Vikan


Vikan - 07.04.1960, Qupperneq 26

Vikan - 07.04.1960, Qupperneq 26
Ást við íyrstu sýn Framhald af bls. 11. Laxárholt er niður undir sjó, og útsýnið er dásamlegt, víður fjalla- hringur, og á kvöldin sjást ljósin i Reykjavík i fjarska. — Er ekki landslagið annars svipað og annars staðar á Mýrun- um: berir klapparhryggir og fúin mýrarsund á milli? — Jú, það er rétt. Bærinn stend- ur á einum hryggnuin. Svo erum við að rækta sundin. Það verður að þurrka upp hvern skika. — Er vel húsað hjá ykkur? — Þvi miður, — ibúðarhúsið er gamalt. En við höfum verið að hyggja peningshúsin. Það varð að ganga fyrir. íbúðarhúsið kemur kannski einhvern tíma seinna. — Það «r gott að vera uttgju samur og óvanalegt á vorum dög- um. Hafið þið stórt bú? — Þegar ég kom, voru 30 ær, en nú eru þær á þriðja hundrað. Svo höfum við 5 kýr. — Og þú kannt vel við þig i bú- skapnum? — Ég vildi fyrir engan mun skipta. — Mikið af ungu fólki þarna í Hraunhreppi? — Það fer allt burtu — eða svo má segja. Það, sem verður eftir heima, piprar. Ég held, að það sé piprað fólk á hverjum bæ. — Hvað er að heyra. Það er bara eins og á írlandi. Þar er mesta vandamálið, að unga fólkið giftist ekki. Það fær ekki atvinnu og flyzt til annarra landa, og þar nær það saman. Þetta er kannski eins í Hraunhreppi? — Ég veit það ekki. Það er nú svo margt ungt fólk, s«un f#r á skóla. En það versta er, að skemmtana- lífið er alveg dautt. Við höfum ekki félagsheimili, aðeins mjög gamalt þinghús, og fólkið hefur varla tækifæri til þess að hittast. — Þetta er mjög einkennilcgt byggðarlag og vera þó þetta nærri fjölbýlinu. Hvernig er hugsunar- háttur manna, við þessar að- stæður? — Við skulum ekki tala um hann. — Kannski er það bezt, það hef- ur heldur euginn'leyfi til þess að skipta sér af því, hvernig menn liugsa. Hefurðu farið til Danmerk- ur, slðan þú fiuttist tit íslands? — Nei. — Og laugar ekki til? — Jú, maður lifandi, hvort mig langar. Ég meina, að mig langar til þess að skreppa snögga ferð. — Kannski færðu tækifæri til þeas i bráð. — Ekki nema maður verði snögglega milljónari eða vinni í happdrætti. Svo var Akraborgin að fara, og hún ætlaði með henni upp eftir. Hún vissi ekki vel, hvernig hún kæmist vestur i Hraunhrepp frá Borgarnesi, því að bóndinn átti ekki bíl og gat ekki náð i hana. Þau höfðu keypt traktor fyrir nærri fimmtiu þúsund i fyrra. Það hal'ði orðið að ganga fyrir. Bíll kæmi ef til vill einhvern tima síð- ar, Hún hafði ekki áhyggjur af því. Nú var hún bara að lyfta sér upp, og þá hugsaði Jóhann um heim- ilið. — Hann er svo montinn af matargerð sinni, sagði hún. — Nú fær hanu að njóta sín. Svo fer hann einhvern tima seinna í bæ- inn, og þá hugsa ég um búið fyrir hann. Við getum ekki farið bæði í einu, en við hjálpumst að, og þá gengur þetta prýðilega. h Italska sniðið er^ að sigra Framh. af bla. 19. er haft ögn aíðara en verið hefur og hornin aðeins stærri. Jakkinn er hnepptur með þremur tölum. Bux- urnar eru þröngar. Ég segi ekki, að þær standi á beini, en þær eru látn- ar falla fremur þétt að og engin uppbrot höfð neðan á þeim. Eins og ég sagði áðan, hafa ekki allir vöxt til þess að geta klæðzt svona fötum, þau fara mun betur grönnum og liðlega vöxnum mönnum. — Eruð þið farnir að framleiða föt með þessu sniði hér? — Við höfum ekki þorað að „iager“-sauma þau enn þá. En við höfum saumað á allmarga einstakl- inga, ekki sízt menn, sem hafa farið utan til meginlandsins og orðið hrifnir af sniðinu. — Heldurðu, að sniðið falli mönn- am í geð hér almennt? — Það eru alltaf að aukast pant- anir á því, og ég er ekki I vafa um það, að þetta ítalska snið verður