Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 16
16 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Talið er að selt hafi verið í þrisvar sinnum færri golfferðir í ár en í fyrra. Íslenskir golfvellir eru því sóttir heim sem aldrei fyrr og vallarverðir tala um „álagsmeiðsli“. Golfsumrinu 2009 er lokið fyrir nokkru og sammælast menn um að það hafi verið nokkuð sérstakt. Einmuna veðurblíða ríkti vikum saman sunnanlands og þrátt fyrir að það voraði seint norðan heiða þá er það mál manna að kylfing- ar hafi ekki notið eins hagstæðra veðurskilyrða til golfleiks í annan tíma. En það eru tvær hliðar á öllum málum. Það er ekki sjálfsagt að ganga út á næsta golfvöll og spila. Kylfingum fjölgar stöðugt og fjölgun spilaðra hringja veldur miklu álagi á vellina. Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands (GSÍ), sagði á Golfþingi sem haldið var í fyrri viku að vellir landsins væru undir miklu álagi. „Svo mikið var leikið á nokkrum völlum að vall- arstjórar töluðu um álagsmeiðsli á golfvöllum sínum,“ sagði Jón Ásgeir og vék að ástæðum þessa. Ekki væri aðeins um aukinn áhuga á golfíþróttinni að ræða heldur hafa kylfingar neyðst til að breyta golfleik sínum í anda breyttra aðstæðna í samfélaginu. Íslenskir kylfingar hafa þannig dregið mjög úr golfferðalögum, sem hafa verið geysilega vinsæl á undanförnum árum. Svo vinsæl að úr varð eftirtektarverður vaxtar- broddur í ferðamennsku landans. Jón Ásgeir sagði að þrátt fyrir að ferðafrömuðir gerðu mikið úr því að allar golfferðir væru fullbók- aðar þá væri framboð slíkra ferða ekki svipur hjá sjón. Taldi hann líklegt að framboðið væri þrisvar sinnum minna. Golfsamband Íslands var stofn- að 1942 af Golfklúbbi Reykjavík- ur, Golfklúbbi Akureyrar og Golf- klúbbi Vestmannaeyja og var golfsambandið fyrsta sérsam- bandið innan Íþrótta- og Ólymp- íusambands Íslands. Í dag eru 65 golfklúbbar aðilar að sambandinu og hafa aldrei verið fleiri. Að undanförnu hafa Golf- klúbburinn Skrifla, Golfklúbb- ur Vopnafjarðar, Golfklúbburinn Lundur og Golfklúbburinn Tuddi gengið í sambandið og meðlimir þeirra klúbba sem aðild hafa að sambandinu voru 15.529 um mitt sumar. Virkir kylfingar eru þó mun fleiri ef eitthvað er að marka lífs- viðhorfskönnun Capacent, en þar kemur fram að þeir sem spila golf oftar en fimm sinnum á ári eru ekki færri en 35 þúsund manns. Öll félagasamtök hafa þurft að endurhugsa rekstur sinn á síðustu mánuðum. Bankahrunið leiddi sömu erfiðleikana yfir GSÍ og gripið hefur verið til umfangsmik- illa sparnaðaraðgerða. Stuðningur við starf sambandsins hefur dreg- ist saman við að stórir stuðnings- aðilar hafa þurft frá að hverfa. Samdrætti í golfíþróttinni hefur verið spáð en þróunin hefur verið önnur. Kylfingum fjölgar og klúbbum einnig og veit GSÍ af fimm klúbbum sem hafa áhuga á að ganga í sambandið. Því stefnir í að íslenskir golfklúbbar verði 70 árið 2012 í GSÍ. Einn fyrir hvert starfsár GSÍ sem þá fagnar 70 ára starfsafmæli sínu. svavar@frettabladid.is Segir golfvelli landsins þjást af álagsmeiðslum ■ Bandstafssamsetning er samkvæmt Vísindavefnum ein þeirra leiða sem notaðar eru í íslensku til að mynda samsett orð. Samsetningar liðir eru þá tengdir saman með sérstökum band staf sem ekki er eignar- fallsending og ekki heldur hluti stofns. Bandstafir geta verið a, i, u og s. Sem dæmi má nefna orðin ruslafata, eldiviður og athyglisverður, sem væru leik- fimihús, eldviður (eða eldsviður) og athygliverður án band stafs í miðju orði. Bandstafir hafa stundum þvælst fyrir fólki og vakið deilur á ýmsum vettvangi. Á vef Alþingis er til dæmis að finna eftirfarandi orð Stefáns Jónssonar á fundi sameinaðs Alþingis hinn 7. mars 1978 um íslenskukennslu í fjölmiðlum: „Hv. síðasti ræðumaður, Jónas Árnason, útskýrði það ekki fyrir okkur, með hvaða hætti s-ið lenti inn í beygingu á orð- inu „athygli“, þessi bandstafur hafi komið inn þarna, eins og hann orðaði það. (Gripið fram í.) Ég veit þetta ekki heldur, með hvaða hætti s-ið kemur þarna inn. Hugsanlegt er, að s-ið hafi komið þarna inn af tilviljun eins og í fleiri orð, þar sem þessi bandstafur, s-ið, hefur komið inn, t.d. fyrir áhrif sterks per- sónuleika sem hafi verið tann- brotinn.