Veðrið - 01.04.1963, Side 5

Veðrið - 01.04.1963, Side 5
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ARI - VERÐ ÁRG. KR. 40.00 1. HEFTI 1963 8. ÁRGANGUR RITNEFND: JON EYÞORSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON HLYNUR SIGTRYGGSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131 JÓN EY I>Ó RSSON: Rasmus Lievog og veðurathuganir hans í síðasta hefti Veðursins sagði ég sitt hvað af stjörnuturninum á Lambhúsum á Álftanesi og stjörnumeistaranum Rasmusi Lievog. Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur mér ekki tekizt ennþá að afla frekari vitneskju um uppruna og æviferil Rasmusar, en úr þvi kynni að rætast síðar. Framan á kápu þessa heftis er mynd al titilblaði fyrstu veðurbókar Rasmusar. Þar stendur með þeirrar tíðar stafsetningu og konunglegri viðhöfn: Meteorologiske O bservationer som efter kongel. allernaadigste Befaling og Bekostning ere gjorte fra lOde Augusti 1779 til 30te Junii 1780 paa Sönderlandet i Island af Rasmus Lievog. Á íslenzku mætti kalla þetta: Veðurathuganir, sem gerðar eru samkvæmt allramildilegustu skipun konungs og á hans kostnað, frá 10. ágúst 1779 til 30. júní 1780 í suðurhluta íslands, af Rasmusi Lievog. Framan við veðurbókina hefur Rasrnus Lievog gert grein fyrir mælitækjum sínum og hvernig þeim var komið fyrir bæði á Bessastöðum og síðar á Lamb- liúsum, eftir að hann flulli þangað á jólum 1779. Fer formáli hans hér á eftir í íslenzkri þýðingu: ATFIUGASEMDIR UM EFTIRFARANDI VEÐURATHUGANIR Frá 10. ágúst 1779 til 24. des. sama ár voru athuganir gerðar á búgarði Tho- dals stiftamtmanns, Bessastöðum, en upp frá því á Lambhúsum, en sá bær stendur h. u. b. 500 skref vcstur-suðvestur af Bessastöðum. Loftvogin, sem notuð var til athugana þessara, er gerð af Johan Lerra og afhent mér af prófessor Bugge við brottför mína frá Kaupmannahöfn. Mæli- kvarðinn í frönskum einingum, sem sé jjumlungum1), sem skipt er í 12 línur. 1) Franskur þumlungur = 12 llnur = 27,070 millimetrar, 1 lína = 2,250 mm. VEÐRIÐ — 3

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.