Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 2009 11 20% afsláttur af Guinot snyrtivörum í dag og á morgun.* Frábær jólatilboð fyrir dömur og herra. Snyrtifræðingar okkar veita þér faglega ráðgjöf. Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 50d, s. 553-5044 * Gildir ekki af öðrum tilboðum. „MERGJAÐUR SKÁLDSKAPUR“ Heillandi saga um ást og aðskilnað, einsemd og eftirsjá, hamingju og vonbrigði – og amerískan geðlækni sem skrifar raunveruleikaskáldsögu með fræðilegu ívafi. Ísmeygileg gamansemi, fágaður stíll og einstök innsýn í heim ástarinnar eru einkenni þessarar glæsilegu skáldsögu sem kallast um margt á við ástsælar bækur Steinunnar, Tímaþjófinn og Ástin fiskanna. GÓÐI ELSKHUGINN EFTIR STEINUNNI SIGURÐARDÓTTUR „Einstakur höfundur.“ – Le Monde „Gamansemi hennar og leikandi léttur stíll, sem er einstaklega hugmynda- ríkur, gera lesturinn afar ánægjulegan, ekki ósvipað því að lesa verk Halldórs Laxness þegar hann var upp á sitt besta.“– Politiken 4. Sæti MetsölulistaEymundsson 18. -24. nóv.Innbundin skáldverk Þröstur Helgason –Víðsjá D Y N A M O R E Y K JA V ÍK BELGÍA, AP Rom Houben segist vera nánast eins og endurfæddur, nú þegar hann hefur fengið hjálp við að tjá sig eftir að hafa legið mál- vana í 23 ár lamaður eftir bílslys. Læknar héldu hann vera í dái allan tímann, þar til einn áttaði sig loks á því að Houben var með fullri með- vitund. „Ímyndaðu þér bara. Þú heyrir, sérð, finnur til og hugsar en eng- inn áttar sig á því,“ segir hann með aðstoð talþjálfa, sem hjálpar honum að nota tölvulyklaborð til að tjá sig. „Þetta var sérstaklega pirrandi þegar fjölskyldan mín þurfti á mér að halda,“ sagði Houben, sem átti erfitt með að geta ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann frétti af láti föður síns. „Ég gat ekki tekið þátt í sorg þeirra. Við gátum ekki veitt hvert öðru neinn stuðning.“ Talþjálfinn, Linda Wouters, segir Houben stýra hönd hennar á lykla- borðinu. Hún finnur fyrir léttum þrýstingi frá fingrum hans, og greinilegt sé þegar hann mótmælir ef hún ætlar að ýta á rangan hnapp á lyklaborðinu. Til þess að ganga úr skugga um að það sé í raun Hou- bens sem stýrir stafavalinu hefur verið prófað að sýna honum hluti meðan Wouters er ekki nærri, og síðan er hann spurður út í það sem hann sá þegar hún kemur til baka að aðstoða hann. - gb Belgíumaðurinn Rom Houben tjáir sig eftir að hafa verið talinn í dái í 23 ár: Segist vera nánast eins og endurfæddur TJÁIR SIG MEÐ STUÐNINGI Houben notar lyklaborð til að tjá sig með aðstoð talþjálfa síns, Lindu Wouters. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BERGEN Íbúar í Bergen vinna nú hörðum höndum að því að endur- reisa piparkökubæinn sem lagður var í rúst aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir að margir leggi hönd á plóginn er samt ljóst að bærinn verður ekki opnaður nú um helg- ina heldur í næstu viku. 650 hús höfðu verið sett upp í miðbæ Bergen síðastliðinn laug- ardag en flest voru eyðilögð í skemmdarverki sem bæjarbúar eru mjög ósáttir við enda pipar- kökubærinn orðinn að jólahefð í bænum. Tveir menn voru hand- teknir í fyrradag grunaðir um skemmdarverkið en látnir lausir að loknum yfirheyrslum. Íbúar hafa þegar bakað 100 ný hús og að því er fram kemur í dagblaðinu Bergens tidende eru þeir mjög áhugasamir um endur- reisnina. - sbt Íbúar í Bergen taka gleði sína: Piparkökubær endurreistur PIPARKÖKUHÚS Húsin sem eyðilögð voru í Bergen voru glæsileg rétt eins og þau sem hafa verið til sýnis á árlegri piparkökuhúsasýningu í Kringlunni. ÞÝSKALAND Dómstóll í Neðra- Saxlandi í Þýskalandi hefur úrskurðað að svonefndur sam- stöðuskattur, sem Vestur-Þjóð- verjar hafa þurft að greiða til að standa straum af uppbyggingu í Austur-Þýskalandi, brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Málið kemur nú til kasta stjórnlagadómstólsins í Þýska- landi. Staðfesti hann úrskurðinn mun það kosta þýska ríkið stórfé í endurgreiðslu skattsins. Samstöðuskatturinn var fyrst lagður á til eins árs þegar þýsku ríkin sameinuðust árið 1991, en var síðan tekinn upp aftur árið 1995 um óákveðinn tíma. - gb Samstöðuskattur lögbrot: Kostar þýska ríkið stórútlát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.