Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2009 Öllu var tjaldað til á tískusýningu í Kol- ombó, höfuðborg Srí Lanka, á dög- unum. Tilgangurinn með sýning- unni var, fyrir utan að sýna allt það nýjasta í innlendri hönnun, að safna í sjóð til styrktar her- mönnum stjórnarhers Srí Lanka sem særðust eða fjölskyldna þeirra sem létust í átökum við uppreisnarmenn Tamíl-tígra í norðurhluta landsins. Þeim lauk með uppgjöf uppreisnarmann- anna í maí á þessu ári. - rve Óhætt er að segja að í engu hafi verið til sparað við gerð kjólanna, eins og sést af þessum brúðarkjól. Áhersla var ekki síður lögð á fagra fylgihluti en kjóla, svo sem eyrnalokka og hárskraut. Svart og gyllt. Fyrirsæta sýnir fallega mynstr- að sjal. Gyðjur og glæsileiki Pallíettukjólar njóta vinsælda í vetur. Kemur sér vel, segir Eva Pálsdóttir, verslunarstjóri Vila, þar sem fátt sé fegurra en glitrandi gersemar um jólin. „Ætli það séu ekki einna helst silfruðu, gylltu og svörtu pallí- ettukjólarnir,“ segir Eva Pálsdótt- ir, verslunarstjóri Vila í Smára- lind, beðin um að lýsa því hvers konar kjóla konur kaupi einna helst fyrir þessi jól og áramót. Eva kann enga skýringu á vinsældum pallí- ettukjóla aðra en þá að þeir komist reglulega í tísku. Eiginlega sé það hálfgerð heppni að það skuli bera upp rétt fyrir jól, þar sem slík- ir kjólar – jafn skrautlegir og þeir geta verið – henti vel við hátíðleg tækifæri. Þá segir Eva kjóla í rokkaðri kantinum eftirsótta en af þeim fæst gott úrval í Vila. „Þá á ég til dæmis við stutta pallíettukjóla í alls kyns litum, sem ná niður á hné,“ útskýr- ir hún og bætir við að þrátt fyrir gott litaúrval gangi svartur best í íslenskar konur. Eva bendir á að stílhreinir kjólar séu líka í boði. „Þessir svörtu sem henta við öll tækifæri. Slíkur kjóll og leggings er kjörin samsetning við hversdagsleg tilefni. Svartur kjóll, háir hælar og fallegar sokka- buxur við klikka hins vegar ekki á fínni uppákomum.“ Hún tekur fram að við kjólana fáist fullt af fylgihlutum í búðinni. Nefnir til sögunnar skartgripi, golftreyjur og hlýra- og blúnduboli undir kjóla. „Þeir eru heitir núna og hafa sést á öllum sýningarpöllum.“ Eva bætir við að konur á öllum aldri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og tekur fram að kjólarn- ir kosti flestir um eða undir 10.000 krónum. Prinsessulegir pallíettu- kjólar eftirsóttir fyrir jól Evu Pálsdóttur, verslunarstjóra Vila, finnst það mikið gleðiefni að pallíettukjólar skuli vera komnir í tísku fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● JAPANSKI ÞJÓÐBÚNINGURINN Hinn japanski kimono kemur okkur fyrir sjón- ir eins og hálfgerður kjóll þótt kufl væri líklega réttara orð. Japanar hafa gengið í kimono í rúm 1.200 ár. Í byrjun þótti hann praktískur, hentaði í öllum veðrum og japönsk alþýða gat klæðst mörgum lögum undir honum. Seinna notuðu Japanar kimono til að aðgreina fólk eftir þjóðfélagsstéttum. Á Kamakura-tímabilinu 1192 til 1338 klæddust karlar sem konur kim- ono. Stríðandi aðilar áttu líka sína eigin einkennisliti og stundum voru orrustur samúraja eins og tískusýningar á að líta. Á Meiji-tímabilinu 1868-1912 hvöttu stjórnvöld lands- menn til að klæða sig að vestrænum sið. Þeim fækkaði því smám saman sem klæddust kimono. Nú er hann helst notaður sem viðhafnarbúningur í giftingum og því um líku. N O RD IC PH O TO S/ A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.