Vikan


Vikan - 04.05.1961, Síða 33

Vikan - 04.05.1961, Síða 33
Gjörið hvern dag að hátíðisdegi fyirir hendurnar HANDABURÐURINN frá BREINING, með rósailminum, er fljótandi krem sem hverfur inn í þyrsta húðina eins og dögg fyrir sólu og gerir hendurnar hvítar og silkimjúkar DAGLEG NOTKUN TRYGGIR UNDRAVERÐAN ÁRANGUR Hflflno BflLsnm leuijbd&Ajm LÆKNIRINN SEGIR: Framhald af bls. 4. blóðþrýstingi. Ef hann verður minni en 80—90 hjá fullvöxnum manni, er hœtta á ferðum, og ef hann minnkar enn, kemst hið versta ólag á blóðrásina. Til dæmis getur blóðþrýstingur- inn minnkað til muna, ef mönnum blæðir. Ef skorið er á slagæð, verður hinn hái þrýstingur til þess, að maðurinn missir mjög mikið blóð á örskömmum tima. Eftir því, sem blóðið hverf- ur úr líkamanum, hefur hjartað ekki nægilegt blóð til þess að dæla. Enda þótt miðtaugakerfið sendi boð til allra tauga um að herpa saman æðarnar og spara þannig blóðmagnið, liður ekki á löngu, ef skorið er á slagæð, unz hjartað kemst i örþrot. Ef blóðþrýstingurinn minnkar snögglega, fær maðurinn slag. Þetta er lífs- hættulegt, og verður ekki ráðin á þessu bót nema með öflugri blóðgjöf. Einnig getur eitrun orðið til þess, að blóð- þrýstingurinn fellur. Sumar eiturtegundir verða til þess að lama hringvöðvana umhverfis æðarnar, þannig að þær víkka óeðlilega mikið og blóðþrýsting- urinn lækkar um leið, svo að stundum getur hlotizt af bani. Þegar hjartað er of veikt. Stundum er það hjartað, sem bregzt og veldur því, að blóðþrýstingurinn verður óeðlilegur. Hjarta, sem slær óeðlilega og hratt, dælir ekki nægilega öflugu magni af blóði um líkamann. Eins getur veikt og þreytt hjarta naumast hald- ið eðlilegum blóðþrýstingi, nema maðurinn reyni svo til ekkert á sig. Sumir hafa ávallt lægri blóðþrýsting en eðli- legt má telja, en ekki er þar með sagt, að þeir séu haldnir neinum sjúkdómi. Stundum getur of lágur blóðþrýstingur stafað af einhverjum sjúkdómi í lifl'ærunum, einkum innyflunum. Blóðþrýstingurinn segir því lækninum mikið. Þess vegna er mæling blóðþrýstingsins ómiss- andi þáttur í hverri læknisskoðun. Hækkun blóðþrýstings og nýrnakvalir. 1 sjálfu sér er hár blóðþrýstingur ekki eigin- legur sjúkdómur, heldur sjúkdómseinkenni, sem stafar af einhverju meini i líkamanum. Til dæmis hækkar blóðþrýstingur, ef heiladingullinn bólgnar eða börkur eða mergur nýrnahettnanna hleypur upp, — með öðrum orðum þeir staðir, þar sem likaminn framleiðir hormóna eða efni, sem eru blóðþrýstingnum mikilvæg. Blóðþrýst- ingur lækkar þvi langoftast, ef bót fæst á hin- um sjúku líffærum. Oft verða nýrnasjúkdómar til þess að hækka blóðþrýstinginn. Menn hafa lengi vitað, að samfara nýrnakvölum er einnig hár blóðþrýst- ingur. Þess vegna eykst blóðþrýstingur ávallt til muna, þegar maðurinn þjáist af alvarlegri nýrnabólgu. Sama er að segja um eitrun um meðgöngutimann og fæðingarkrampa, — en hvort tveggja er mjög skylt nýrnabólgu. Ef í Ijós kemur, að sjúklingur er með óeðli- lega háan blóðþrýsting, rannsakar læknirinn hann vandlega, — meðal annars kirtla og nýru, — í þeirri von, að honum takist að finna sjúk- dóm, sem valdi hinum háa blóðþrýstingi. Oft tekst lækninum að finna sjúkdóminn og lækna sjúklinginn, en i um það bil fimmta hvert skipti tekst honum það ekki. Þá þjáist sjúklingurinn beinlínis af of háum blóðþrýstingi, það er