Vikan


Vikan - 04.05.1961, Page 4

Vikan - 04.05.1961, Page 4
Blóðþrýstingurinn og heilsan Menn ræða oftlega sín á milli um of háan eSa of lág- an blóðþrýsting, en vafalaust eru fáir, sem gera sér fulla grein fyrir þvi, hvaS blóð- þrýstingur í rauninni er. Það er fólgið i orðinu blóð- þrýstingur, aS viss þrýsting- ur sé á blóðinu í æðakerfinu. Þessi þrýstingur er mjög mis- munandi eftir því, hvar hann er mældur, en yfirleitt er mið- að við þrýstinginn í slagæð- um handleggsins. Blóðþrýst- ingurinn er mældur meS áhaldi, sem minnir einna helzt á loftvog. Hjartað er hin mikla blóS- dæla líkamans, og í hvert sinn, sem það herpist saman, spýtist um það bil tíundi hluti úr litra blóðs út í slagæða- netið, sem verður sífellt fínna og fínna, þar til það endar í örfinum háræðum. Þegar blóðið hefur farið í gegnum háræðarnar, snýr það aftur til hjartans. Þrýstingurinn stafar þess vegna af hinni si- felldu dælingu hjartans. ]>egar blóðið þrýstist út úr hjartanu, er þrýstingurinn mestur. Blóðið berst með æð- unum um líkamann, og smátt og smátt minnkar þrýsting- urinn. í háræðanetinu er þrýsting- urinn minnstur, ekki nema tíundi hluti af þrýstingnum í slagæðunum. Jafnframt því, sem þrýst- ingurinn er á mismunandi stöðum í líkamanum, er hann einnig mismunandi í hverjum einstaklingi, þar sem hann er kominn undir því, hve líffæri hvers eins eru virk. Minnstur er blóðþrýstingurinn í svefni, en hæstur er hann um miðjan dag, þegar menn leggja hvað mest að sér líkamlega. Við mikla áreynslu getur blóð- þrýstingurinn hækkað til mik- illa muna, einnig getur venju- leg taugaspenna eða mikil geðshræring aukið þrýsting- inn að verulegu leyti. Eðlilegur blóðþrýstingur, mældur í slagæð handleggs- ins, breytist ár frá ári í hverj- um ednstaklingi. f ungbörnum er blóðþrýst- ingurinn um það bil 75, í börnum 100—110 og i full- orðnum 110—135, en eins og fyrr getur, er þrýstingurinn breytilegur, svo að ekki þarf neinu að kvíða, þótt þrýsting- urinn falli eða hækki um svo sem 10—20. „Yfirumsjón“ með dælingu blóðsins annast miðstöð i mið- taugakerfinu. Frá þessari mið- stöð liggja smátaugar að öllu æðakerfinu. Miðstöðin sér um, að regluleg hreyfing sé á hringvöðvunum, sem liggja um æðarnar, en þes$ir hring- vöðvar gera það að verkum, að hægt er að herpa æðarnar saman að miklu leyti. Ef hringvöðvinn herpist saman, verður þvermál æðarinnar minna, en þar sein hjartað dælir sama blóðmagni í sí- fellu, hlýtur blóðþrýstingur- inn að hækka, eins og við getum fullvissað okkur um með venjulegri garðslöngu. Þetta er auðvitað afar gróf samlíking, því að æðakerfið allt er afar flókið og ýmsu háð. Það er hverjum manni lífs- nauðsyn að halda eðlilegum Framhald á bls. 33. Með sérstökum augnlampa getur læknirinn séð hinn aukna blóðþrýsting á æða- himnu augans. Það byrjaði að rofa til i vitund minni og ég sogaðist inn i straum af glymjandi jazzmúsik. Ég opnaði augun varlega, en fékk þá ofbirtu f þau frá billjósunum. Það var hræðileg barsmíð inni í höfðinu á mér og hávaðinn frá útvarpinu jók kvalirnar, svo að ég gat varla þolað við. Yarlega strauk ég hendinni um höfuðið og fann stóra kúlu fyrir ofan vinstra eyrað. Ég reis stynj- andi upp, þar til ég sat í framsæt- inu og þegar augun höfðu vanizt ljósinu sá ég hann á veginum fyrir framan mig. í Ijóshring billjósanna, tæpa þrjá metra frá bílnum, lá mannslikami flatur á harðri steypunni. Ég þurfti ekki að fara út og athuga það — manngarmurinn var dauður. Ég slökkti ljósið og sat þarna bara. Hvernig hafði ég lent 1 þessu? Hvað hafði komið fyrir manninn á veginum og livernig hafði ég sjálfur verið sleginn? Það fór kaldur hroll- ur upp bakið á mér og breiddist út um aumt höfuðið. Ég reyndi að