áður en Klaestad skipstjóra vannst tími til að hreyfa sig úr sporum, kallaði vörðurinn ofan úr siglukörfunni: „Einhverjar þústir fjögur strik á stjórnborða!" „Hvalir, skipstjóri," kallaði einn af hásetunum upp í brúna. „Hvalir! Við höfum heppnina með okkur! Þeir skulu fá það!“ Hásetarnir komu nú upp á Þiljur hver á fætur öðrum, tókust í hendur og slógu á herðarnar hver á öðrum. En sá fögnuður hlaut skjótan endi. Faberholm, stýrimaðurinn, sem stóð við skutulbyssuna frammi á, gi’eip kallarann og hrópaði aftur á: „Kafbátar, Ólafur. Þeir eru tveir saman. Sé ekki hvaðan". Kafbátar voru það, úr flota nazista. Allur þokuslæðingur var horfinn og ekkert, sem villt gat sýn. Þeir möruðu þarna á dimmgrænum sævi Græn- landshafs, og rauðsvartar veifurnar blöktu ákaft í golunni. Klaestad bauð, að sér skyldi færður sjónauki sinn, og sá, sem við stýrið hafði staðið, kom með hann. Tom Faberholm kom hlaupandi upp brúarstigann eins skjótt og stuttar bifurnar fengu borið hann. „Kannski eigum við undanfæri," mælti hann, móður af hlaupunum.i „Kannski tekst okkur að láta þokuna skýla okkur." En hann hafði vart sleppt orðinu, þegar ljósmerki bárust frá þeim kaf- bátnum, sem nær lá. Helga skyldi halda kyrru fyrir og bíða orðsendingar. Skipstjórinn beindi sjónauka sínum að þiljum kafbátsins, — sá, að báðar fallbyssurnar voru mannaðar og beint gegn Helgu. Hann hristi höfuðið. „Það er um seinan, Tom. Náðu í merkjalampanum, og segðu, að við tökum á móti orðsendingunni. Við höfum ekki neitt að óttast. íslendingar eru hlutlaus þjóð.“ Áður en stýi'imanninum hafði unnizt tími til að svipta segldúksskýlunni af merkjalampanum, tók nazistinn enn að senda svo hratt, að erfitt var að fylgjast með. Var þeim á Helgu skipað að láta loftskeytatæki sin ónotuð og bíða þess, að kafbátsliðar yrðu sendir um borð. Klaestad skipstjóri bölvaði. „Fyrst er það þokan, síðan þetta. Við megum prísa okkur sæla, ef við veiðum hval í eina sardínudós í þessari ferðinni. Segðu nazistasvínunum, að við höldum kyrru fyrir að skipan þeirra." Eins og margir af islenzku hvalveiðibátunum hafði Helga upphaflega verið smíðuð sem bandarískur kafbátaspiliir í fyrri heimsstyrjöld, en síðan seld, er hennar þurfti ekki lengur við, og búin skutulbyssu í norskri skipa- smíðastöð. Heimahöfn hennar var á Akureyri á íslandi, norður undir heimskautsbaug. Auk Faberholms stýrimanns og vélstjórans, Lars Gottvald- ersen, var hún með átta manna áhöfn að með töldum aðstoðarmanni vél- stjóra og Einari Klaestad, einkasyni skipstjóra. Hásetarnir voru allir fyrir innan eða um tvítugt, allt háskólastúdentar, sem fóru á hvalveiðar í sumar- leyfinu. Þá er sumar á Islandi, er hvalveiðarnar standa yfir. Vertíðin er stutt eða frá því um miðjan maí til fyrsta október, þegar veðráttan tekur aftur fyrir alla veiði. Sveit sjóliða lagði frá borði kafbáts þess, sem merktur var 314, og reru þeir stórum gúmbáti. Hinn kafbáturinn, 202, seig undan nokkurn spöl, en fallbyssum þeirra beggja var beint að Helgu. Klaestad skipstjóri fylgdist með för þeirra í gúmbátnum með sjónauka sínum. Liðsforingi sat í stafni, fjórir sjóliðar reru, en tveir aðrir sátu frammi á, vopnaðir hríðskotabyss- um, sneru upp hlaupunum, en létu skefti hvíla á lærum sér: Klaestad bölv- aði þeim í sand og ösku, en varpaði þó línu til þeirra, þegar þeir lögðu gúmbátnum að súð. Sá reyndist vera yfirliðsforingi, er í stafni sat. Hann kleif um borð og skytturnar á hæla honum og beindu vélbyssum sínum óðara að áhöfninni. Fleiri af sjóliðunum fylgdu þeim eftir. Liðsforinginn mælti á dönsku, og gátu þeir á Helgu auðveldlega skilið mál hans, enda þótt danskan sé ólík íslenzkunni. Spurði hann fyrst, hvort allir af áhöfninni væru viðstaddir, og þegar einhver svaraði því til, að tveir væru enn undir þiljum, niðri í vélarrúmi, skipaði hann annarri skytt- unni höstum rómi, sem snaraðist þá óðara að stiganum niður í vélarrúm, kallaði Achtung!, hélt niður og beitti vélbyssunni fyrir sér. Andartak síðar rak hann þá báða upp stigann á undan sér, Gottvaldersen og að- stoðarmann hans ,báða með upprétta arma. „Leggið frá ykkur hnífana," bauð liðsforinginn. „Kastið þeim á þilfarið, Framháld á hls. 26.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.