Fréttablaðið - 26.11.2009, Side 39

Fréttablaðið - 26.11.2009, Side 39
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2009 Öllu var tjaldað til á tískusýningu í Kol- ombó, höfuðborg Srí Lanka, á dög- unum. Tilgangurinn með sýning- unni var, fyrir utan að sýna allt það nýjasta í innlendri hönnun, að safna í sjóð til styrktar her- mönnum stjórnarhers Srí Lanka sem særðust eða fjölskyldna þeirra sem létust í átökum við uppreisnarmenn Tamíl-tígra í norðurhluta landsins. Þeim lauk með uppgjöf uppreisnarmann- anna í maí á þessu ári. - rve Óhætt er að segja að í engu hafi verið til sparað við gerð kjólanna, eins og sést af þessum brúðarkjól. Áhersla var ekki síður lögð á fagra fylgihluti en kjóla, svo sem eyrnalokka og hárskraut. Svart og gyllt. Fyrirsæta sýnir fallega mynstr- að sjal. Gyðjur og glæsileiki Pallíettukjólar njóta vinsælda í vetur. Kemur sér vel, segir Eva Pálsdóttir, verslunarstjóri Vila, þar sem fátt sé fegurra en glitrandi gersemar um jólin. „Ætli það séu ekki einna helst silfruðu, gylltu og svörtu pallí- ettukjólarnir,“ segir Eva Pálsdótt- ir, verslunarstjóri Vila í Smára- lind, beðin um að lýsa því hvers konar kjóla konur kaupi einna helst fyrir þessi jól og áramót. Eva kann enga skýringu á vinsældum pallí- ettukjóla aðra en þá að þeir komist reglulega í tísku. Eiginlega sé það hálfgerð heppni að það skuli bera upp rétt fyrir jól, þar sem slík- ir kjólar – jafn skrautlegir og þeir geta verið – henti vel við hátíðleg tækifæri. Þá segir Eva kjóla í rokkaðri kantinum eftirsótta en af þeim fæst gott úrval í Vila. „Þá á ég til dæmis við stutta pallíettukjóla í alls kyns litum, sem ná niður á hné,“ útskýr- ir hún og bætir við að þrátt fyrir gott litaúrval gangi svartur best í íslenskar konur. Eva bendir á að stílhreinir kjólar séu líka í boði. „Þessir svörtu sem henta við öll tækifæri. Slíkur kjóll og leggings er kjörin samsetning við hversdagsleg tilefni. Svartur kjóll, háir hælar og fallegar sokka- buxur við klikka hins vegar ekki á fínni uppákomum.“ Hún tekur fram að við kjólana fáist fullt af fylgihlutum í búðinni. Nefnir til sögunnar skartgripi, golftreyjur og hlýra- og blúnduboli undir kjóla. „Þeir eru heitir núna og hafa sést á öllum sýningarpöllum.“ Eva bætir við að konur á öllum aldri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og tekur fram að kjólarn- ir kosti flestir um eða undir 10.000 krónum. Prinsessulegir pallíettu- kjólar eftirsóttir fyrir jól Evu Pálsdóttur, verslunarstjóra Vila, finnst það mikið gleðiefni að pallíettukjólar skuli vera komnir í tísku fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● JAPANSKI ÞJÓÐBÚNINGURINN Hinn japanski kimono kemur okkur fyrir sjón- ir eins og hálfgerður kjóll þótt kufl væri líklega réttara orð. Japanar hafa gengið í kimono í rúm 1.200 ár. Í byrjun þótti hann praktískur, hentaði í öllum veðrum og japönsk alþýða gat klæðst mörgum lögum undir honum. Seinna notuðu Japanar kimono til að aðgreina fólk eftir þjóðfélagsstéttum. Á Kamakura-tímabilinu 1192 til 1338 klæddust karlar sem konur kim- ono. Stríðandi aðilar áttu líka sína eigin einkennisliti og stundum voru orrustur samúraja eins og tískusýningar á að líta. Á Meiji-tímabilinu 1868-1912 hvöttu stjórnvöld lands- menn til að klæða sig að vestrænum sið. Þeim fækkaði því smám saman sem klæddust kimono. Nú er hann helst notaður sem viðhafnarbúningur í giftingum og því um líku. N O RD IC PH O TO S/ A FP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.