Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2009 3kjólar ● fréttablaðið ● Það sem einkennir kjólatísku vetrarins er að efnum er blandað saman til að auka á fjölbreytnina að sögn Láru Jónu Ingadóttur, rekstrarstjóra hjá versluninni Companys í Kringlunni. „Kjólar eru eiginlega allsráðandi í kventísku vetrarins og við erum að taka inn stóra sendingu þannig að búðin verður full af fallegum kjólum fyrir jólin,“ segir Lára Jóna en tekur líka fram að Comp- anys sé með mikið úrval af kjólum allt árið um kring. „Leggingsbuxurnar eru enn mjög sterkar inni og alls kyns kjól- ar henta vel með þeim. Sami kjóll- inn getur verið notaður spari með háhælaskóm og sokkabuxum og sem vinnuklæðnaður með leggings eða stígvélum. Þannig er hægt að auka notagildi einfaldra kjóla,“ bendir hún á og heldur áfram: „Við erum með kjóla með ermum og án og hnésídd er áberandi í vetur enda passar hún við hvaða tilefni sem er og bæði við sokkabuxur og leggings.“ Svarti liturinn er mest áberandi í rekkum Companys en það sem einkennir tísku vetrar- ins er að efnum er blandað saman að sögn Láru Jónu. „Í mörgum til- fellum er notuð blúnda eða siffon með til dæmis svörtu efni. Það skapar tilbreytingu og gerir fatn- aðinn fjölbreytilegri. Svartir, ein- faldir kjólar eru alltaf vinsælir en svo erum við líka með liti svo sem fjólublátt, silfurgrátt og vínrautt sem er nauðsynlegt til að lífga upp á samkvæmin.“ Fatanúmerin í Companys eru allt frá 32 upp í 46 og Lára Jóna segir sniðin þannig að margir kjól- anna henti hvaða týpum sem er. „Hér er svo mikil breidd bæði í stíl og stærðum,“ tekur hún fram. Það eru einkum dönsk merki sem Companys er með, In Wear, Part Two, Saint Tropez, Soaked in Luxury og Design Remix, svo dæmi séu tekin. Lára Jóna segir kjólana til í ýmsum verðflokkum. „Við erum með mjög gott verð sem flestir eru að leita að núna,“ segir hún. Lára Jóna nefnir líka að með einföldum kjólum sé fallegt að bera hálsmen af einhverju tagi og segir mikið um gróf hálsmen og flott armbönd um þessar mundir. „Þau eru flott við kjólana og poppa þá aðeins upp.“ Ólík efni eiga samleið „Það er auðvelt að auka notagildi einfaldra kjóla,“ segir Lára Jóna, sem hér sést ásamt Höllu Rut Sveinbjörnsdóttur, verslunarstjóra Companys. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við vorum að læra um hernámið á Íslandi og hvernig íslenskar konur hrifust af hermönnunum. Hermenn- irnir voru herramenn, voru mjög kurteisir og komu vel fram við þær. Þær höfðu ekki kynnst þessu hjá ís- lenskum karlmönnum, sem flest- ir voru sjómenn og verkamenn. Í kennslubókinni Úr sveit í borg var ein ákveðin mynd af íslenskri konu í rosaflottum kjól og stígvélum og breskum hermanni þar sem hann er að kyssa hana. Þessi mynd heill- aði okkur svo að hún var eiginlega ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta efni,“ segir hópur unglinga úr 9. bekk Austurbæjar- skóla. Hann skipa Anna-Havi-Vu, Hjalti Þór Davíðsson, Karen Andr- eassen Þráinsdóttir, Lísbet Sigurð- ardóttir og Þórdís Hulda Árnadótt- ir. Unglingarnir voru allir mjög hrifnir af hernámstískunni. „Ég myndi nú samt ekki ganga í hermannsfötum,“ segir Hjalti en ákveðið var að hafa hann í búningi hermanns. Stelpurnar gátu hins vegar allar hugsað sér að upplifa hernámstískuna og jafnvel að taka sumt af henni inn í eigin fatastíl í dag. „Kjólarnir voru svo æðisleg- ir og tískan í dag er svolítið gam- aldags.“ Hópurinn hafði allur tekið kvik- myndagerð sem valfag og lang- aði í framhaldinu að búa til gam- aldags bíómynd um ástandið. „Allir höfðu sitt hlutverk, Lísbet leikstýrði, Havi var kvikmynda- tökukona og hinir leikarar. Þetta var mjög skemmtilegt. Okkur var síðan sagt frá myndbandakeppni 66 N, sem er fyrir grunnskólana, og ákváðum að senda myndina okkar inn. Við unnum svo í flokknum 8.- 10. bekkur, sem kom okkur algjör- lega á óvart.“ En mynduð þið vilja upplifa her- námsárin? „Já, hvort við vildum,“ segja stelpurnar. Það væri frábært að fá hingað svona marga stráka. Hjalti hins vegar óttast ekkert sam- keppnina og telur þá íslensu ekkert síðri. - uhj Heitt á hernámsárunum Tvær ástands- meyjar skarta sínu fegursta. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N Bresku og bandarísku hermennirnir voru eftirsóttir. Stelpurnar á bak við vélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.