að segja blóðþrýstingshækkun án þekktrar eða hul- innar ástæðu. Þessi sjúkdómur hefur valdið læknum mikl- um áhyggjum undanfarin ár. Menn hafa varpað fram alls kyns tilgátum og sifellt gefið mönn- um vonir, sem því miður hafa oftast reynzt tálvonir. Menn vita, að þessi sjúkdómur gengur oftlega í erfðir, að hann er algengari meðal kvenna en karlmanna. Þessi dularfulli sjúk- dómur veldur ýmist dauða á örfáum árum eða hreiðrar um sig í líkamanum, án þess að sjúkl- ingurinn þjáist til neinna muna. Það bitnar á líkamanum, ef blóðþrýstingur- inn hækkar óeðlilega mikið. Fyrst og fremst er hjartað í hættu. Hár blóðþrýstingur gerir það að verkum, að hjartað verður að vinna af meira krafti en því er hollt til þess að vinna á móti móststöðunni i æðakerfinu. Hjartavöðv- arnir togna til þess að verða við hinum auknu kröfum. Þetta sóst meðal annars á röntgenmynd. Þegar hjartað stækkar, fá hjartavöðvarnir ekki næga næringu, þannig að orka þeirra þverrar, aujc þess sem hættan er meiri á æðakölkun. Svipaðar breytingar verða einnig í slagæðum heilans, og getur þetta orðið til þess, að sjúkl- ingurinn fær svima og höfuðverk og getur jafn- vel endað með blóðteppu. Aulc þess verður of hár blóðþrýstingur til þess, að meiri liætta er á heilablæðingu. Breytingar á æðahimnu augans. Eitt einlcenni sjúkdómsins eru þær breyting- ar, sem verða á æðahimnu augans, Með sér- stökum augnalampa er unnt að sjá þessa æða- liimnu og fylgjast með því, hvernig liinn hái blóðþrýstingur verkar á æðarnar. Ef gert er ráð fyrir þvi, að svipað eigi sér stað um allan líkamann, er þessi rannsókn mjög mikilvæg. Jafnframt því, sem nýrnasjúkdómar geta valdið of háum blóðþrýstingi, getur einnig of hár blóðþrýstingur orðið til þess að slcadda nýrun. Afleiðingin getur orðið sú, að hreins- unarhæfileikar nýrnanna minnka. Hár blóðþrýstingur er þess vegna sjúkdóms- einkenni, sem stafa af dularfullum og marg- flóknum sjúkdómi, og orsökina verður að finna hið skjótasta, svo að afleiðingin, — blóðþrýst- ingurinn, — verði ekki orsök annarra sjúk- dóma. Það er erfitt að segja neitt um það, hvaða sjúkdómseinkenni koma fyrst í ljós. Sumir fá höfuðverk, svima og sjóndepru — eða nánara sagt einkenni frá heila og miðtaugakerfinu. Sumir verða veikir fyrir hjarta. Þeir finna sí- fellt til mikils hjartsláttar og andarteppu, eink- um ef þeir reyna mikið á sig. LoHs taka svo nýrun að bila, og þá þarf að hafa snör handtök, ef ekki á að fara illa. Auðvitað líta læknar svörtum augum á þenn- an sjúkdóm, vegna þess að hann getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Hins vegar eru læknavísindin sífellt að finna upp ný lyf, sem valda því, að blóðþrýstingur lækkar, og koma þannig í veg fyrir hina verstu sjúkdóma. DRAUMAR. Framh. af bls. 8. gluggann við hliðina á honum og hinum meg- in settist vinkona mín. Ég spurði hann hvort það væru læti í mér, en hann sagði: „Nei, nei, alls ekki, einmitt í mér. Svo fór hann eitthvað að kela við mig, svo varð þögn, og þá vaknaði ég. Ein undrandi. Svar til Einnar undrandi. Kennari mundi vera tákn um nám, kelirí við kennara mundi vera tákn um að þú leggur mikið að þér við lærdóminn og að þú munir ná góðum árangri, eftir því sem bezt verður skilið af draumnum, þar sem þú hoppar upp í gluggakistuna. vikan 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.