Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 61

Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 61
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 2009 45 Fjaðrir og flottheit hjá Victoria‘S Secret „Við ætlum að fara svolítið USA- leiðina og búa til alvöru tískusýn- ingu með danssýningu og partíi eftir á,“ segir Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson eða Sveinbi, eig- andi superman.is, sem skipulegg- ur svokallað Fashion Party 2009 á Rúbín næstkomandi föstudag, 27. nóvember. „Ég var að tala við eiganda fataverslunarinnar fabulous.is og fékk þá þessa hugmynd. Dag- inn eftir fór ég af stað og það er búinn að fara rosalega mikill undirbúningur í þetta. Það eru æfingar tvisvar í viku hjá okkur fyrir tískusýninguna og búið að semja fjögur dansatriði,“ segir Sveinbi, en dansþjálfunin er í höndum Lindu Óskar Valdimars- dóttur. Aðspurður segir Sveinbi margt um að vera í partíinu á föstudag. „Við verðum með eldgleypi fyrir utan sem tekur á móti gestum og sportbíla svona fyrir „lúkkið“. Sverrir Tattú verður svo á svæð- inu með sinn stól. Hann mun byrja á því að tattúvera strák sem er búinn að panta verk og ef hann nær að klára það er mögu- leiki fyrir aðra að setjast í stól- inn,“ útskýrir Sveinbi, en kynn- ir kvöldsins verður Haffi Haff. „Miðasala verður við innganginn og svo ætlum við að bjóða hlust- endum Flass FM 104,5 að hringja inn og komast á gestalista,“ segir hann og býst við góðri mætingu á Rúbín á föstudag, en húsið verður opnað klukkan 21.30. „Viðbrögðin eru búin að vera alveg svakaleg og við stefnum í að það mæti hátt í 500 manns,“ segir Sveinbi. - ag Sportbílar og eld- gleypir á tískusýningu FASHION PARTY 2009 Sveinbi skipuleggur tísku- og danssýningu á Rúbín ásamt Rósinkrans Má Konráðssyni og Lindu Ósk Valdimarsdóttur danskennara. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Árleg tískusýning undirfatafyrirtækisins Victoria‘s Secret fór fram á fimmtudagskvöld á The Lexington Armory í New York. Hljómsveitin Black Eyed Peas opnaði sýninguna með lagi sínu Boom Boom Pow við góðar undir- tektir. Áhorfendur voru ekki síður ánægðir þegar ofurfyr- irsætan Heidi Klum steig á svið í fyrsta sinn frá því að hún eignaðist sitt fjórða barn fyrir fimm vikum. „Amma mín lést úr brjóstakrabba- meini svo ég hef alltaf viljað gera eitthvað fyrir krabbameinsfélag- ið,“ segir Alan Jones söngvari sem endurgerir lagið All You Need Is Love með Bítlunum. Allan ágóða af sölu gefur hann til rannsókna á brjóstakrabbameini. „Textinn í þessu lagi er svo ein- faldur, en náði beint til mín. „Allt sem þú þarft er ást“ og það er svo rétt,“ segir Alan. Þetta verð- ur „live“ upptaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Ég, Arnar Jónsson og Kristín Ósk Wium Hjartardótt- ir syngjum lagið saman og verð- um með kvennakór í bakröddum. Steinþór Teavue spilar undir á píanó og Elva Björk Rúnarsdóttir á fiðlu. Við tökum upp um miðjan desember og lagið kemur út fyrir jól. Það verður fáanlegt á ton- list.is og allur söluágóðinn renn- ur beint í rannsóknir á brjósta- krabbameini,“ útskýrir Alan sem mun jafnframt halda tónleika til styrktar málefninu í Fríkirkjunni 18. desember. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alan gefur ágóðann af tónlist sinn til góðgerðarmála, en hann hélt nýverið styrktartónleika fyrir Ellu Dís og gaf allan ágóðann í læknismeðferð hennar. Aðspurð- ur segir hann peningana ekki skipta sig máli. „Þetta snýst allt um að gefa til baka og það skiptir mig meira máli en peningar. Þeir munu koma síðar,“ segir Alan. - ag Lætur gott af sér leiða ENDURGERIR ALL YOU NEED IS LOVE Alan Jones ætlar að endurgera lagið All you need og mun allur söluágóðinn fara í rannsóknir á brjóstakrabbameini. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í FÍNU FORMI Ofurfyrirsætan Heidi Klum geislaði á sýningu Victoria‘s Secret, aðeins fimm vikum eftir að hún eignað- ist sitt fjórða barn. HANSKAR OG FJAÐRIR Fyrirsætan Miranda Kerr tók sig vel út í dökku nærfatasetti. GLÆSILEG Í GRÆNU Fergie úr Black Eyes Peas var glæsileg í grænni samfellu, korseletti og pilsi þegar hún steig á svið og söng á sýningunni. BLACK EYED PEAS Hljómsveitin Black Eyed Peas opnaði sýningu Victoria‘s Secret með lagi sínu Boom Boom Pow. FLOTT Fyrirsætan Marissa Miller var flott í rauðum og svörtum nærfötum, með svarta vængi. amborgarar 4 brauð alltaf í leiðinni! h g 4 o498 kr.pk. ÓDÝRT ALLA DAGA!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.