Veðrið - 01.04.1963, Page 23

Veðrið - 01.04.1963, Page 23
grundvöllur til þess að áætla undiröldu 12 klst. slðar. Um leið og veðurkortið sex tímum síðar er tilbúið, er hægt að sjá af því vindölduna sex stundum eftir það kort, og þannig má svo halda áfram koll af kolli. SamanburÖur við athuganir veðurskipa. Til þess að reyna aðferðina teiknaði ég sjö ölduhæðarkort á 12 tíma fresti frá 20. marz kl. 17 til 23. marz kl. 17 og gerði um leið samanburð við athuganir veðurskipa á ölduhæð. Eru þessi veðurskip nierkt með bókstöfum sínum á 1. mynd, og er rétt að geta þcss, að þar er C-skipið 4.2 gráðum norðar en venja er til. Alls fengust þannig 53 samanburðarathuganir. Reyndist skekkjan í áætl- uninni ekki fara yíir einn metra í tvö skipti af hverjum þremur, og aðeins í einu af hverjum 20 tilvikum varð skekkjan meiri en tveir metrar. Má þetta teljast sæmilegt, þegar jress er gætt, að yfirleitt jtykir ekki fært að áætla öldu- hæðina af skipum með meira en hálfs metra nákvæmni. VEÐRIÐ --- 21

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.