Vikan


Vikan - 04.05.1961, Side 3

Vikan - 04.05.1961, Side 3
■em a.m.k. fríar húsið af allri sök, ef ekki sýknar það alveg. Eins og þú væntanlega veizt, var veitingahúsum heimilað að leggja gífurlega á gosið til þess að hafa á móti vín- sölu, sem önnur hús fengu sér til gróða, og virðist þá gilda einu, hvernig þjónustan er. Við lélegri þjónustu virðist ekki vera önnur refsing til en sú, að fólkið hætti að sækja staðinn. Svo komum við að salernisvanda- málinu. Sá draugur virðist fylgja menningar- þjóðinni íslendingum, að þeir geta ekki sætt sig við, að neitt sé þriflegt og snyrtilegt á al- menningssalernum. Helzt þurfa þeir að ausa vatni eða öðrum vökvum út um allt gólf, út- bía handklæði og helzt að henda þeim í gólf- ið, þegar það er orðið nógu illa útleikið o.s.frv. Ég hef aldrei skilið, hvað verður af sápunni, því ég á erfitt með að trúa, að land- inn éti hana — og þó???? Þá heyrir til að brjóta allt, sem brotnað getur, spegla, vaska, klósettkassa, klósettsetur, klósettskálar, að ógleymdum gluggum herbergisins. Þetta er að vísu nokkuð misjafnt eftir húsum, en því miður ótrúlega algengt um land allt, nema þá kannski sízt í Reykjavík, enda hafa flest húsin þar mann til að gæta klósettanna á samkomum. En jafnvel þar eru handklæði kvennaklósettanna svo illa útleikin af vara- lit og alls konar sóðaskap, að því myndu fæstir trúa að óreyndu. Það er því ekki að furða, þótt félítil félög úti um landið veigri sér við að kosta miklu til klósetta sinna, vit- andi það, að það verði allt eyðilagt á næstu skemmtun. Þetta kemur vitanlega verst nið>- ur á gestunum, en hverjir eru það, sem skemma allt og eyðileggja? — Hitt er svo annað mál, að þetta er ófremdarástand, sem verður að bæta sem fyrst, með einhverjum ráðum, og víst myndu heilbrigðisyfirvöldin ekki kætast, ef þau fréttu af svona aðbúnaði á samkundu. ÍTALSKA SNIÐIÐ Á KARLMANNA- BUXUNUM FRÁ SKIKKJU HEFUR NÁÐ MIKLUM VINSÆLDUM. ÞÆR FÁST NÚ í MIKLU LITAÚRVALl TERRILÍN OG ULLAREFNI. SAUMUM EINNIG EFTIR MÁLI. AÐAL— STRÆTI 4 «f Simi 1&88&. CJef junnr Aðalútsölustaður Kirkjustræti 8—10. Sími 1 28 38.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.