Vikan - 04.05.1961, Qupperneq 19
Syndið
og
gleymið
hárinu
Þegar hlýnar f veðri, að nýju vaknar áhugi á
sundi. En margar ungar stólkur — og reyndar
eldri líka hika við að stunda þá fþrðtt,
vegna þess hve hárið blotnar og hárgreiðslan
því þann daginn farin ót f veður og vind. Þess-
ar myndir sýna hvernig hægt er að koma f
veg fyrir það. Hárgreiðsiurnar, sem myndirnar
sýna, eru heppilegar fyrir sumarið, því til þeirra-
þarf aðeins nokkrar hárnáiar undir sundhett-
una og svo það, að hárið sé hæfilega stutt..
Fyrsta myndin sýnir látlausa hversdagsgreiðslu..
Á annarri myndinni er sýnt, hvernig lokkarnir
eru nældir flatir upp. Á þeirri þriðju er sára-
bindi vafið þétt um höfuðið og brotið svolftið
inn af bróninni, sem að andlitinn snýr. og aftur
fyrir. Krossleggið og nælið saman. Athugið að
lokkarnir hafi ekki haggazt. Á þeirri fjðrðu
er heppileg gerð af sundhettu. Kaupið aldrei
aðrar tegundir en þær, sem hafa brón neð-
an á að innanverðu til hlífðar. Dragið hana
alveg niður, svo að ekki sé autt róm efst.
Eftir sundið takið þið sundhettuna varlega af
ykkur, svo að lokkarnir haggist ekki. Tvær síð-
ari myndirnar þurfa varla skýringa við. Skiptið
hárinu í báðum hliðum. Greiðið miðhárið beint
upp og tóberið það svolftið. Endarnir á því eru
svo huldir með frönskum hnót.
<]
Til að fá mjúkar hendur ríður mjög á að
nota feitan og mjúkan handáburð a.m.k. tvisvar
á dag. Þegar þið berið hann á, verður að strjúka
upp á við, aldrei öfugt. Berið hann á upp fyrir
úlnliðina. Látið ekki handarbökin mæta afgangi
og berið vel á naglböndin. í kaldri veðráttu hætt-
ir þeim til að harðna. Ef hægt er að koma þvl við,
er gott að bera á sig handáburð áður en farið er
út í mikinn kulda. Þegar setið er og hvílt sig eða
hlustað á útvarp, er gott að nota tækifærið tll að
nudda hendurnar vel með feitu kremi í minnst
fimm mínútur. Olnbogarnir hafa lika gott af á-
burði, og séu þeir rauðir eða dökkleitir er gott
að nudda þá með enda af sltrónu. Hafið 1 huga,
að það er of selnt að reyna að fegra hendurnar
rétt áður en þið farið í boð, þvl það er enginn á-
burður til, sem felur ljótar hendur.
<1
Naumast þarf að taka Það fram, að það é
alltaf að hreinsa gamalt naglalakk vel af áður en
nýtt er borið á. Sagt er, að ef neglurnar eru lakk-
aðar nógu vandlega, eigi lakkið að geta enzt vik-
una út. Það á að sverfa neglurnar um leið og þær
eru hreinsaðar og ekkert lakk er á þeim. Langar
neglur fá stutta fingur til að sýnast lengri. Þvoið
hendurnar vel, Þvi lakkeyðirinn er sterkur og
eyðir nöglunum. Berið svo naglbandaolíu á nagla-
böndin. Fyrsta umferð með lakkinu er gerð með
sérstöku undirlakki. Síðan á að tvibera aðallakk-
ið á og láta þorna vel á milli. Lakkiö á að vera
þykkast við enda naglarinnar. Þegar þetta er
vel þurrt, á að bera litlaust lakk yfir allt saman.
Eftir hvem umgang á að strjúka með fingur-
gómi yfir bláenda naglarinnar.
Og að siðustu: Teljið ykkur ekki trú um, að
þið getiö ekki unnið með gúmmlhönzkum. Þeir
geta stundum verið óþægilegir, en þegar föt eru
þvegin upp úr sápulút, eru þeir sjálfsagðir.
Hér keprur' soiS af skemmtilegum
stakk, sem hehtugt er að bregða sér
í við ýmis tækifæri.
Hann er að sjálfsögðu hentugur
í eldhúsið og edns getur hann verið
mjög þægilegur fyrir verðandi
mæður.
Efnið i hann er 1,85 m. af 80 sm.
breiðu léreftspoplinefni. Búifí til
snið af stakknum þannig að teikna
Framh. á bls. 28.
8Cc**4..
«. /6 H /(> X- /♦ -W- ■*■/*-*
d
MUCAN 19