Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 2
2 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Ragnheiður, hafa Íslendingar
margt á prjónunum?
„Já, það er fitjað upp á ýmsu.“
Ragnheiður Eiríksdóttir og Erla Sigurlaug
Sigurðardóttir hafa gefið út mynddisk um
prjónaskap.
FÓLK Verra efnahagsástand er
helsta orsök þess að verr hefur
gengið að fá fósturfjölskyldur fyrir
skiptinema nú en áður, segir Guð-
rún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri
erlendra nema hjá AFS-skiptinema-
samtökunum. „Fólk setur fyrir sig
að hafa aukamunn að metta þegar
það veit ekki hvort það heldur vinn-
unni í vetur.“
Guðrún segir að þrátt fyrir að
skiptinemum sem teknir voru til
Íslands í ár hafi verið fækkað um
fimm síðan í fyrra þá hafi ekki
verið búið að útvega tíu þeirra
fjölskyldur þegar nemarnir komu
til landsins í ágúst. „Við tókum 41
skiptinema til landsins í ár en 46 í
fyrra. Af þeim tíu sem ekki höfðu
fjölskyldur eru sex komnir með
fósturfjölskyldur í dag en fjórir
hafa verið flakkandi á milli fjöl-
skyldna síðan í ágúst, verið eina til
tvær vikur á hverjum stað. Þetta
tekur auðvitað á, þau eru misvel
undirbúin undir það að lenda í
þessum aðstæðum. Og þetta gerir
aðlögunarferlið að nýju landi auð-
vitað miklu erfiðara. Og nú nálgast
jólin og þá fara tárin að streyma,“
segir Guðrún.
Skiptinemarnir fá sjálfir vasa-
pening frá AFS þannig að fóstur-
fjölskylda ber ekki af þeim neinn
kostnað fyrir utan matinn og það
er ekki ætlast til þess að þeir fái
sérherbergi. Fulltrúar AFS skoða
þó aðstæður áður en fósturfjöl-
skylda er samþykkt.
Guðrún segir skiptinemana eiga
að vera hluta af fjölskyldunni og
taka þátt í daglegu lífi hennar og
sinna heimilisstörfum á við aðra
fjölskyldumeðlimi. „Krakkarn-
ir sem ekki eru komnir með fjöl-
skyldu eru allir mjög fínir, þeir
eru í framhaldsskóla eins og vera
ber en það er auðvitað ekkert mál
fyrir þá að skipta um skóla og fara
í nýjan nálægt nýrri fósturfjöl-
skyldu því misserinu er að ljúka,“
segir Guðrún.
Krakkarnir sem komu til Íslands
í ágúst eru frá átján löndum, flest
frá Evrópu en líka frá Venesúela,
Bandaríkjunum og Grænlandi svo
dæmi séu tekin. Þau eru á aldrinum
sextán til nítján ára. Guðrún segir
yfirleitt taka skiptinema nokkrar
og upp í átta vikur að aðlagast nýju
landi. Tengslin á milli skiptinema
og fósturfjölskyldu verði oft sterk
og haldist jafnvel á milli kynslóða.
sigridur@frettabladid.is
Félitlir Íslendingar
hafna skiptinemum
Aldrei hefur gengið jafn illa að fá fósturfjölskyldur fyrir skiptinema að sögn
Guðrúnar Eyþórsdóttur hjá AFS-skiptinemasamtökunum. Fjórir skiptinemar
hafa flakkað á milli fjölskyldna síðan í ágúst sem er þeim erfitt.
GUÐRÚN EYÞÓRSDÓTTIR „Fólk setur fyrir
sig að hafa aukamunn að metta þegar
það veit ekki hvort það heldur vinnunni
í vetur,“ segir Guðrún.
BRUGÐIÐ Á LEIK AFS stendur fyrir uppákomum fyrir skiptinemana yfir veturinn og er
myndin tekin við slíkt tækifæri.
REYKJAVÍKURBORG „Að gefnu tilefni
skal á það minnt að stjórnendum
vinnustaða Reykjavíkurborgar
er óheimilt að verja fjármunum
vinnustaða til að bjóða starfs-
mönnum á jólahlaðborð veitinga-
staða eða til að kaupa jólagjaf-
ir. Hafi slíkt tíðkast áður, ber að
láta af þeim sið,“ segir í
bréfi til sviðsstjóra og
starfsmannastjóra hjá
Reykjavíkurborg.