“ - mt TUNGUTAK Bandstafir NESVÖLLURINN Íslenskir golfvellir eru á heimsmælikvarða en álagið er orðið of mikið vegna fjölgunar kylfinga og færri golfferða til útlanda. MYND/GSÍ Óskum eftir verkum eftirfarandi listamanna Stefán Stórval Jónsson; (Herðubreiðarmyndir, hesta og hrútamyndir) Alfreð Flóki Bækur eftir Dieter Roth Uppl.í síma 552 2060 690 0931 / 820 4729 Nútímalist Skólavörðustíg 3 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VETRARGOLF Þessir höfðingjar takmarka sig ekki við sumarið til að spila golf og sanna að íþróttin hentar öllum á öllum tíma. FRÉTTABLAÐI/VILHELM ■ Óhófleg kaffidrykkja er sjálfsagt skaðleg, en drykkurinn er töluvert rannsakaður og komið hefur í ljós að í kaffinu býr lækninga- máttur. Kaffi hamlar mynd- un skorpulifrar í þeim sem neyta áfengis í óhófi og ein rannsókn bendir til þess að það dragi úr líkum á parkisonsveiki. Það er sagt hamla húðkrabba, en þó bara með notk- un útvortis. Kaffi er víst að finna í ýmsum kremum. Þá bendir stúdía í John Hopkins-háskóla til að einn til tveir bollar á dag auki vellíðan, þótt um leið sé til haga haldið að fleiri bollar geti ýtt undir stress og hugarvíl. KAFFI: SÝNT FRAM Á HOLLUSTUNA „Það er allt það best að frétta af mér, ég er að mála myndir, yrkja ljóð og semja sögur,“ segir Ketill Larsen spurður um hvað sé að frétta. Ketill er iðinn við listsköpun og ræktar sam- bandið við listagyðjuna víða. „Ég mála mikið niðri á BSÍ, aðallega á kvöldin reyndar. Þá er mátulega órólegt fyrir mig þar, ég vil endilega hafa fjör í kringum mig. En áður fyrr málaði ég á nóttunni heima hjá mér. Svo fór ég einu sinni upp í Hallgrímskirkju að mála. Þá var Eyvindur Erlendsson að lesa Passíusálmana og bað nokkra málara um að mála á meðan hann var að lesa, þá fór af mér feimnin.“ Ljóð yrkir Ketill svo oft og iðu- lega. „Ég yrki úti um allar trissur; á Mokka, í Ráðhúsinu, á BSÍ og víðar, ég ræð ekkert við þetta,“ segir Ketill sem er að vinna að 600 ljóða bálki. „Hann gerist í fjallabyggð frá fornöld til nítjándu aldar og það er alltaf sólskin í hverju ljóði og jákvæðni. Ég veit nú samt ekki hvenær ég lýk við verkið, ætli það verði ekki þegar ég verð um nírætt.“ Fyrir utan að yrkja og mála styttist í aðvent- una en þá hyggst Ketill eins og svo oft áður bregða sér í hlutverk jólasveina. „Það er misskilningur að ég sé hættur að leika jólasveina þótt ég sé ekki eins duglegur við það og ég var,“ segir Ketill sem um árabil var iðnastur Íslendinga við að túlka jólasveina. „Ég er í startholun- um fyrir aðventuna og bíð spenntur eftir henni. Þá er um að gera að lyfta sér upp eins og á reyndar að gera allan ársins hring, hafa bjarta sál og bjart í kringum sig.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KETILL LARSEN FJÖLFRÆÐINGUR Bíður spenntur eftir aðventunni KETILL LARSEN Málar, yrkir og leikur jólasveina á aðventunni. Annað líf „Þú getur í rauninni lifað allt öðru lífi á Facebook en þú gerir í raun og veru. Þú þarft ekki að ljúga neitt, heldur sleppa því að segja ákveðna hluti.“ SÖLVI TRYGGVASON UM FACEBOOK EN ÚT ER KOMIN GRÍNÁDEILA HANS OG HELGA JEAN CLAESSEN UM FACEBOOK. Fréttablaðið 25. nóvember Margt á prjónunum „Ég held að það hafi verið komin ákveðin prjónabylgja í gang fyrir hrun og heims- kreppuna miklu en síðan hafi þetta náð miklu meiri útbreiðslu eftir hrun. Fólk er kannski meira að leita inn á við og að einhverri iðju sem er þægileg og skilur eitthvað eftir sig.“ RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR GREIN- IR PRJÓNAÆÐIÐ Á ÍSLANDI. Fréttablaðið 25. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.