Veðrið - 01.09.1956, Page 5

Veðrið - 01.09.1956, Page 5
Um hádegi daginn eitir er veðrið gengið niður um allt land. Þá er kominn suðvestan-kaldi, útsynningséljagangur sunnan lands og vestan, en bjart veður á Norðurlandi. Símasamband hafði víða rofnað, en þó fara nú að berast fréttir af óveðrinu. Ekki verður reynt í þessari grein að gera tæmandi yfirlit yfir afleiðing- ar þessa veðurs. Ég hef aðeins reynt að draga saman það, sem birtist í blöðum næstu daga eftir storminn. Fer varla lijá því, að þar er ýmislegt missagt. Nokkrar augljósar villur í bæjarnöfnum hef ég leiðrétt, þó má búast við, að hér sé rangt skýrt frá ýmsu og margt vanti. Heildarmyndin ætti þó að vera rétt.. Skemmdir á húsum. Hér verða nú taldir þeir staðir á landinu, þar sem þess var getið, að skemmdir hefðu orðið á húsum. Mjög eru þær mismunandi miklar, sums staðar hafa aðeins 41

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.