Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 2009 45 Fjaðrir og flottheit hjá Victoria‘S Secret „Við ætlum að fara svolítið USA- leiðina og búa til alvöru tískusýn- ingu með danssýningu og partíi eftir á,“ segir Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson eða Sveinbi, eig- andi superman.is, sem skipulegg- ur svokallað Fashion Party 2009 á Rúbín næstkomandi föstudag, 27. nóvember. „Ég var að tala við eiganda fataverslunarinnar fabulous.is og fékk þá þessa hugmynd. Dag- inn eftir fór ég af stað og það er búinn að fara rosalega mikill undirbúningur í þetta. Það eru æfingar tvisvar í viku hjá okkur fyrir tískusýninguna og búið að semja fjögur dansatriði,“ segir Sveinbi, en dansþjálfunin er í höndum Lindu Óskar Valdimars- dóttur. Aðspurður segir Sveinbi margt um að vera í partíinu á föstudag. „Við verðum með eldgleypi fyrir utan sem tekur á móti gestum og sportbíla svona fyrir „lúkkið“. Sverrir Tattú verður svo á svæð- inu með sinn stól. Hann mun byrja á því að tattúvera strák sem er búinn að panta verk og ef hann nær að klára það er mögu- leiki fyrir aðra að setjast í stól- inn,“ útskýrir Sveinbi, en kynn- ir kvöldsins verður Haffi Haff. „Miðasala verður við innganginn og svo ætlum við að bjóða hlust- endum Flass FM 104,5 að hringja inn og komast á gestalista,“ segir hann og býst við góðri mætingu á Rúbín á föstudag, en húsið verður opnað klukkan 21.30. „Viðbrögðin eru búin að vera alveg svakaleg og við stefnum í að það mæti hátt í 500 manns,“ segir Sveinbi. - ag Sportbílar og eld- gleypir á tískusýningu FASHION PARTY 2009 Sveinbi skipuleggur tísku- og danssýningu á Rúbín ásamt Rósinkrans Má Konráðssyni og Lindu Ósk Valdimarsdóttur danskennara. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Árleg tískusýning undirfatafyrirtækisins Victoria‘s Secret fór fram á fimmtudagskvöld á The Lexington Armory í New York. Hljómsveitin Black Eyed Peas opnaði sýninguna með lagi sínu Boom Boom Pow við góðar undir- tektir. Áhorfendur voru ekki síður ánægðir þegar ofurfyr- irsætan Heidi Klum steig á svið í fyrsta sinn frá því að hún eignaðist sitt fjórða barn fyrir fimm vikum. „Amma mín lést úr brjóstakrabba- meini svo ég hef alltaf viljað gera eitthvað fyrir krabbameinsfélag- ið,“ segir Alan Jones söngvari sem endurgerir lagið All You Need Is Love með Bítlunum. Allan ágóða af sölu gefur hann til rannsókna á brjóstakrabbameini. „Textinn í þessu lagi er svo ein- faldur, en náði beint til mín. „Allt sem þú þarft er ást“ og það er svo rétt,“ segir Alan. Þetta verð- ur „live“ upptaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Ég, Arnar Jónsson og Kristín Ósk Wium Hjartardótt- ir syngjum lagið saman og verð- um með kvennakór í bakröddum. Steinþór Teavue spilar undir á píanó og Elva Björk Rúnarsdóttir á fiðlu. Við tökum upp um miðjan desember og lagið kemur út fyrir jól. Það verður fáanlegt á ton- list.is og allur söluágóðinn renn- ur beint í rannsóknir á brjósta- krabbameini,“ útskýrir Alan sem mun jafnframt halda tónleika til styrktar málefninu í Fríkirkjunni 18. desember. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alan gefur ágóðann af tónlist sinn til góðgerðarmála, en hann hélt nýverið styrktartónleika fyrir Ellu Dís og gaf allan ágóðann í læknismeðferð hennar. Aðspurð- ur segir hann peningana ekki skipta sig máli. „Þetta snýst allt um að gefa til baka og það skiptir mig meira máli en peningar. Þeir munu koma síðar,“ segir Alan. - ag Lætur gott af sér leiða ENDURGERIR ALL YOU NEED IS LOVE Alan Jones ætlar að endurgera lagið All you need og mun allur söluágóðinn fara í rannsóknir á brjóstakrabbameini. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í FÍNU FORMI Ofurfyrirsætan Heidi Klum geislaði á sýningu Victoria‘s Secret, aðeins fimm vikum eftir að hún eignað- ist sitt fjórða barn. HANSKAR OG FJAÐRIR Fyrirsætan Miranda Kerr tók sig vel út í dökku nærfatasetti. GLÆSILEG Í GRÆNU Fergie úr Black Eyes Peas var glæsileg í grænni samfellu, korseletti og pilsi þegar hún steig á svið og söng á sýningunni. BLACK EYED PEAS Hljómsveitin Black Eyed Peas opnaði sýningu Victoria‘s Secret með lagi sínu Boom Boom Pow. FLOTT Fyrirsætan Marissa Miller var flott í rauðum og svörtum nærfötum, með svarta vængi. amborgarar 4 brauð alltaf í leiðinni! h g 4 o498 kr.pk. ÓDÝRT ALLA DAGA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.