Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 34

Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 34
Ur bréfum Árferði við ísafjarðardjúp (1961/1962). Úr bréfi frá Aðalsteini Jóhannssyni, Skjaldfönn, til Jóns Eyþórssonar, ds. 8. des. 1962. „Síðastliðinn vetur var með verri vetrum, sem sagt alltaf þræsingskóf, élja- gangur og skafelgur alla daga, en ekki stórhríðar. Var sæmilegt veður í tim 10 daga í góubyrjun, annars samfelldur þræsingur frá 22. nóv. til 12. apríl. Heybirgðir mínar voru slæmar í fyrrahaust vegna mikilla kalskemmda í tún- inu, og þess vegna varð ég að reyna að beita fé, ef nokkur tök voru á, þótt kóf væri, og þess vcgna eru ekki taldir nema 29 dagar, sem fé hafi staðið inni á vetrinum, en ef fóður hefði verið nóg, þá hefði eflaust mátt bæta minnst 50 dögum við, enda voru víða að verða slæmar ástæður með fóður um sumarmál, þegar batnaði. Ef ótíð hefði haldizt hálfum mánuði lengur, liefði getað orðið slæmt ástand, þar sem livergi var þá hægt að fá keypt liey. Allt fór þó sæmilega, en fóðurbætiskaup voru mikil og eru nú þungur baggi á mörgum. Sauðburður gekk hjá mér með ágætum. Lét fyrri lielming ánna bera inni, enda gróðurlítið. Var burði lokið hjá mér að kalla 13. júní, en þá dundu líka ósköpin yfir. Dagana 13. til 15. júní var NA- og N-livassviðri og látlaus stór- úrkonta, rigning eða krapi. Á þessu tímabili varð hiti mest 4° og komst ofan í 0,5°, og festi Jtá alveg ofan að túni. Allar ár og lækir meir en fylltu farvegi, og reyndar var alls staðar beljandi vatnsflaumur, svo að lamb gat livergi legið á þurrum bletti. Vorum við önnum kafnir við það allan tímann að bjarga skepnunum frá að lenda í vatnsföllin og ná í hús því, sem verst var komið.--- Spretta var afar sein, og ekki orðið slægt fyrr en um 20 júlí og jafnvel seinna sums staðar. Kalskemmdir voru víða miklar. Hjá mér voru þær meiri en í fyrra, því að verstu kölin, sem voru þá, urðu ekki svo mikið sem arfa vaxin í sumar. Heyfengur var því heldur rýr, þó aðeins betri en í fyrra, af því að ég var með nær tvo hektara nýrækt, sem reyndist lítið kalin. Ágústmánuður var kaldur og þurrklaus, þurrkur aðeins tvo sunnudaga, en úrkomur litlar, svo að liey skemmdust ekki. Fyrri hluta septembermánaðar voru sæmilegir þurrkar, og náðist Jxí mest inn, en frostnætur komu þá. Að morgni 9. sept. var eins cm Jtykkur klaki á vatnsbala kl. 9 að morgni. Háarspretta var engin, uppskera úr görðum víðast lítil, ber engin. Dálítið af krækiberjum var að verða Jnoskað, Jjegar frostin kontu og skennndu það. Haustið liefur verið ágætt að undanskildum liálfum mánuði í vetrarbyrjun, en þann tíma var hér þræsingsbylur með töluverðu frosti, Jjó ekki liríð nema einn dag, svo að inni stæði, en fé hefur verið hýst hér síðan 23. okt. ----Nú flæðir minkur hér yfir allt, drap hann fyrir mér öll hænsnin fyrir liðugri viku. Einnig drap liann 25 hænsni inni í Langadal í liaust---Minkur er kominn alls staðar hér í Nauteyrarlirepp og norður í Reykjarfjörð og Furu- fjörð á Ströndum. I>á hefur líka annað kvikindi setzt hér að á flestum bæjum 32 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.