Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 58
42 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Leikkonan Lindsay Lohan tilkynnti á Twitter- síðu sinni í gær að hún hefði lokið við að skrifa handrit að sjónvarpsþætti sem hún hefði selt til sjónvarpsstöðvar. „Ég skrifaði handrit að þætti sem ég held ég hafi selt í dag! Nú þarf ég bara að finna einhvern sem mun taka að sér að skrifa heila seríu. Ég hef mikinn áhuga á framleiðslu og leikstjórn,“ ritaði leikkonan á síðuna. Stuttu seinna skildi hún eftir skilaboð á Twitter- síðu Cash Warren, eiginmanns leikkon- unnar Jessicu Alba, þar sem hún spurði hann hvort hann væri spenntur fyrir verkefninu. Samkvæmt tímaritinu sem flutti fréttirnar vilja þó engar af stóru sjónvarpsstöðvunum kannast við það að hafa keypt handrit skrifað af Lohan. Spennumyndin The Box og hin ævisögulega Coco Chanel verða frumsýndar á morgun. Cameron Diaz fer með aðalhlut- verkið í The Box, sem fjallar um ungt par sem fær sent til sín lítinn viðarkassa með rauðum hnappi. Dularfullur maður kemur daginn eftir og býður þeim eina milljón dala ef þau ýta á hnappinn. Í stað- inn mun einhver manneskja, þeim ókunn, láta lífið. Þau hafa einn sól- arhring til að gera upp hug sinn og takast á við eigin samvisku á sama tíma og þau reyna að ráða fram úr miklum fjárhagserfiðleikum. Á meðal annarra leikara eru James Marsden og Frank Langella. Leik- stjóri er Richard Kelly, sem vakti mikla athygli með myndinni Donn- ie Darko sem kom út fyrir átta árum. Síðan þá hefur hann einung- is gert eina mynd, Southland Tales, sem féll ekki í góðan jarðveg. The Box fær 6,4 í einkunn af 10 mögu- legum á síðunni Imdb.com. Coco Chanel fjallar um ævi hins vinsæla franska hönnuðar og leið hennar á toppinn í tísku- heiminum. Með hlutverk Gabri- elle „Coco“ Chanel fer Audrey Tautou, sem síðast vakti heimsat- hygli í The Da Vinci Code. Coco Chanel fær 6,6 í einkunn á Imdb. com. Í gær var síðan frumsýnd The Twilight Saga: New Moon sem er önnur myndin um samband Bellu og vampírunnar Edwards Cullen. Myndin hefur verið gríðarlega vel sótt vestanhafs og má reikna með að hún verði ein sú aðsóknar- mesta á árinu. Hún fær 4,5 í ein- kunn á Imdb.com. Varasamur rauður hnappur THE BOX Cameron Diaz fer með aðalhlutverkið í spennumyndinni The Box sem verður frumsýnd á morgun. Svarta kómedían Whatever Works er fyrsta myndin sem Woody Allen tekur upp í New York, í fimm ár. Með aðalhlutverkið fer Larry David, maðurinn á bak við Curb Your Enthusiasm. Larry David leikur sérvitran New York-búa úr yfirstéttinni sem ákveður að snúa baki við sínu ljúfa lífi og gerast utangarðsmað- ur. Hann hittir stúlku frá Suður- ríkjunum (Ewan Rachel Wood) og eftir að hafa umgengist hana og fjölskyldu hennar uppgötvar hann að bóhemlífið er ekki eins áhyggjulaust og hann sá fyrir sér. Larry David sló í gegn með sjón- varpsþáttum sínum Curb Your Enthusiasm og miðað við frammi- stöðu sína þar ætti hann ekki að eiga í erfiðleikum með að leika sömu taugaveikluðu persónuna og Woody Allen hefur haft einkaleyfi á til þessa. David er einnig mað- urinn á bak við Seinfeld-þættina sem hafa notið gríðarlegra vin- sælda, þar sem hinn taugaveiklaði George Costanza var í raun fram- lenging á David sjálfum. Eins og við er að búast þegar grínmeist- arar eins og Allen og David snúa saman bökum, má búast við því að útkoman verði skemmtileg. Ewan Rachel Wood, sem leik- ur á móti David, er ein efnileg- asta leikkonan í Hollywood. Hún sló í gegn í The Wrestler en