Vikan


Vikan - 07.04.1960, Page 22

Vikan - 07.04.1960, Page 22
tiac/n eftir Helgu Gisladóttur n drn. Ævintýraleg sumardvöl hjálp. Það varð úr, að Tom skyJdi fara. Þegar karlamir komu með morgunmat- inn, sem var nú ekki annað en djús og þurrt brauð, fór Tom að dyrunum og læddist út. Hann fór upp tröppurnar í gegnum herbergið fram á gang og að dyr- unum. Þegar hann var að komast að dyrunum fram á ganginn, þar sein tröppurnar voru, opnuðust dyrnar, en Tom var nógu fljótur til þess að fara bak við kassa, sem var þama, en það mátti ekki tæpara standa, því að í því komu tveir menn inn, gengu fram hjá Tom, honum til ánægju. Þegar þeir voru farnir, fór hann aftur af stað. Loks var hann kominn út í dagsljósið. Hann var nú ekki lengi að klifra niður. og FRAMHALDSSAGA SÖGULOK hljóp hann síðan af stað heim til herra Múllers. Þegar hann kom að dyrunum heima hjá Múller-hjónunum, voru þau bæði heima, og frú Múller kom til dyra, þegar Tom bankaði. Tom hélt að það myndi líða yfir hana, þegar hún kom auga á hann, svo hissa varð hún. Hún lét spurn- ingunum rigna yfir hann. En hann mátti ekki vera að svara því. Hann spurði bara eftir herra Múlier, en þess hefði hann ekki þurft að spyrja, þvi að hann kom næstum því hlaupandi út úr stofunni. Hann þreif Tom inn með sér, og þeir settust inni í stofu. Tom sagði honum frá öilu, en herra Múller skrifaði við og við niður hjá sér og spurði líka stundum. Þegar Tom var búinn að segja honum frá öllu, tók herra Múller símann og hringdi í Sigurð. — Er þetta Sigurður? ... Já, komið þér sælir. Þetta er Múller . ,. Tom er hérna hjá mér. Honum tókst að fiýja, til þess að ná i hjálp ... Ég ætla að hringja í lögregluna og biðja hana að koma í bíln- um. Tom ætlar með okkur og ætlar að visa okkur leiðina. Viljið þér ekki koma með okkur? .. . Já, hað er þá allt í lagi. Ég bið þá lögregluna að koma við hjá yður ... Verið þér sælir. Þegar lögreglan kom, voru herra Múller og Tom tilbúnir. Þeir fóru upp í bílinn, sem þegar brunaði af stað. Þeir skildu bílinn eftir svolítið frá hellisopinu, svo að þeir sem í hellinum væru, sæju ekki bílinn. Brátt voni þeir komnir að opinu. Þeir gengu inn. Fyrst stór og þrekinn lögregluþjónn, þá Tom og Sigurður, herra Múller og loks annar lögergluþjónn, lítill og feitur en mjög liðugur. En tveir urðu eftir við hellisopið ef einhver skyldi sleppa. Þegar þeir komu að dvrunum að þrep- unum, komu þeir beint í fasið á einum af mönnunum. En sá sem gekk fyrst, var eng- inn aumingi, og gat hann gripið manninn. Hann setti á hann handjárn og lét tusku upp í munnirm á honum, bað svo litla lög- reglumanninn að fara með hann til hinna lögreglumannanna. En þeir hinir héldu aft- ur af stað. Þegar þeir voru komnir að litla gang- inum, var Stír, en svo hét litii lögreglu- maðurinn, búinn að ná þeim. Þeir komu slysalaust að herberginu. sem krakkarnir voru í. Þau voru mjög fegin að sleppa úr haldi. En þau máttu ekki tala hátt, svo að þau gátu lítið sagt, því að það var eftir að handtaka smyglarana. Þau heyrðu mannamál í næsta herbergi. Þau röðuðu sér upp að veggnum og hlust,- uðu. — Við verðum að koma skotvopnunum undan, áður en við látum krakkabjálfana lausa, sagði annar mannanna. — Jæja, ég fer þá