Veðrið - 01.04.1963, Side 25

Veðrið - 01.04.1963, Side 25
JÓNAS JAKOBSSON: Hitastig yfir Keflavík Veturinn 19f>2—'63 hefur verið mildur og hagstæður. Fyrri hlutann var hiti nálægt meðallagi, því að þótt nóvember væri heldur kaldari en undanfarin ár, var desember annað eins fyrir ofan meðallag. Seinni hluti vetrar varð aftur á móti talsvert hlýrra en venja er. Lætur nærri, að meðalhiti fyrsta fjórðungs árs- ins 1963 sé tveimur stigum liærri en í meðalári. Munar þar mest um marz, senr er nálægt þremur gráðum hlýrri en meðaltal síðustu 10 ára. Hitalínurnar, sem hér fylgja, lýsa vetrinum vel á sinn hátt. I október var hlý tíð fyrstu þrjár vikurnar, eða fram undir veturnætur. Vindur var þá lengstum á sunnan og suðaustan og flutti til landsins liafloft, lengst að sunnan og lilýjast þ. 19. og 20. Eftir Jiað hófst tveggja vikna kuldakafli. Þá voru lægðir suðaustur af landinu, svo að norðaustlægir vindar voru ríkjandi og báru að loft frá hafinu fyrir norðan og norðaustan landið. Um miðja fyrstu viku nóvember hlánaði í bili, en um miðjan mánuðinn var kuldakafli og annar rétt fyrir mánaðarlokin. í desember ríkti lilý suðlæg átt fyrstu vikuna. Þá gerði hálfs mánaðar um- Ideypingakafla. Lægðir bárust norðaustur yfir landið eða rétt hjá Jjví, svo að skakviðrasamt varð og ógæftir. Hitasveiflur voru jjó ekki ýkja miklar, Jjví að lægðirnar fóru of hratt lijá til að loft gæti komið mjög langt sunnan eða norðan að. Um jólin stilltist veðrið, ]>ví að mikið háþrýstisvæði breiddist yfir landið og hafið umhverfis. Eftir nýárið héldu stillurnar áfram eins og ljóslega má sjá á liitalínunum fyrir janúar. Eyrstu tvær vikurnar andaði einkurn á austan og norðaustan, cn um miðjan mánuðinn J>okaðist liæðin til austurs, svo að áttin varð suðlæg og veðrið milt. Tvö lítils háttar kuldaköst komu seinast í mánuðinum, en stóðu stutt. í fyrstu viku febrúar gerði norðan áhlau]>. Kemur J>að mjög greinilega fram sem kuldadalur á liitalínunum. Með ]>ví barst hrafl af hafís inn undir land nyrzt á Vestfjörðum, en liann livarflaði fljótlega frá og rak vestur á bóginn, J>ví að vindur gekk í austrið. Mestan hluta mánaðarins hélzt svo austanátt fremur hlý og hæg. Var því einmunatíð um allt land. Góðviðrið liélzt áfram í marz. Loft frá hafinu suður og suðaustur af landinu var einrátt. Útlit hitalínanna minnir á sumarmánuð, svo litlar eru hitabreyt- ingarnar. Aldrei gerði neitt kuldakast, og í 500 m liæð var hitinn lengstum yfir frostmarki. VEÐRIÐ 23

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.