Veðrið - 01.04.1963, Side 21

Veðrið - 01.04.1963, Side 21
PÁLL BERGÞÓllSSON: ÖlduhæS á úthafi í þessu greinarkorni verSur lýst aðferð til þess að áætla ölduhæð á úthafi eftir veðurkortum, fyrst og fremst eftir vindhraðanum. Nú má spyrja, hvort ekki sé fullnægjandi að teikna kort yfir ölduhæðina beinlínis eftir þeim athugunum, sem á henni eru gerðar, bæði á veðurskipum og mörgum kaupförum. Um þessar athuganir hefur verið skrifað áður í VEÐRIÐ, í greininni Teikning veðurkorta á skipum. Við þessari spurningu er því til að svara, að athuganir þessar eru víða strjálar, ekki sízt kringum ísland, og þa:r segja fátt um annað en þau svæði, sem skipin eru stödd á. Veðurkortin lýsa liins vegar vindinum með mun meiri vissu, jjví að auk beinna vindathugana segir loftþrýstingurinn rnikið tii um vindinn á hafsvæðunum miili skipanna. Einnig er á annað að líta. Vilji menn spá öidugangi, er fyrsta skiiyrðið að spá vindi, og eftir honum verður síðan að mcta bylgjurnar. En einmitt spár um öiduhæð eru mjög mikilvægar, ailra helzt eí þær ná nokkra daga fram í tímann. Takist þær sæmilega, geta skipafélög sparað stórfé með jrví að haga siglingaleiðum eftir sjóiagi, auk jjess sem betur fer um fólk og farm. Hér verður nú farið þannig að, að aldan á hverjum tíma er talin samsett af vindbáru og undiröldu. Vindbáran er metin eftir vindhraða fyrir sex klukku- stundum, en undiraldan er eingöngu tafin háð jrví, hver ölduliæðin var í 200 sjómílna fjarlægð fyrir 12 klukkustundum. Vindbára. Lengi hafa sjómenn vitað, að milli ölduliæðar og veðurhæðar er ákveðið hlut- fall, ef vindurinn blæs um tíma af sömu átt og með jöfnum styrk á rúmsjó. Þetta hlutfall kemur fram í eftirfarandi töflu, sem er samin eftir aljjjóðlegum leiðbeiningum um veðurathuganir á sjó. Þess skal getið, að ölduhæð er reiknuð frá öldudal til ölduhryggjar, og rniðað er við hinar stærri og greinilegri öldur. Vindhraði, hnútar..... 0 10 20 30 40 50 60 70 Ölduhæð, metrar....... 0 0.7 2 4 6 8/, lli/g 14ýó Ef undiralda er engin, er auðvelt að finna ölduhæð eftir þessu. Er jrá ekki annað en teikna línur fyrir vindhraðann, 10, 20, 30 hnúta o. s. frv. og merkja hverja Jjcirra með tilsvarandi ölduhæð samkvæmt töflunni hér á undan. En vegna þess að jiað tekur nokkurn tíma fyrir sjóinn að laga sig eftir vindi, er liér farið eftir vindinum eins og liann var sex klukkustundum áður. Eins kæmi VEÐRIÐ 19

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.