Veðrið - 01.04.1963, Síða 16
loftþrýstings liafa margvíslegar og mismunandi verkanir og fer það mjög eftir
skapgerð hvers og eins. Þetta geta flestir kannað með því að athuga iieimilis-
fólk sitt eða vinnufélaga og bera daglega saman skapferlið og veðurfarið. Það
er náttúrulega fjarstæða að halda því fram, að allar illdeilur og erjur manna
á milli stafi af veðrabrigðum og fallandi loftvog, en líkurnar fyrir jtví, að
veðurnæmur maður stökkvi upp á nef sér á heimili eða vinnustað, eru tals-
vert nteiri, ef loftvog er fallandi og veðrið er þrúgandi fyrir skapið. Þegar
loftvogin er stígandi og sólin skín, eru menn að jafnaði skapbetri og atorku-
samari til allrar vinnu, líkamlega sem andlega.
Maðurinn getur birgt líkama sinn upp að orku og alls konar efnum, en liann
getur ekki birgt hann upp með súrefni. Líkaminn verður að fá súrefni að
staðaldri og hverja einustu mínútu, annars raskast hið andlega og líkamlega
jafnvægi. Gegnum lungnablöðrurnar þrýstist súrefnið inn í blóðið fyrir til-
stuðlan loftþrýstingsins. Breytingar á loftþrýstingi liafa því áhrif á súrefnisnám
líkamans og þar með manninn. Ljósast dæmið um súrefnisskort er maður, sem
neytir áfengis. Vínandi verkar á móti súrefnisvinnslu líkamans. Drukkinn mað-
ur líður af súrefnisskorti. Hann er tilfinninganæmari og vanstilltari og líður
að lokum út af, ef drykkjunni er lialdið áfram, alveg eins og maður, sem fer
nógu liátt í loft upp, líður út af vegna súrefnisskorts og of lítils loftþrýstings.
Hér á íslandi er veðurfar yfirleitt umhleypingasamt, og loftþrýstingurinn er
mjög breytilegur. Það er því ástæða til að ætla, að áhrif veðurfarsins séu enn
greinilegri hjá Islendingum en flestum öðrum þjóðum. Það virðist í fljótu
bragði erfitt að sanna eða afsanna það, hvort veðurfarið hefur merkjanleg
áhrif á Islendinga, en við lestur bóka eftir íslenzka rithöfunda verður ljóst, að
veðurlýsingar eru stundum allstór þáttur í lýsingu liöfundarins. Ljóð og vísur
um árstíðirnar og veðurfarið samfara þeim eru margar og fjölþættar. Þórbergur
Þórðarson virðist gera veðurathuganir daglega og athuga þá um leið, hvernig
h'ðan hans breytist með veðurfarinu. I bók sinni, Bréf til Láru, tekur hann a.
m. k. svo til orða: „Veðráttan er eitthvert jjyngsta biilið, sent ég á við að búa.
í vondu veðri líður mér oftast illa. Ég er sljór og heilsulaus. í góðviðrum er
ég magnaður lífsfjöri og andríki." Þetta er greinargóð lýsing, og við hana Jtarf
tæplega að bæta. Það eru fleiri skáld en Þórbergur, sem veðrir hefur svona
mikil áhrif á, eða hvað segja menn um Jjessa lýsingu:
Utsynningur ygglir sig,
eilífa veðrir skekur mig;
ég skjögra eins og skorinn kálfur. —
Skyldi ég vera jjetta sjálfur?
Utsynningurinn liefur ekki átt við Jónas Hallgrímsson frekar en vonda veðrið
á við Þórberg. Báðum þessum skáldum er jiað sameiginlegt, að illviðrin liafa
ekki einungis áhrif á andlega líðan þeirra, svo að þeir verða sljóir og vankaðir,
heldur virðast jjau jafnvel hafa bein áhrif á líkamlega heilsu þeirra. Annað
14 --- VEÐRIÐ