Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 8
 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Bræðraborgarstíg 9 „HÉR KVEÐUR VIÐ NÝJAN TÓN!“ „Sannarlega ágætis byrjun og það er erfitt að forðast frasann að hér hafi bæst við nýr tónn í íslenska spennusagnaflóru ... skemmtileg aflestrar.“ – Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „Bók sem erfitt er að leggja frá sér. Hér kveður við nýjan tón í íslensku glæpasagna- hljómkviðunni.“ – Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur. NeoStrata hú vörur LEIÐIN FRAM Á VIÐ – tækifæri í nýju efnahagsumhverfi * * Kennarar og nemendur viðskiptadeildar verða á staðnum – tilbúnir að ræða um nám, kennslu og rannsóknir við deildina. Kynntu þér grunnnám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. , lektor við viðskiptadeild, heldur erindi í Háskólanum í Reykjavík um leiðina fram á við og þau tækifæri sem gefast í nýju efnahagsumhverfi. Í dag, fimmtudaginn . Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, 3. hæð. ALLIR VELKOMNIR! HEILBRIGÐISMÁL Allt niður í tólf ára stúlkubörn hafa leitað á neyðar- móttöku fyrir þolendur nauðgana á Landspítala eftir að hafa verið í partíum eða kynnst einhverjum á Netinu. Þetta segir Eyrún Jóns- dóttir, verkefnisstjóri Neyðarmót- tökunnar. „Þær kynnast gjarnan einhverj- um gegnum skemmtanir, partí eða Netið. Þótt þær séu sem betur fer ekki margar svona ungar sem leita til neyðarmóttöku þá er umgjörðin oft sú sama. Gerendur lokka þær til fylgilags við sig og misnota sér aldur og þroskaleysi þeirra.“ Stærsti samanlagði hópurinn sem leitar á neyðarmóttökuna er tólf til átján ára og yngri, að sögn Eyrúnar. Hann er rúmlega 30 pró- sent af heildinni. „Það er misjafnt milli ára hversu margir á yngsta aldursbilinu koma inn,“ segir Eyrún. „Þegar Netið kom til sögunnar bættist enn ein birtingarmyndin við. Það á ekki einungis við um yngsta aldurshóp- inn, heldur geta líka eldri konur lent í sömu aðstæðum.“ Eyrún segir að hópnauðganir og nauðganir á skemmtistöðum hafi færst í vöxt á síðustu tveimur til þremur árum. „Hvað varðar hópnauðgan- ir þá eru þær oftast skemmtana- og áfengistengdar. Fólk er úti á lífinu að skemmta sér og endar í mismunandi aðstæðum, heima hjá geranda, þolanda eða annars staðar þegar brotið er framið. Um þriðjungur brotaþola sem leita til Neyðarmóttökunnar er í áfengis- dái þegar brot er framið, sem er auðvitað mjög alvarlegt. Oft eru ýmis formerki um að það sé verið að ná sér í fórnarlamb í málum sem varða til dæmis hópnauðgan- ir.“ Nauðganir á skemmtistöðum segir Eyrún vera oftast á salern- unum með þeim hætti að ruðst er inn á konurnar og verknaðurinn framinn. Nokkrir þolendur mansals hafa komið á neyðarmóttökuna síðast- liðin ár. „Hingað hafa komið konur sem sendar hafa verið milli landa í kyn- lífsánauð. Birtingarmyndir þessa ofbeldis eru margar,“ segir Eyrún. „Þá hafa komið hingað konur sem óábyrgir makar hafa fengið hing- að til lands á hæpnum forsendum og haldið síðan í algjörri ánauð á sínu heimili.“ Eyrún segir þolendur yfirleitt koma á neyðarmóttöku fyrir til- stilli samtaka sem konurnar hafi leitað til eða á eigin vegum, til dæmis vegna áverka og leita þá meðal annars til slysa- og bráða- deildar LSH. jss@frettabladid.is 12 ára á neyð- armóttöku eftir partí Allt niður í tólf ára stúlkur leita til neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana eftir að hafa kynnst ein- hverjum á Netinu eða verið í partíum. Gerendur notfæra sér aldur og þroskaleysi ungra stúlkna. NEYÐARMÓTTAKAN Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttökunnar, segir að þegar Netið hafi komið til sögunnar hafi enn ein birtingarmynd kynferðisofbeldis tekið við. KOMUR Á NEYÐARMÓTTÖKU ÁR FJÖLDI 2006 145 2007 136 2008 118 *2009 110 *ÞAÐ SEM AF ER ÁRI. VIÐSKIPTI Kröfur sem lýst var í þrotabú V & Þ hf. (áður Vélar og þjónusta) námu rúmlega 1,3 milljörðum króna. 603,5 milljón- ir króna fengust upp í kröfur, eða 45,9 prósent. Búið var tekið til gjaldþrota- skipta í septemberbyrjun 2004, en þeim lauk 26. október síðast- liðinn. Búskröfur upp á 31,2 millj- ónir og forgangskröfur upp á 21,2 milljónir króna fengust greidd- ar að fullu. 66,77 prósent fengust upp í veðkröfur upp á 749,6 millj- ónir og 10,13 prósent fengust upp í almennar kröfur, 516,9 milljón- ir króna. Eftir gjaldþrotið 2004 ákváðu lánardrottnar að endurreisa fyr- irtækið. Hinn 16. október síðast- liðinn seldi Kaupþing Rekstrarfé- lagið Vélar og þjónustu til nýrra eigenda. Starfsemin er á síðu félagsins sögð óbreytt að sinni. - óká Kröfur námu 1,3 milljörðum: 603,5 milljónir voru greiddar BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að koma við á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn áður en hann heldur til Óslóar að taka við friðarverðlaunum Nóbels. Hann kemur til Kaupmanna- hafnar 9. desember og ávarpar ráðstefnuna, sem hefst 7. desem- ber. Þar ætlar hann að greina frá hvaða markmið Bandaríkin ætla að setja sér í losun gróðurhúsaloft- tegunda. Mike Froman, ráðgjafi forset- ans, segir að hann hafi ákveðið að fara til Kaupmannahafnar til þess að setja kraft í samninga- viðræðurnar þar. Nú hafa leið- togar 65 ríkja boðað komu sína til Kaupmannahafnar, en flestir þeirra ætla sér að vera þar undir lok ráðstefnunnar, dagana 17. til 18. desember, þegar niðurstöður viðræðnanna eru farnar að koma í ljós. Yvo de Boyer, framkvæmda- stjóri loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afar mikilvægt að Obama láti sjá sig á ráðstefnunni. Þetta verður önnur heimsókn Bandaríkjaforseta til Kaupmanna- hafnar síðan í haust. Í byrjun okt- óber hélt hann þangað til að sann- færa alþjóðaólympíunefndina um að velja Chicago sem vettvang sumarólympíuleikanna árið 2016, en hafði þá ekki erindi sem erfiði. - gb Obama kemur við í Kaupmannahöfn á leiðinni á Nóbelshátíðina í Ósló: Mætir á loftslagsráðstefnuna BARACK OBAMA Ætlar að gera grein fyrir áformum Bandaríkjanna í loftslagsmál- efnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.