Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 11
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 2009 11 20% afsláttur af Guinot snyrtivörum í dag og á morgun.* Frábær jólatilboð fyrir dömur og herra. Snyrtifræðingar okkar veita þér faglega ráðgjöf. Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 50d, s. 553-5044 * Gildir ekki af öðrum tilboðum. „MERGJAÐUR SKÁLDSKAPUR“ Heillandi saga um ást og aðskilnað, einsemd og eftirsjá, hamingju og vonbrigði – og amerískan geðlækni sem skrifar raunveruleikaskáldsögu með fræðilegu ívafi. Ísmeygileg gamansemi, fágaður stíll og einstök innsýn í heim ástarinnar eru einkenni þessarar glæsilegu skáldsögu sem kallast um margt á við ástsælar bækur Steinunnar, Tímaþjófinn og Ástin fiskanna. GÓÐI ELSKHUGINN EFTIR STEINUNNI SIGURÐARDÓTTUR „Einstakur höfundur.“ – Le Monde „Gamansemi hennar og leikandi léttur stíll, sem er einstaklega hugmynda- ríkur, gera lesturinn afar ánægjulegan, ekki ósvipað því að lesa verk Halldórs Laxness þegar hann var upp á sitt besta.“– Politiken 4. Sæti MetsölulistaEymundsson 18. -24. nóv.Innbundin skáldverk Þröstur Helgason –Víðsjá D Y N A M O R E Y K JA V ÍK BELGÍA, AP Rom Houben segist vera nánast eins og endurfæddur, nú þegar hann hefur fengið hjálp við að tjá sig eftir að hafa legið mál- vana í 23 ár lamaður eftir bílslys. Læknar héldu hann vera í dái allan tímann, þar til einn áttaði sig loks á því að Houben var með fullri með- vitund. „Ímyndaðu þér bara. Þú heyrir, sérð, finnur til og hugsar en eng- inn áttar sig á því,“ segir hann með aðstoð talþjálfa, sem hjálpar honum að nota tölvulyklaborð til að tjá sig. „Þetta var sérstaklega pirrandi þegar fjölskyldan mín þurfti á mér að halda,“ sagði Houben, sem átti erfitt með að geta ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann frétti af láti föður síns. „Ég gat ekki tekið þátt í sorg þeirra. Við gátum ekki veitt hvert öðru neinn stuðning.“ Talþjálfinn, Linda Wouters, segir Houben stýra hönd hennar á lykla- borðinu. Hún finnur fyrir léttum þrýstingi frá fingrum hans, og greinilegt sé þegar hann mótmælir ef hún ætlar að ýta á rangan hnapp á lyklaborðinu. Til þess að ganga úr skugga um að það sé í raun Hou- bens sem stýrir stafavalinu hefur verið prófað að sýna honum hluti meðan Wouters er ekki nærri, og síðan er hann spurður út í það sem hann sá þegar hún kemur til baka að aðstoða hann. - gb Belgíumaðurinn Rom Houben tjáir sig eftir að hafa verið talinn í dái í 23 ár: Segist vera nánast eins og endurfæddur TJÁIR SIG MEÐ STUÐNINGI Houben notar lyklaborð til að tjá sig með aðstoð talþjálfa síns, Lindu Wouters. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BERGEN Íbúar í Bergen vinna nú hörðum höndum að því að endur- reisa piparkökubæinn sem lagður var í rúst aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir að margir leggi hönd á plóginn er samt ljóst að bærinn verður ekki opnaður nú um helg- ina heldur í næstu viku. 650 hús höfðu verið sett upp í miðbæ Bergen síðastliðinn laug- ardag en flest voru eyðilögð í skemmdarverki sem bæjarbúar eru mjög ósáttir við enda pipar- kökubærinn orðinn að jólahefð í bænum. Tveir menn voru hand- teknir í fyrradag grunaðir um skemmdarverkið en látnir lausir að loknum yfirheyrslum. Íbúar hafa þegar bakað 100 ný hús og að því er fram kemur í dagblaðinu Bergens tidende eru þeir mjög áhugasamir um endur- reisnina. - sbt Íbúar í Bergen taka gleði sína: Piparkökubær endurreistur PIPARKÖKUHÚS Húsin sem eyðilögð voru í Bergen voru glæsileg rétt eins og þau sem hafa verið til sýnis á árlegri piparkökuhúsasýningu í Kringlunni. ÞÝSKALAND Dómstóll í Neðra- Saxlandi í Þýskalandi hefur úrskurðað að svonefndur sam- stöðuskattur, sem Vestur-Þjóð- verjar hafa þurft að greiða til að standa straum af uppbyggingu í Austur-Þýskalandi, brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Málið kemur nú til kasta stjórnlagadómstólsins í Þýska- landi. Staðfesti hann úrskurðinn mun það kosta þýska ríkið stórfé í endurgreiðslu skattsins. Samstöðuskatturinn var fyrst lagður á til eins árs þegar þýsku ríkin sameinuðust árið 1991, en var síðan tekinn upp aftur árið 1995 um óákveðinn tíma. - gb Samstöðuskattur lögbrot: Kostar þýska ríkið stórútlát

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.