Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.05.1961, Qupperneq 35

Vikan - 04.05.1961, Qupperneq 35
Verðlaunakeppni Vikunnar TJrslit eru kunn í verðlaunakeppni Vikunnar. Vinningar voru tveir, ískista og isskápur frá Rafha í HafnarfirSi. Verðmœti þeirra er tutt- ugu þúsund krónur. Vikunni barst mikill fjöldi réttra lausna, og sannar það enn frekar, hve Hafsteini Traustasyni afhent verðlaunin. íslendingum er tiltækur allur fróðleikur úr íslendingasögum. Nær tvö þúsund lesendur Vikunnar svöruðu rétt til um Þormóð Kolbrún- arskáld, Gretti og Glám, Gunnar á Hliðarenda og Hallgerði og Skarphéðin á Markarfljóli. Þegar dregið var úr réttum lausnum, kom fyrst upp nafn Hafsteins Traustasonar, Brekku- götu 20, Hafnarfirði, og fékk hann iskistuna. Hann er lærlingur i Bílasmiðjunni í Reykjavik og á eftir eins árs nám til að vera fullnuma i hifreiðasmíði. Það kom á daginn, þegar Vikan talaði við Hafstein, að hann ætlar að fara að gifta sig. Unusta hans er Elisabet Halldórsdóttir frá Hvolsvelli. Hafsteinn sagði: — Það var mjög heppilegt að fá kistuna, en ég átti síður en svo von á þessu. Nú er ekki annað en að taka við þessu og þakka fyrir sig. — Þú ert vel heima í íslendingasögunum? —• Ég á þær allar og hef lesið mikið i þeim. Harfsteinn er fæddur í Sandgerði. Hann segist ekki hafa verið mikið á sjó um dagana, en hefur unnið ýmsa almenna vinnu, bæði á Vell- inum og annars staðar. Þegar hann og Elisabet hafa gift sig, er ætl- unin að búa í Reykjavík fyrst um sinn. Sá scinni, sem dreginn var út, heitir Ari Jónsson, Langholtsvegi 184. Þegar Vikan talaði við Ara, sagði hann: — Þetta var mjög ánægju- legt og góður páskaglaðningur. Ég hef einmitt verið að hugsa um, hvenær ég hefði efni á að fá mér svona tæki, en nú þarf ég þess ekki lengur. Ari Jónsson. — Vissirðu öll svörin? —• Já, þær voru nú léttar, og þó þurfti ég að atliuga með Þornióð Kolbrúnarskáld. Ég hélt reyndar, að það væri hann, en til frekara ör- yggis gáði ég í söguna. Við óskum Ara til hamingju með skápinn og kveðjum. PRYSTIHÚS Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður síálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.