Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 56
40 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson > Ourlives - We Lost the Race Lágstemmt og fágað popp sem hittir rækilega í mark. Ein besta poppplata ársins. > Í SPILARANUM Mugison - Ítrekun Á móti sól - 8 Kristín - Mubla Megas & Senuþjófarnir - Segðu ekki frá (með lífsmarki) Hjaltalín - Terminal HJALTALÍNMUGISON Bassaleikarinn Bjarni Sveinbjörnsson hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist About Time. Lögin á plötunni voru samin þegar Bjarni var í námi í Los Anga- les og einnig eru á henni nýrri lagasmíðar. „Þetta er búinn að vera langur aðdragandi en svo loksins lét ég verða af þessu. Þess vegna ber þetta titilinn About Time. Það var kominn tími til að gera þetta,“ segir Bjarni, sem byrjaði að spila á bassa þegar hann var sextán ára. „Þetta er uppsafnað efni á mörgum árum. Ég er búinn að spila í þrjátíu ár og elsta lagið nær tuttugu ár aftur í tímann.“ Bjarni hefur spilað í Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar á Broadway, fusion-hljómsveitinni Gömmum með Birni Thoroddsen og sinnt mörgum fleiri verkefnum. Hann stofnaði Tónskóla Eddu Borg árið 1989 ásamt eigin- konu sinni Eddu og starfar þar enn. Næstu tónleikar Bjarna verða á Rosenberg á mið- vikudagskvöld. - fb Löngu tímabær sólóplata BJARNI SVEINBJÖRNSSON Bassaleikarinn hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist About Time. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nú þegar fjórar vikur eru til jóla er kominn tími til að spá í jóla- gjafirnar og að sjálfsögðu er tónlistargjöf góð gjöf. Á þessum árs- tíma koma oft út glæsilegar viðhafnarútgáfur og yfirlitsbox og þó að kreppan hafi slegið svolítið á þess konar útgáfu þá er samt eitt og annað nýkomið í sölu eða að detta inn á næstu dögum. Bítlaboxið sem kom í haust á eflaust eftir að rata í einhverja jóla- pakka og fyrir þá sem frekar vilja Stones er fjögurra diska eðalút- gáfa af Get Yer Ya-Yas Out að lenda á næstu dögum. Heildarútgáfa snillinganna í Kraft- werk er komin í einn pakka þó að menn séu reyndar ekki á einu máli um gæði endurhljóð- blöndunarinnar. AC/DC safnar saman fágætum upptökum á hið þriggja diska Backtracks og vinir Bonos ættu að taka viðhafnarútgáfunni af The Unforgettable Fire fagnandi. Persónulega á ég erf- iðast með að halda fullri stjórn á munnvatns- framleiðslunni þegar ég skoða Complete Miles Davis-kassann sem var að koma út. Alls 70 disk- ar sem inihalda allar plötur meistarans fyrir Columbia og glás af aukaefni, DVD með tón- leikum Miles Davis Quintet frá 1967 og 250 bls. bók. Það merkilega við þennan ofurpakka er að hann kostar minna en Bítlaboxið sem þó inni- heldur „ekki nema“ 16 diska. Hér á Íslandi eru sparipakkarnir minni í sniðum en undanfarin ár, en vönduð heildarútgáfa Savannatríósins, Kúbuplötupakki Tómasar R., afmælissafn Ragga Bjarna, vínylsafn Hjálma eða tvöfaldur tónleika- diskur Megasar ættu að fara vel í hvaða jólapakka sem er. Nú eða bara einhver íslenskur diskur með nýrri tónlist. Ódýr og góð gjöf og af nógu að taka. Tónlist í jólapakkann? MILES DAVIS Allar Columbia plöturnar komnar í 70 diska ofurboxi. Fanfarlo nefnist sænsk hljómsveit sem gerir út frá London. Hún hefur verið að vekja athygli fyrir fyrstu stóru plötuna sína, Reservoir. Myndin framan á umslagi plötunnar er alís- lensk því ljósmyndina tók Lilja Birgis- dóttir, systir Jónsa í Sigur Rós. Á myndinni sjást Sigurrós Elín, hin systir Jónsa, með grímu, og frænka hennar Dísa, standandi í hlöðu í Mos- fellsbæ. Sami maður sér um umboðs- mennsku fyrir Sigur Rós og Fanfarlo og Jónsi er vinur sveitarinnar. Hann stakk upp á systrum sínum í djobbið. Hljóm- sveitin Sigur Rós er sem kunnugt er nefnd eftir Sigurrós Elínu. Hún hefur því sett mark sitt á rokksöguna þótt ung sé að árum. Af Sigur Rós er svo að frétta að haugur af lögum með sveitinni mun hljóma í myndinni The boys are back með hjartaknúsaranum Clive Owen. Leikstjórinn Scott Hicks kom sérferð til Íslands til að sannfæra strákana um að leyfa notkun