Í bréfinu, sem
Hallur Páll Jóns-
son mannauðsstjóri
sendi fyrr í þess-
um mánuði, kemur
fram að starfsstað-
ir Reykjavíkurborgar hafi haft
ýmsan hátt á varðandi skipulag
atburða með starfsmönnum í til-
efni aðventunnar.
„Á öllum vinnustöðum gera
menn sér dagamun og þannig
verður það án efa að þessu sinni,
enda mikilvægt að efla starfsand-
ann,“ ítrekar mannauðsstjórinn
um leið og hann undirstrikar að
nauðsynlegt sé að útgjöld í tilefni
aðventunnar verði í miklu hófi.
„Hér er ekki aðeins verið að vísa
til sparnaðar og ráðdeildar eða að
vel sé farið með skattfé borgarinn-
ar, heldur einnig bent á mikilvægi
þess að sömu meginviðmið gildi
um starfsmenn í þessum efnum,
óháð vinnustað og fagsviði.“
Í svari til Fréttablaðsins segir
Hallur að borgin hafi ekki gefið
út sérstakar leiðbeiningar fyrir
stjórnendur. „Hins vegar hefur
þeim tilmælum verið beint til
stjórnenda að gæta þess að útgjöld
verði í hófi,“ segir mannauðsstjór-
inn. - gar
Reykjavíkurborg minnir á reglur um jólagjafir og jólahlaðborð fyrir starfsmenn:
Fá hvorki jólagjöf né veitingahúsaferð
ENGINN PAKKI Í ÁR
„Hafi slíkt tíðkast áður ber
að láta af þeim sið,“ segir
um jólagjafir til starfs-
manna og boð í jólahlað-
borð á veitingastöðum
í bréfi til yfirmanna hjá
Reykjavíkurborg.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
EFNAHAGSMÁL Nefnd Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (AGS) sækir landið
heim dagana 1. til 14. desember
næstkomandi. Nefndin fundar
með stjórnvöldum um aðra end-
urskoðun samkomulags ríkis-
stjórnarinnar og sjóðsins um end-
urreisn efnahagslífsins.
Að sögn talskonu sjóðsins leið-
ir Mark Flanagan nefndina sem
fyrr. Farið verður yfir þróun
efnahagsmála og þann árangur
sem náðst hefur undir hatti áætl-
unar stjórnvalda með stuðningi
AGS frá því að fyrri endurskoð-
un lauk. Samkvæmt upplýsingum
AGS verður áhersla lögð á endur-
uppbyggingu fjármálakerfisins
og á að tryggja sjálfbærni ríkis-
fjármála, í víðara samhengi efna-
hagsbata landsins. Fundað verður
með fjölmiðlum í lok heimsóknar-
innar. - óká
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn:
Funda um aðra
endurskoðun
LÖGREGLUMÁL Vatnsleki úr íbúð í Kópavogi í fyrri-
nótt varð til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fann kannabisræktun með ríflega hundrað plöntum.
Gríðarlegur vatnsleki var úr íbúðinni sem er í
fjölbýlishúsi. Þar sem húsráðandi var ekki heima og
ekki hægt að ná í hann til að komast inn í íbúðina
var gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu. Einnig
var slökkviliðið kvatt á staðinn til að dæla vatninu
upp.
Þegar lögreglan fór inn í íbúðina reyndist kanna-
bisræktun vera þar í fullum gangi. Húsráðanda bar
svo að, ásamt öðrum manni, þegar lögregla var um
það bil að ljúka störfum. Þeir voru báðir handteknir
og færðir til skýrslutöku. Maðurinn mun hafa komið
við sögu áður hjá lögreglu, meðal annars vegna
fíkniefnamála.
Í fyrrinótt tók lögreglan einnig kannabisræktun í
Skipholti. Þar voru fjörutíu plöntur teknar.
Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann
800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á
framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefna-
síminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfir-
valda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
- jss
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók alls um 150 kannabisplöntur í fyrrinótt:
Vatn fossaði úr kannabisverksmiðju
KANNABISRÆKTUN Kannabisræktunin í Kópavogi var ekki jafn
umfangsmikil og í kannabisverksmiðjunni sem lögreglan fann
á Kjalarnesi í mars. Verðmæti framleiðslunnar þar var metið á
fimmtíu milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SJÁVARÚTVEGUR Skip HB Granda
hafa lokið við að veiða þann 4.500
tonna síldarkvóta sem kom í hlut
félagsins við ákvörðun sjávarút-
vegsráðherra á 40 þúsund tonna
aflamarki á veiðum á íslensku
sumargotssíldinni fyrr í þessum
mánuði.
Lundey NS kom í gærkvöldi til
Akraness með um 1.350 til 1.400
tonn af síld sem fengust í Breiða-
firði.
Að sögn Arnþórs Hjörleifsson-
ar, skipstjóra á Lundey, hefur
tíðarfar verið erfitt og norðlæg
vindátt, sem stóð beint á land, og
síldin uppi í landsteinum. Auk
þess var mikill straumur í sund-
unum í nágrenni Stykkishólms.
Íslensku skipin eru nú hálfn-
uð með síldarkvótann samkvæmt
aflastöðulista Fiskistofu. - shá
Síldarkvótinn hálfur á land:
Nóg af síld en
hún er torveidd
HEILBRIGÐISMÁL Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra sagði í
ávarpi á 20 ára afmæli UNIFEM
á Íslandi í gær að þrátt fyrir yfir-
vofandi niðurskurð yrði starf-
semi neyðarmóttöku nauðgana á
Landspítala varin.
Nýlega bárust fréttir af því að
stjórnendur Landspítalans hygð-
ust mæta fyrirliggjandi hagræð-
ingarkröfum með því að leggja af
sérþjálfað teymi lækna.
„Starfsemi neyðarmóttökunnar
þyrfti þvert á móti að efla þannig
að sú mikla þekking sem þar
hefur orðið til gæti nýst í þeirri
atlögu sem nú stendur yfir gegn
kynferðislegu ofbeldi í íslensku
samfélagi,“ sagði Jóhanna. Heil-
brigðisráðherra hefur kallað eftir
tillögum stjórnenda Landspít-
alans um starfsemi neyðarmót-
tökunnar. - shá
Forsætisráðherra:
Neyðarmóttaka
verður varin
UTANRÍKISMÁL Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra barst
svar frá Gordon Brown, forsæt-
isráðherra Bretlands, fyrr í þess-
um mánuði við bréfi sem hún
sendi í ágúst vegna Icesave. For-
sætisráðuneytið birti bréfið opin-
berlega í dag í kjölfar fyrirspurn-
ar fréttastofu Stöðvar 2.
Bréf Browns er almenns
eðlis og ekki vikið að hugmynd
Jóhönnu um að fundað verði sér-
staklega vegna málsins. Í bréfinu
segist hann vera ánægður með
þann árangur sem hafi náðst í
viðræðum landanna og bindur
vonir við nýtt frumvarp um rík-
isábyrgð.
Jóhanna hefur svarað og lagt
áherslu á að Íslendingar fall-
ist ekki á þau rök að þeim sé
lagalega skylt að greiða Icesave
reikninginn. - shá
Samskipti vegna Icesave:
Brown svarar
en segir lítið
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir að
trampa á bíl og stórskemma hann.
Atvikið átti sér stað í júní á
síðasta ári á bifreiðastæði við
skemmtistaðinn 800-bar við Eyr-
arveg á Selfossi. Maðurinn gekk
tvívegis yfir bílinn með þeim
afleiðingum að dældir mynduð-
ust á vélarhlíf og þaki hans. Þegar
lögregla hafði afskipti af mann-
inum neitaði hann að gefa upp
nafn sitt og persónuupplýsing-
ar. Eigandi bifreiðarinnar gerir
skaðabótakröfu upp á tæplega 400
þúsund krónur. Skemmdarvargur-
inn er nú erlendis en ekki er vitað
hvar. - jss
Með óþekktan dvalarstað:
Ákærður fyrir
að trampa á bíl
SPURNING DAGSINS