Veðrið - 01.09.1956, Page 29

Veðrið - 01.09.1956, Page 29
TIL JÓNS F.YÞÓRSSONAR. Grímsey, 10. maí 1956. ICæri hr. Jón Eyþórsson! í tímaritinu „Veðrið“ voru nokkrar veðurlarsvísur, sem rifjuðu upp fyrir mér ýmislegt af því tæi, sem ég lieyrði þegar ég var krakki og síðar. Flest eru það að vísu gamlar veðurbábiljur, svo sem tröllatrú á vissum „merkisdögum", sem alkunnar eru, svo sem Pálsmessa, Kyndilmessa, Höfuðdagurinn, Egedíusar- messa o. fl„ og skal ég eigi fara út í þá sálma frekar. En nokkrar veðurvísur ætla ég að senda yður til gamans. Munu þær all-gamlar, að ég hygg, og sennilega eigi á hvers manns vörum nú orðið. Um upruna þeirra veit ég eigi né lieldur ltöfunda, en orðalag sumra þeirra getur ef til vill nokkuð sagt til um átthagana. Til dæmis þessi, sem að líkindum er úr Húnavatnssýslu, því „dorri“, (þ. e. hrútur) held ég að varla sé algengt nema þar. Þorri þrýstir fönn að skjánum, þynnast heyin vor. Norri nemur sál úr ánum, nýta krummar gor. Dorri dreginn upp í horl Þessa vísu lieyrði ég föður minn oft raula, þegar harðindi voru, en liann var kunnugur nyrðra, einkum Húnvetningum. Og sjálfsagt liefur verið kalt á Þorr- anum og Norri harður í horn að taka, þegar stakan var ort. Þessi vísa er úr Grímsey og sennilega úr ljóðabréfi: Nú er ekki neitt að frétta nema kuldann. Höldar róa heldur sjaldan, hávaxin þeim þykir aldan. Hér eru líka tvær úr Greímsey: Vetur fló, ég vel fæ spurt, vanur snjó og hríðum. Nú er Góa gengin burt, — gleði bjó það lýðum. 65

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.