Veðrið - 01.04.1963, Page 35

Veðrið - 01.04.1963, Page 35
sl. tvö ár, og er það svört niús eða rotta, heldur niinni en hagamús. Hún getur gengið upp veggi og ég lield, iivað sem er, og er mun verri en liagamúsin. Var þó nóg að hafa liana fyrir. Líkur benda til, að hagamúsin forðist liina svörtu Ásetningur er hér í haust yfirleitt frekar slæmur, marga vantar allnokkuð af heyjum. Það kann eitthvað að bæta úr, að tíð hefur verið svo góð, að fé hefur litla sem enga gjöf þurft til þessa. — ICýr komu alls staðar jafnt á gjöf eða inni- stöðu 23. október." Ég þakka Aðalsteini {>etta fróðlega bréf. Þótt það sé laust við allan barlóm, ber það með sér, að enn sem fyrr getur verið mörg búmannsraunin. — Því rniður virðast nú orðið fáir bændur gefa sér tíma til að skrifa svona fréttnæm bréf. Ég býst jafnvel við, að þeir standi í þeirri slæmu trú, að allar fréttir, sem máli skipta, komi í útvarpinu. En það er misskilningur. ]■ Ey. I.OFTSÝN. (Úr bréfi frá Guðmundi Jónssyni Ytri-líakka í Tálknafirði til Jóns Eyþórs- sonar, 27/3 1937). .. . datt mér í hug að lýsa fyrir yður loftsýn, sem ég og margir sáu, þó langt sé síðan. Hún þótti tilkomumikil og falleg, þó hún vissi ekki þar eftir á gott. En jafnframt verð ég að segja dálitla ferðasögu, þó hún sé ekki ýkjamerkileg. — Enn er mér minnisstæð veðurbreytingin, sem varð á eftir þessari sýn. Ég var þá nærri 18 ára [1881], en nú fullra 74 ára [f. 1863]. Ég átti heima á bæ þeim, sem Arnkötludalur lieitir. Hann liggur upp frá Steingrlmsfirði. Annar bær er framar í dalnum og lieitir Vonarhóll. Er röskur háltímagangur milli bæjanna. Laugardaginn annan í þorra var ég sendur suður yfir svonefnda Bæjardalsheiði. Þar fyrir sunnan tekur Reykhólasveitin við. Þegar ég var kominn upp á liá- lieiðina, sá ég þessa loftsýn. Ég naut hennar betur en margir aðrir, sem niðri 1 byggð voru, því bugðan á liringunum í suðri og suðvestri voru frá mér að sjá niðri við fjöllin. Þetta var um hádegi. Loftið var svoleiðis, að það sást hvargi hrein heiðbirta, ekki heldur nein lausaský, loftið var allt þámað, sem þá var kallað. Sólina sá vel, en alls staðar þar, sem hringarnir koniu saman, voru sólir eða geislabrot. Ég held, að þetta hafi séðst hátt í tvo tíma. Læt ég hér miða með líkingu af loftsýninni, eins og hún kom mér fyrir sjónir. Jæja, ég verð þá að halda áfram ferðasögunni. Ég lór eitthvað út í sveitina, en ætlaði mér að komast heim sama daginn. Það fór á aðra leið. í bakaleið átti ég að koma við á Bæ og taka meðul hjá Ólafi Sigvaldasyni lækni, en biðin þar varð lengri en ég bjóst við, svo það var farið að skyggja, þegar ég fékk meðul- in, og útlit að ljókka, svo ég réði það af að fara inn í Geiradal og norður Gauts- dal. Sá dalur liggur fram úr Geiradalnum, beint á móti Arnkötludal, og lágur liryggur á milli, sem kallaður er Þröskuldur. Ég gisti á bænum Gautsdal. Um nóttina gerði aftaka-norðanbyl, sem hélzt látlaust fram á föstudagskvöld seint [í næstu viku]. Á laugardagsmorgun var ég snemma á fótum, Jjví nú var koniið VEÐRIÐ -- 33

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.