of- an á hér sem annars staðar eftir skamman tínta + Stór er geimnrinn Framhald af bis. 23. ins. Aftur á móti yrðum við full seytján ár að fljúga til sólarinnar. Og ef við hefðum i hyggju að setjast að á Plútó, yztu plánetunni í sólkerfi okkar, yrði hár okkar far- ið að grána, þegar við næðum þang- að. Sú flugferð mundi nefnilega taka okkur Ö45 ár. 10.800 milljónir ára þvert yfir V etrar brautina. Ekki yrði leggjandi upp í flug þvert yfir Vetrarbrautina með slík- um farkosti, því að sú flugferð mundi taka að minnsta kosti 10.800 milljónir ára. En þá færi þó fyrst að kárna gamanið, ef við hygðum á flugferð eftir henni endilangri, því að það tæki okkur alltaf 108.000 milljónir ára. Og það væri blátt áfram frágangssök að ætla að fljúga með þotu til nálægasta stjarnkerfis, því að flugið þangað tæki 1.620 milljarða ára, en til yzta stjarnkerf- isins, sem okkur hefur tekizt að koma „auga“ á, mundi flugið taka 2.170 milljarða ára. Það leiðir af sjálfu sér, að við yrðum að verða okkur úti um hrað- fleygari farkost en nýtízku-farþega- þotu til slíkra ferða, — fyrir nú utan það, að hún þyrfti andrúmsloft til að fljúga i — ef nokkuð ætti að ganga. Geimfiaugin verður að ná 11,2 km hraða á sekúndu eða um það bil 40.000 km hraða á klukku- stund til að losa sig úr viðjum að- dráttarafis jarðar. Það verður að teljast sómasamlegur hraði, en jafn- vel þótt geimflaugin gæti haldið hon- um til lengdar, mundi það taka okk- ur álitlegan tima að fara með henni ferða okkar um himingeiminn. Við yrðum að vísu ekki nema eina klukkustund umliverfis okkar eigin jörð og ekki nema tíu klukkustundir til tunglsins og varla þaÖ. Aftur á móti yrðum við 156 sólarhringa til sólarinnar og full sextán ár til Plútós. Og það tæki okk- ur 2.400 milljónir ára að fljúga eftir endilangri Vetrarbrautinni og ekki minna en 54.000.000.000.000 milljónir ára að fljúga til næsta stjarnkerfis. Okkar eigin Vetrarbraut er að lögun til einna áþekkust þunnri, aflangri pönnuköku, en jörð okkar er um 30.000 ljósára frá miðdepli hennar og um það bil 20.000 Ijósára frá jaðrinum. Þvert yfir pönnukök- una þá hina miklu eru um 100.000 ljósár, en það tekur ljósið ekki nema 10.000 ár að ná i gegnum hana á þykktina. Sá geisli, sem lagt hefði af stað í það ferðalag á ísöld, væri þvi að komast á leiðarenda um þetta leytið. Hefði hann hins vegar ekki lagt af stað fyrr en í þann mund, sem synir ísraels unnu að þvi í þrældómi að reisa egypzkum kon- ungum pýramída, væri hann ekki einu sinni kominn hálfa leið. Þegar gras vex sem hraðast, hækkar það um einn sentímetra á sólarhring. Það gæti því vaxið um sextán sentímetra á þeim tíma, sem það tæki okkur að fljúga með ný- tizku-farþegaþotu til tunglsins. Á þeim tima, sem það tæki okkur að komast með þeim farkosti til sólar- innar, gæti það — timans vegna — orðið 63.5 metrar á hæð, en 2.350 metrar, á meðan við værum að sil- ast leiðina til Plútós — með 1000 km hraðfl á klukkustund ... + nytt X \ ■ JL JL. • « • ER Poeui SEM SKYRIR HARALIT YÐAR HÁRSKÝRIR . . . SHAMPOO . . . LAGNINGARVÖKVI. FOCUS gerir háralit ydar skýran og fagran og endist vikum saman, og hár ydar mun vekja addáun allra, sem á líta. FOCUS er einnig shampoo. HAFIÐ ÞÉR ALDREI NOTAÐ LIT? Þér getid óhræddar notad FOCUS. Hann er audveldur í notkun og med AAttim auuvviuu* * flXWW.vv... ...w« ;V- fullkomlega edlileg litaráhrif, sem *><, skýra og fegra ydar cigin háralit. . * ■ 6 UNDUR-FAGRIR OG EÐLILEGIR HÁRALITIR— l Veljid þann, sem hæfir háralit | ydar. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu I03-Smi 11275. '_, 26 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.