hugsa, — hugsa, svo að brakaði í öllu en ég mundi ekki eftir neinu, sem liafði gerzt áður en ég vaknaði við jazzmúsikina. Fortíð mín var horfin. Ég kveikti á mælaborðinu. Nii fyrst tók ég eftir stóra skrúflyklin- um, sem lá i framsætinu og þvi, að grænt áklæðið var dökkrautt og klístrugt í kringum hann. Það var eins og lömun breiddist út um hendur mínar og fætur og ég hallaði mér örmagna aftur. Þetta voru sannarlega djöfullegar kringumstæður! Ekkert minni! Hafði ég ekið á manninu á vegin- um? Hvernig stóð þá á blóðugum skrúflyklinum? Var þetta mér að kenna, eða var kannski einhver þriðji maður við þetta riðinn? Ótal spurningar brutust um i ringluðu höfðinu — en hvar var svarið að finna? Eins og ég var á mig kominn gat ég varla snúið mér til lögreglunnar. Grunurinn mundi falla á mig — það var alls ekki víst, að þeir mundu ómaka sig til að rannsaka þetta nánar. Ég varð að fara heim og hvíla mig þangað til ég gæti séð hlutina í skýrara Ijósi. En hvar var heimili mitt? Hvað hét ég, og hver var ég? Ég fór að leita i vösum mínum og fann brátt fullt peninga- veski. Hér hlaut þó að minnsta kosti að finnast ökuskírteini, sem leiddi i Ijós hver ég væri. Allt í einu kom tilkynning í út- varpinu, sem fékk mig til að hætta leitinni. „Við gerum hlé á dagskránni til að lesa seinustu tilkynningu frá lögreglunni um leitina að fanganum John Lund, sem strauk frá Fairfield geðveikrahælinu snemma í morgun. Lögreglan hallast að því, að stroku- maðurinn sé einhvers staðar í ná- munda við Huntsville. íbúar þar í nágrenni eru beðnir að svipast um eftir honum, en engar tilraunir er ráðlegt að gera til að ná honum. John Lund er geðveikur og getur verið hættulegur. Lýsing á útliti hans er þannig ...“ Ég hlustaði spenntur og hugsaði sem svo, að ástandið væri nógu bölvað eins og það væri, þótt ekki bættist ofan á að vitfirringur gengi laus hér um slóðir. Þá datt mér nokkuð í hug. Var hugsanlegt að vesalingurinn á veginum væri John Lund? Gat verið, að okkur hefði lent saman og ég drepið hann i sjálfs- vörn? Lýsingin á John Lund gat átt við flesta. Veskið var þungt í hendi minni og ég fór aftur að skoða í það. Ég sá fljótt, að ég var tryggingarsölu- maðurinn Clive Thomas og ég bjó á Oliver Street í Huntsville. Drott- inn minn dýri! Ef ég átti konu, hlaut hún að vera viti sínu fjær af hræðslu að vita af þessum vitfirring vera að læðast um nágrennið. Lítil mynd skar úr um það. Kon- an var lagleg og greinilega rúmlega þrjátíu ára. Drengirnir tveir á myndinni voru kröftugir strákar, eins og mér féllu bezt, og gátu vel verið synir minir. Lykillinn stóð í skiptiborðinu og ég sneri honum. Stóri, lokaði bíll- inn fór í gang. Ég ók aðeins aftur á bak, áður en ég fór fram hjá mann- inum á veginum, en það var fyrst eftir að ég var kominn fram hjá, að ég kveikti á bílljósunum. Meðan geðveiki maðurinn gengi laus, fannst mér það skylda mín að fara heim. Ég vonaði bara, að mað- urinn, sem lá á veginum væri í raun og veru Lund. Kvöldið var svalt og það var glaða tunglskin. Ég gat varla verið kom- inn fram hjá stóra skiltinu, sem tilkynnti að það væru átta kíló- metrar til Huntsville. Bíllinn þaut áfram og lagði að baki hvern kílómetrann á fætur öðrum. Ég leit á klukkuna og hún var á mínútunni sjö. Ég vissi þó hvað klukkan var, þótt ég hefði ekki hugmynd um hvaða dagur var, vika eða ár. Ég kvaldist enn af höfuð- verknum. Þó leið mér einhvern veg- inn vel og naut þess að aka. Það grillti í borgarljósin fyrir neðan Hvernig stóð á blóðugum skrúflyklinum? Hver var maðurinn, sem lá dauður á veginum? Var ég morðinginn? Hver var ég — hvað hét ég? Það var hræðilegt að muna ekki eftir neinu. 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.