Vikan


Vikan - 04.05.1961, Page 13

Vikan - 04.05.1961, Page 13
35S? -Htier réttir upp l/ikuskei/um ? íslendingar hafa lengi haft mætur á sterkum mönnum jafnvel svo, að aðrir hæfileikar eða gáfur þóttu hvergi nærri eins eftirsóknarverð sem líkamskraftar. Sögur um sterka menn gengu frá kynslóð til kyn- slóðar, og það var talað um þá með aðdáun. Sjálfsagt hefur krafta- dýrkunin eitthvað minnkað, en þó hafa menn gaman af hraustlegum átökum enn í dag. Nú ætlar Vikan að athuga, hverjir eru sterkir — og ekki sterkir. Þeir ætla að smíða nokkrar skeifur fyrir blaðið í Hamri, — þeir smíða skeifur ekki síður en annað, — og síðan ætlum við á stjá. Við munum koma á fjölmenna vinnustaði, í smiðjur, verkstæði, verksmiðjur, niður að höfn, í bankana og á skrifstofur, á skemmtistaði, og ekki má gleyma því, að við ætlum að senda nokkrar skeifur til trúnaðarmanna okkar úti á landsbyggðinni. Og hvað á svo að gera við allar þessar skeifur? Jú, það er auðsætt. Það á að finna sterka menn, sem eru þess megnugir að rétta þær upp. Skeifurnar verða að sjálfsögðu nákvæmlega eins, og þeir í Hamri sjá svo um, að meðalmaður geti rétt þær um svo mikið sem einn millímetra. En sá, sem réttir bezt upp Vikuskeifuna, fær verð- laun: Fallegan og þægilegan ruggustól og auðvitað frá SKEIFUNNI. Ekki mun af veita að hvíla sig á eftir. verðlaunin; VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.