Veðrið - 01.04.1963, Síða 20

Veðrið - 01.04.1963, Síða 20
ætla, að lítið samband væri á milli fjölda sjálfsmorða og veðurfarsins, en við nánari athugun kemur sú einkennilega staðreynd í Ijós, að þau eru flest á vorin eins og dauðsföllin, og sker maímánuður sig úr með helmingi fleiri sjálfs- morð en flestir aðrir mánuðir ársins. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda sjálfsmorða á nokkrum tímabilum. Tímabil Fjöldi sjálfsmorða 1911-1915 45 1926- 1930 32 1931 - 1935 46 1936- 1940 64 Það er einkum tvennt, sem er athyglisvert við þessa töflu. í fyrsta lagi eru sjálfsmorðin næstum þvi jafnmörg á tímabilinu 1911—1915 og 1931—1935, og í öðru lagi eru þau helmingi fleiri tímabilið 1936—1940 en 1926—1930. Þetta má auðvitað skýra með slæmri afkomu eitt tímabilið og betri annað. Það er t. d. auðsætt, að sjálísmorðum fer ört fjölgandi á kreppuárunum. Hitt verður erfiðara að útskýra, hvers vegna þau eru að jafnaði helmingi fleiri í einum mánuði ársins en hverjum hinna, nema eitthvað annað komi til en slæm af- koma fólksins. í stuttu máli má flokka veðurnæmt fólk cftir {)ví, hvernig áhrif illviðra lýsa sér, en helztu einkenni eru: 1) Andlegur og líkamlegur doði 2) Kvíði 3) Seigla og kjarkur 4) Vanstillt skap 5) Kæti (sjaldgæít, enda oft kölluð hundakæti). Getur svo hver, sem vill, gert sér til dundurs að atliuga í hverjum flokknum liann er í hvert sinn. Um áhrif góðviðra á fólk er óþarfi að ræða, aðeins má benda á, svona til gamans, að bandarískar rannsóknir sýna, að fólk er viljugra að verzla í góð- viðrum en illviðrum og kaupir þá gjarnar einlivern óþarfa. 18 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.