tónlistarinnar. - drg UMSLAG FANFARLO Ljósmynd eftir Lilju Birgisdóttur. Pönkpopptríóið Morðingj- arnir er að senda frá sér plötu númer þrjú, Flóttinn mikli. Enn er hamast í gassaskap og dælt út mel- ódísku eðalpönki. Haukur Viðar Alfreðsson, Morðingi, sagði Dr. Gunna að það sé ekkert kreppupönk á plöt- unni, bandið hafi afgreitt kreppuna snemma á síðasta ári. „Það er eitt og hálft ár síðan Áfram Ísland! kom út og þetta eru lögin sem hafa orðið til síðan,“ segir Haukur, blátt áfram. „Það er sótt í sama brunn en þessi plata er aðeins slípaðri. Á fyrri plötun- um okkar vorum við með menn á tökkunum sem ýttu eiginlega bara á „rec“ - með fullri virðingu fyrir þeim - en nú var Axel „Flex“ Árna- son pródúser eiginlega fjórði með- limurinn. Hann ber ábyrgð á því að þetta er slípaðra, en lögin eru líka þess eðlis að það var auðveld- ara að slípa þau til.“ Ungir fram undir fertugt Haukur semur mest af efni Morð- ingjana en er svo lýðræðislega sinnaður að hann vill helst ekki að það sé tekið fram - „Þeir koma vissulega með sitt ómissandi inn- legg.“ Hann vinnur á leikskóla (frétt með fyrirsögninni „Morð- ingi á leikskóla“ var einhvern tím- ann mest lesin einhvers staðar) og segir að lögin hafi mörg orðið til þar. „Maður er í söngstundum og kannski á milli laga fer maður að vinna í einhverjum köflum. Þang- að til börnin fara að kvarta.“ Á plötunni eru mikið sungið um tilgangsleysi og lífsleiða. Sögu- maður setur sig í spor manna sem eru í raun ennþá haldnir unglinga- veiki með þeirri óvissu og óeirð sem þeim tíma fylgir, þótt þeir séu orðnir fullorðnir. „Textarnir á þessari plötu eru öðruvísi en það sem við höfum áður gert. Fyrsta platan var hálfgerð ádeila á hitt og þetta og allt voða flippað. Nú er þetta persónulegra og minna um þjóðfélagsádeilu. Ég held að mjög margir á okkar aldri geti fundið sig í þessum textum. Við erum af þeirri kynslóð sem gengur illa að díla við lífið þótt það ætti í raun að vera auðvelt. Ég held við höfum of mikla möguleika. Foreldrar okkar höfðu minna val og þurftu að tak- ast á við lífið - það var ekki undan því komist - en við lifum á tímum þar sem fólk getur leift sér að vera ungt langt fram að fertugu, ef ekki lengur. Það er kannski gott að ein- hverju leiti, en það tekur fólk leng- ur að finna sig. Ég þekki fólk sem er þrítugt og býr enn í foreldrahús- um. Hefur aldrei flutt að heiman og það þykir ekkert skrítið. Það hefði nú verið hlegið að þannig fólki fyrir tuttugu árum síðan.“ Kreppupönk eldist illa Haukur segir að ekkert kreppu- pönk sé á Flóttanum mikla. „Það var vísvitandi gert. Síðasta plata (Áfram Ísland!) var eiginlega kreppuplata en það var bara ekki komin kreppa þegar platan kom út. Við grísuðum á þetta rosalega Nostradamusar-umslag (Ísland sundurtætt). Við vorum búnir að pönkast á kreppunni og forðuð- umst því alveg kreppuhjakkið á nýju plötunni, þó margir virðist fíla kreppupönkið. Ég held bara að kreppupönk muni eldist illa og verði mjög fljótt leiðinlegt.“ Umslag nýju plötunnar sýnir stelpu fljúga upp á blöðrum. Inga Brynjarsdóttir og Una Laurenzen teiknuðu umslagið. Haukur segir þetta vera myndlíkingu. „Stelp- an á umslaginu lifir í litdaufum og óáhugaverðum heimi. Hún nær þarna að stíga upp til betra lífs, mögulega. Við erum nú ekk- ert svona djúpir. En samt. Flóttinn mikli er Steve Mcqueen mynd sem við höldum allir mikið upp á en tit- ill plötunnar vísar til þess sem fólk notar til að flýja raunveruleikann - hugbreytandi efni og kynferðisleg- ar fantasíur og þar fram eftir göt- unum. Þegar fólk vill ekki horfa framan í gráan hversdagsleikann þá flýr það. Við erum konsept-rún- karar. Ég veit það er svolítið glat- að en okkur finnst það skemmti- legt.“ Morðingjarnir taka nokkur gigg fyrir jól, en Haukur segir bandið bíða með meiriháttar plötukynn- ingu fram yfir áramót. drgunni@frettabladid.is Slípað veruleikaflóttapönk UMSLAGIÐ Flóttinn mikli. SÆKJA Í SAMA BRUNN Morðingjarnir hamast: Haukur, Helgi og Atli. MYND/MAGNÚS AXELSSON Sigurrós á sænsku plötuumslagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.