tii þorpsins og geri upp um samninginn við Bretann. Síðan t,ek- ur hann við öllu. — Jæja, sjáumst seinna. Þegar maðurinn kom út, úr herberginu, greip Stír hann og setti hann i handjárn og fór með hann í burtu. En stóri lögreglu- þjónninn og Sigurður og herra Múller fóru inn í herbergið og náðu hinum manninum og settu hann í handjám. Krakkamir fóm upp, og mennimir komu rétt á eftir. Þegar þau komu upp til hinna, voru þeir með fjóra menn, og fröken Sör- ensen var þama líka. Þeir fóru með fangana í bíl og keyrðu af stað. Þeir létu krakkana og Sigurð úr heima í Skógarhlíð. En hinir ætluðu að fara með fangana á lögreglustöðina. Jörg og Hæda flýttu sér heim til sín, en hin flýttu sér heim að tröppunum, þvi að þar stóð Johanne. Hún var svo fegin að sjá þau, að hún vissi ekki, hvort hún átti held- ur að hlæja eða gráta. Þau fengu ÖH kvöldmat, en svo fóm krakkarnir að hátta og sofa. Þau voru mjög þreytt. En á moi'gun ætluðu þau að fara með Hædu og Jörg, og þau máttu vera i viku í tjaldi uppi í fjallshlíðinni. Því að enn var sumarleyfið ekki búið. Eftir var einn mánuður, og hann ætluðu þau að nota sér vel. ★ BARNAGAMAN VITIÐ ÞER ★ að sólin er 1,4 milljón sinn- um stærri en jörðin, ★ að í Vetrarbrautinni einni teljast 100 milljarðár sólna. ★ að það fyrirfinnst að minnsta kosti einn milljarður sólna í himingeimnum, ★ að nálægasta stjarnkerfið er í 1,5 milljóna ljósára fjar- lægð frá Vetrarbrautinni, ★ að það mundi taka 645 ár að fljúga með hraðfleygustu þotu til plánetunnar Plútós? Jörðin snýst með 1667 km hraða á klukkustund. Þurfi ég eð skreppa út í „sjopp- una“ að fevöldi til, finnst mér það löng ganga, þótt ekki sé nema um kflómetra leið fram og at'tur. Konan kvartar á stundum yfir þvi, að það sé allt of langt á milli fsskápsins og eldluissborðsins. En hvað getur eiginlega kall- azt langt? Og hvað getur kall- azt hratt eða stórt, þegar við för- um að hugsa nánar um það? Veröldin er stór, það hefur maður bæði lesið og heyrt. Og vist er það satt. enda þótt við eigum bá einungis við okkar eig- in hnðtt. Hann er 40.000 km að ummáli, en það cr 40.000 sinnum lengri leið en heiman að frá mér út i „sjoppuna" og heim aftur og tiu milljón sinnum lengra en á milli fsskápsins og eldhúss- borðsins, — kannski tuttugu milljón sinnum lengra. Sólin er ekki stór, — en þó 1,4 milljón sinnum stærri en jörðin. T>ó eru þeír til, sem kalla jörð- ina litla. Að rúmfangi til er sólín 1,400.000 sinnum stærri. Og þó segja sumir. að sólin sé lftil. Það fyfirfinnast sólir, sem eru 400 sinnum meiri að ummáli en okk- ar sól. Það eru 384.000 km til tungls- ins. Getur það kallazt langt? .Tú, þvf verður ekki neitað. að það er drjúgur spölur. En þó cr mun lengra til sólarinnar, — 150 milljón kílómetrar. og jörðin okkar fer á einu ári 930 milljón km langan hring umhverfis þessa sól. En hvað er það. þegar maður athugar, að það er þvf sem næst 6000 milljón km löng leið til Plutós, yztu plánetunnar f okkar sólkerfi. f samanburði við það fer að verða skömm leiðin út f „sjoppuna", að maður minnist nú ekki á spölinn á milli ísskápsins og eldhússborðsins. Þó keyrir fyrst um þverbak, þegar leiðirnar fara að gerast 22 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.