hafði áður vakið athygli í Across the Universe og King of California. Fimm ár eru liðin síðan Woody Allen tók upp mynd í heimaborg sinni New York. Það var gam- anmyndin Melinda and Melinda með Will Ferrell í einu aðalhlut- verkanna. Eftir það ákvað hann að flytja sig um set til Evrópu þar sem hann átti auðveldara með að fjármagna myndir sínar. Þar tók hann upp fjórar myndir bæði á Englandi og Spáni og hlaut sú síð- asta, Vicky Cristina Barcelona, bestu viðtökurnar. Í þremur þess- ara mynda lék Scarlett Johans- son eitt aðalhlutverkanna en hún er fjarri góðu gamni í Whatever Works. Næsta mynd Woodys Allen nefnist You Will Meet a Tall Dark Stranger þar sem Anthony Hopk- ins og Naomi Watts fara með stór hlutverk. Tökur fóru fram í Lond- on og því ljóst að leikstjórinn knái hefur síður en svo sagt skilið við Evrópu þrátt fyrir sína nýjustu New York-mynd. Snýr aftur á heimaslóðir WOODY Í EVRÓPU: Vicky Cristina Barcelona (2008) Cassandra’s Dream (2007) Scoop (2006) Match Point (2005) Snýr sér að leikstjórn HANDRITSHÖFUNDUR Lindsay Lohan virðist ekki ætla að finna sér hlutverk og hefur nú snúið sér að handritagerð. > KEISARINN KINGSLEY Ben Kingsley mun leika Shah Jahan, keis- ara Mogul-heimsveldisins, í nýrri kvikmynd sem nefnist Taj. Mynd- in er byggð á ævi Jahan, sem byggði Taj Mahal-bygging- una á Indlandi. Kingsley fékk á sínum tíma Óskarinn fyrir að leika indverska friðarleið- togann Mohandas Gandhi og ætti því að vera á heimavelli í nýju myndinni. ALLEN OG RACHEL Leikstjórinn vinsæli ásamt Ewan Rachel Wood sem leikur í svörtu kómedíunni Whatever Works. NORDICPHOTOS/GETTY Roger Avary, sem vann Óskarinn ásamt Quent- in Tarantino fyrir handrit sitt að Pulp Fiction, hefur verið duglegur við að senda Twitter-skila- boð úr fangelsinu þar sem hann dvelur. Avary var í síðasta mánuði dæmdur í eins árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann ók bíl sínum á ljósastaur drukkinn. 34 ára maður lést í slysinu og eiginkona Avarys meiddist alvarlega. Hann játaði glæpinn og var fyrir vikið send- ur í steininn þar sem hann þarf að dúsa næsta árið. Einnig fékk hann fimm ára skilorðsbund- inn dóm. Margir héldu að ferill hins 44 ára Avarys í Hollywood væri á enda eftir slysið en miðað við tíð Twitter-skilaboðin þar sem hann lýsir líf- inu í fangelsinu á skáldlegan hátt, virðist enn þá vera einhver töggur í honum. „Veikindi dreif- ast um fangelsið eins og skógareldur og #34 er hjálparvana og getur engan veginn komist hjá útbreiðslunni og hinni óumflýjanlegu sýkingu,“ skrifar hann. Samkvæmt The Guardian er ekki vitað hvort Avary skrifar skilaboð- in í gegnum tölvu sem hann fær úthlut- að í fangelsinu eða hvort hann les þau upp fyrir vin sinn sem síðan setur þau á Twitter. Avary hefur á ferli sínum leik- stýrt myndunum Killing Zoe og The Rules of Attraction, auk þess sem hann framleiddi og átti þátt í handriti Beowulf sem Robert Zemeckis leik- stýrði árið 2007. Einnig skrifaði hann handritið að myndinni Silent Hill. Twitter-skilaboð úr fangelsinu ROGER AVARY Avary, sem vann Ósk- arinn árið 1995, er duglegur við að senda Twitter-skilaboð úr fangelsinu. NORDICPHOTOS/GETTY FIMMTUDAGS TILBOÐ 50934 54944 Litir: Svartur Stærðir: 40 - 47 Track IV 24.995 19.995 41963 00101 Litir: Svartur Stærðir: 36 - 42 Flair 24.995 19.995 50164 01001 Litir: Svartur Stærðir: 40 - 50 Helsinki 19.995 15.995 Ullarfóðraðir 68213 55294 Litir: Ljós grár Stærðir: 36 - 42 Offroad Lx 18.995 14.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.