Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 17
tWljfj;! ÞEGAR einstaklingar, flokkar og aðrir aðil- ar framkvæma óhæfuverk, hvort heldur það eru aftökur í hefndarskyni, innrásir, fangels- anir, kúgun og ofbeldi eða „hreinsanir“, þá byrja menn á því að brynja hugann og æpa síðan: „Guð vill það.“ Þá helgar tilgangurinn meðalið. ' "V.- 1 •’.í ÞEKKTU SJALFAN ÞIG Dr. Mafthias Jónasson: Guð vill það Fyrir nokkru leitaði til mín ungur maður með vanda sinn. Þetta var bjartleitur, hávaxinn maður og bauð af sér góðan þokka. Ég tók þó strax eftir þvi, að í andliti hans vottaði fyrir óvenjulega striðum, æsingakenndum dráttum, sem fóru illa við bjart yfirlit hans. Erindi hans var í stuttu máli þetta: Eldri systir hans fór heiman úr svieitiinni til Reykjavikur, lenti þar í ofsatrúarsöfnuði og tók að útbreiða trú hanis. Síðar fluttist pilturinn sjálfur til Reykjavikur og leitaði þá athvarfs hjá systur sinni. Bráðlega var einnig hann kominn i hóp hinna „frels- uðu“ og gerðist einn ákafasti trúboði þeirra. Við það kynntist hann þeim aðferðum, sem trúbræður hans beittu við „frelsunina", og þessum grandvara sveitapilti, sem frá bernsku hafði verið innrætt að fara mann- úðlega með hverja skepnu, blöskraði sú sálarlega misþyrming, sem margir unglingar urðu að þola, áður en sinnaskiptin gátu átt sér stað. Smgm saman jókst svo hugarkvöl hans yfir þessu, að hann sagði kig úr söfnuðinum, sem auðvitað kostaði mikið þjark og átölc. í því stóð hann nú. Við þetta æstist andúð hans svo, að honum fannst hann vera útvalinn til þess að vinna gegn fyrri trúbræðrum sínum og því ofstæki, sem þeir beittu. Og nú var hann kominn í liðsbón til min. Ég ætti að beita mér fyrir því, að þessi söfnuður yrði upprættur og bannaður, en einkum þó, að ungt fólk, sem hann afvegaleiddi, yrði hrifið úr klóm hans. Ég vann engin slík afrek, en lét mér nægja að reyna að leysa ung- mennið úr viðjum þess ofstækis, sem það hafði verið reyrt i. Því að i raun hafði engin breyting orðið á hugarfari hans, þó að hann sliti sig úr söfnuði hinna „frelsuðu.“ Sama tillitslausa ofstækinu, sem honum hafði verið innrætt þar, beindi hann nú gegn fyrri trúbræðrum sinum. Honum veittist örðugt að skitja það, að allir menn verðskulda trúfrelsi, enda þótt þeir reki sjálfir ofstækisfullan trúaráróður. „Ekki getur það verið guðs vilji,“ sagði hann. Þetta hugarfar minnir mig stöðugt á krossferðapredikara. Þeir hljóta að hafa logað af ofstæki, annars hefði þeim ekki tekizt að æsa fjöldann upp til svo vanhugsaðra aðgerða, sem krossferðirnar voru. Verður hin heilaga gröf nokkurn timann varin með vopnum? Slagorð krossfara- predikarans, „guð vill það,“ hefir oft verið endurtekið i sama tilgangi. Auðvitað á vilji guðs að vera sanntrúuðum manni óhagganlegt boð en það er kannske vandameira en krossfararpredikaranum sýndist að þekkja og skilja vilja guðs. Mannkynið hefir túlkað hann á marga vegu. Það þarf ekkert trúarvingl til að unna manni af andstæðri trú andlegs frelsis og tilveruréttar. En sá, sem einu sinni hefir blindazt af ofstækinu, á örðugt með að öðlast rétta sýn á ný, hversu oft sem hann skiptir um trúflokk og heimsskoðun. HERVÆÐING HUGARFARSINS Ofstækisfullt hugarfar krossfarapredikarans hefir ekki kólnað, enda er tími krossfaranna ekki liðinn, þó að nöfn séu breytt. Fyrir augum óhugnanlega margra skiptist mannkynið i „frelsaða“ og „glataða,“ rétttrúnaðarmenn og villitrúarmenn. Menn þykjast sjá auðkenni guðlegr- ar velþóknunar í ákveðnum trúarbrögðum, ákveðinni heimsskoðun, sér- stökum litarhætti og jafnvel í tiltekinni stétt. Önnur skoðun, hörunds- litur eða stétt er út frá sama sjónarmiði álitin óvéfengjanlegt auðkenni guðlegrar vanþóknunar og sjálfskapaðs ófarnaðar. Ofstækisfullum rétttrúnaðarmanni verður trúarafstaða sín sjaldan til- efni til ihugunar eða nýrrar sannleiksleitar. Hugur hans er miklu fikn- ari í að eggja til krossferðar gegn villulrúarmönnum. Og eftir þvi selm trúmálin þoka fyrir veraldarhyggju, einbeitir sér ofstæki okkar ávallt meir að hvers konar skoðana- eða skipulagsmun á því sviði. í augum Framhald á bls. 43. MMCM4 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.