Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 12
12 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Startarar og alternatorar Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is SÖLUSTAÐIR Davidsson: Rammagerðin ehf Hafnarstræti 19, Reykjavík Keflavíkurflugvelli Akureyri Egilsstöðum www.rammagerdin.is REYKJAVÍK Breyttar aðstæður efna- hagslífs gera að verkum að „menn eru ekki að fara að setja milljarða í að byggja eða flytja flugvöll á næstunni“. Reykjavíkurflugvöll- ur verður því ekki færður eða lagður niður í bráð. Svo segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi og for- seti borgarstjórnar. „Við skulum ekki gleyma því að við erum með mörg hundruð manns í vinnu og að það eru ekki til fjármunir fyrir þessa dýru samgöngumiðstöð.“ Fyrir utan annað sé völlurinn á aðalskipu- lagi til ársins 2024. Því sé sjálf- sagt að skoða það að byggja nýja flugstöð, berist um það erindi frá ráðherra. Spurður um kostnaðinn við völl- inn, sem Gísli Marteinn Baldurs- son borgarfulltrúi telur að nemi fjórum milljörðum króna á ári, segir Vilhjálmur: „Þú verður að spyrja hann að því, hvernig hann fær það út.“ Viljhálmur lítur á flugstöðvar- hugmyndina sem endurnýjun á byggingu, en ekki þannig að verið sé að bæta við starfsemi. Hann svarar ekki, um hvort til greina komi að breyta aðalskipu- lagi og festa flugvöll- inn í sessi umfram það sem nú er. Spurður hvort samstaða sé um nýju flugstöðina í Sjálfstæðis- flokknum segir Vil- hjálm- ur að það hafi ekkert verið rætt. Hins vegar hafi verið samkomu- lag um minnisblað um stærri samgöngumiðstöð í vor. Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi hefur gagnrýnt meint stefnuleysi meirihlutans. Lagt hafi verið í mikinn kostnað til að breyta Hlíðarfótarlóð og rýma fyrir samgöngumiðstöð. Þetta kostar borgarsjóð 450 milljónir í ár, að sögn Dags. Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður skipulagsráðs, segir það vekja furðu að Dagur sé „að gagn- rýna viðræður okkar við ráð- herra Samfylkingar. Þessi vinna er unnin að beiðni ráðuneytisins. Sé hann að gagnrýna breyttar áherslur ætti hann að gagnrýna ráðherrann, ekki borgina“. Hlíðarfótarlóðin sé fyrst og fremst til uppbyggingar á Vals- svæðinu: „Háskólinn í Reykjavík hefur starfsemi um áramót og verði ekki hugað að samgöngu- bótum verður þar umferðaröng- þveiti.“ klemens@frettabladid.is Flugvöllurinn fer ekki á næstunni Forseti borgarstjórnar segir að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki lagður niður á næstu árum og svarar ekki hvort til greina komi að breyta aðalskipulagi, til að festa hann í sessi. Formaður skipulagsráðs undrast gagnrýni Samfylkingarinnar. VILHJÁLMUR ÞÓRMUNDUR VILHJÁLMSSON Forseti borgarstjórnar segir Gísla Martein Baldursson bestan til að svara fyrir útreikninga sína á kostnaði við Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Segir að kostnaður borgarinnar vegna samgöngumiðstöðvar liggi helst í unnum stundum starfsfólks. MYND/ÚR SAFNI SLÁTURHÁTÍÐ Hindúar í Nepal komu saman í vikunni til fórnarhátíðar þar sem dýrum var slátrað í hundraða þúsunda tali handa valdagyðjunni Gadhimai. Hátíð þessi er haldin á fimm ára fresti og sætir harðri gagn- rýni víða um heim. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Síminn hóf í gær að bjóða upp á farsímaþjónustuna Ring, sem sérstaklega er gerð með þarfir ungs fólks í huga. „Við lítum ekki á Ring sem hefðbundna far- símaþjónustu heldur stuðning við vinahóp. Notendurnir eru hópur sem talar saman, fer út að borða og í bíó,“ segir Sigurður Hjaltalín Þórisson, vörustjóri Ring hjá Sím- anum. „Allt er gert svo vinahópur- inn geti verið saman.“ Með þjónustunni fylgja kaupauk- ar, afsláttur í kvikmyndahús á til- teknum dögum og af mat og fötum, svo sem hjá verslunum NTC. Sig- urður bendir á að vinahópurinn hjá Símanum sé geysistór enda viðskiptavinir alls 160 þúsund tals- ins. Viðskiptavinir Ring kaupa áfyll- ingu fyrir 1.990 krónur og dugar hún í 31 dag. Fyrir upphæðina má tala í 1.500 klukkustundir, eða heil- an sólarhring og klukkustund betur. Fjöldi smáskilaboða er innifalinn í verðinu. Ekkert kostar að hringja innan kerfis fyrr en 1.500 mínút- urnar eru uppurnar. Þá kostar hver mínúta 15,5 krónur. Þá nýtast 990 krónur af inneigninni til símtala á milli kerfa. Þegar inneigninni slepp- ir gildir mínútugjald á milli kerfa. Sé farið yfir inneignina þurfa við- skiptavinir ekki að eiga von á bak- reikningi vegna ofnotkunar. - jab VÖRUMERKIÐ KYNNT Ný þjónusta Sím- ann horfir á viðskiptavini sem vinahóp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Síminn ýtti nýju vörumerki úr vör í gær sem leggur áherslu á ungt fólk: Sjá viðskipavini sem vinahóp FÉLAGSMÁL Alls eru 26 manns á biðlista á Akureyri eftir búsetu með þjónustu fyrir fatlaða. Þetta kom fram í máli Önnu Marit- ar Níelsdóttur félagsráðgjafa á fundi félagsmálaráðs Akureyrar. Níu manns eru á biðlista eftir húsnæði sem sérstaklega er ætlað geðfötluðum, þar af eru fjórir sem bíða eftir úrræði fyrir einstaklinga með geðfötlun og viðvarandi vímuefnavanda. Alls bíða sautján einstaklingar með þroskahömlun eftir búsetu. Í bókun félagsmálaráðs kemur fram að áfram þurfi að leita allra leiða til að mæta þörfum umsækj- enda. - th Búseta fyrir fatlaða: Fjöldi á biðlista á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.