Vikan


Vikan - 15.06.1961, Page 20

Vikan - 15.06.1961, Page 20
 nJU Er? RaUMumnN Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Iíæri draumráðningamaöur. Fyrir skömmu dreymdi mig einkennilegan draum. Mig dreymdi að leigubílastöð Steindórs væri fyrir framan Kópavogsbíó. Stúlku sem afgreiddi bílana þekkti ég mjög vel. l>að var mjög litið að gera, þetta var um kvöld og það sást enginn maður nálægt, svo að við vorum fyrir utan dyrnar að tala sainan. Ég tók utan um hana og kyssti liana. Mér fannst liún vera svo yndisleg, við vorum mjög hrifin hvort af öðru, en ég er með stelpu úti á landi. Ég hugs- aði um það hvort þetta væri rétt, sem ég gerði. Það var enginn bill á stoðinni, nema einn, sem ekkert var verið að nota og allt í einu var ég seztur upp í hann og ég var að aka í liring um stöðina, svo allt i einu kom inn stöðvar- bíll, maðurinn kom út, stoppaði mig og sagði: hvað er þú að gera. Ég er að keyra, svaraði ég. Hann sagði mér að fara út. Ég gerði það. Síðan opnaði hann afturdyrnar á bílnum, sem hann var í og billinn, sem ég var i minnkaði svo mikið að hægt var að setja hann fyrir framan aftursætið. Siðan var ég vakinn. Þökk fyrir birtinguna. Einn ástfanginn. Svar til Eins ástfangins. í þessum draumi ber mest á tveimur atrið- um. Hið fyrra eru kossar þínir og stúlk- unnar, hið síðara er ökuferð þín umhverfis stöðina. Hvorugt þessara tákna eru heppi- leg. Kossarnir eru um einhverja skömm, sem þú lendir í, en ökuferðin bendir til að sú hneisa stafi af klaufaskap eða fífldirfsku á fjármálasviðinu. Herra draumaráðandi. Ég hef lesið af áliuga þær ráðningar, sem þú liefur gefið fólki og býst við að flestir hafi haft gaman af. Nu kem ég með einn draum, sem mig dreymdi í nótt og bið þig góðfúslega að ráða fyrir mig. Mig dreymdi að ég er staddur heima hjá stúlku, sem ég þekki mjög vel, en nú er samvistum lokið. Við höfuin ekki talast við í langan tíma og gerum sjálfsagt ekki. Jæja, áfram með drauminn. Hún var ofsalega kát og ánægð með lífið og þar, sein ég sit hjá henni sýnir hún mér all mikið af injög fallegum og sérkennilegum föt- um, sem hún sagðist hafa fengið í utanlands- ferð. Éinnig var mjög mikið af minjagripum og allskonar stássi. Þetta var lienni mjög umliug- aö að sýna mér og sat ég einn lijá henni og undr- aðist mjög og dáðist. Ég var heldur fámáll og fannst mér hún fegurri og allt umhverfis skemmtilegra, en ég hafði áður séð. Með fyrirfram þakklæti, Þinn, Þráinn. Svar til Þráins, Það er athyglisvert við draum þennan að í gegnum hann greinum við löngun þína til endurfunda við kunningjastúlkuna. Oft hef- ur því verið haldið fram að draumlíf manns væri nokkurs konar spegill þess, sem hann raunverulega væri og vildi. Sé hins vegar litið á draum þennan, sem tákndraum bend- ir hann til þess að þú munir rifja upp endurminningarnar nveð vini þínum ein- hverja smástund úr degi. Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að segja mér lvvers vegna mig dreymir alltaf einn mann, sem ég rétt veit hvað heitir og þekki liann aðeins frá Framh. á bls. 28. Sí og æ eiga sér stað slys hérna i Reykjavík, sem eingöngu má rekja til ófyrirleitni og eftir- tektarleysi í umferðinni. Það er alltof algengt að bílstjórar svini hver á öðrum og setji þar með margt manna í slysa- hættu. Ekki er gangandi fólk skárra í umferðar- menningunni, því það á til að stökkva út á götu öllum að óvörum og það er þá eingöngu bílstjór- unum í hverju tilfelli að þakka, að ekki hljótast slys af. Á myndinni er bifreið, sem var í fullum rétti á aðalbraut, en þrátt fyrir það varð bil- stjóri og farþegi að borga með heilsu sinni fyrir afglapahátt annars bilstjóra, sem ók þannig á bílinn af hliðargötu að hann skall á ljósastaur og endasentist yfir göt- una. Sá, sem í órétti var slapp auðvitað bezt. 1 slíkum tilfellum er ekki hægt að bera fyrir sig ókunnugleika, þvi þarna var skýrt umferðamerki. Og slíkt kemur fyrir hvern einasta dag, að menn taki réttinn af öðr- um og þykist vera bara nokkuð sniðugir. Þeir ættu einhvern tíma að lenda í því að stór- skemma bílana sina á þessu. Þá gæti verið að þeir hundsuðu ekki umferðarreglurnar, næst þeg- ar þeir eiga kost á að aka bíl. Jón B. Gunnlaugsson — Alveg sjálfsagt frú. Hún er við Goðheima á fyrstu hæð og fæst gegn lítilli útborgun. Þá renni ég við hjá yður eftir kvöldmat. Ágætt. Sælar. ' Við erum stödd á Fyrirgreiðslustofunni, Aust- urstræti 14, en þar situr Jón B. Gunnlaugsson og virðist hafa nóg að gera. Jón leggur tainem- ann á, drepur i sígarettunni og opnar gluggann. Það er heitt í veðri og sólin skín. Hitamælirinn á húsi Almenna sýnir 13 stig, svo að það er ekki að undra, þó að Jón vilji láta gusta svolítið inn til sin. — Ekki vantar þig útsýnið, Jón. — Nei, enda notfæri ég mér það óspart. — Segðu mér annars, hvað geturðu boðið mér af skemmtilegum ibúðum? •—• Viltu stóra eða litla íbúð á hæð eða í kjallara, — nýja eða gamla, og hvar á hún að vera? — Þriggja herbergja íbúð í ekki eldra húsi en tíu ára. Og hún verður að vera á hæð. Hvar hún er skiptir ekki svo miklu máli. —• Hérna er ágætis íbúð í Hliðunum, 90 fer- metrar. Allt teppalagt, sérhiti. 450.000.00 og 150.000.00 út. — Æ, við skulum tala um eitthvað annað en peninga. Er nokkurt líf í tuskunum í íbúðasölu núna? -— Fólk er alltaf að breyta um, blessaður góði. Það vill flytjast úr einu hverfi í annað. Krakk- arnir stækka og verða að fá eigið herbergi. Síminn hringir og enn er Jón upptekinn við að greiða fyrir fólki og er það í samræmi við heiti fyrirtækisins. Þar sem ekki má trufla manninn i verkinu, látum við hann I friði og læðumst út. Fyrir nokkru hélt ICarlakór Reykjavíkur söngskemmtun miklá í Austurbæjarbíói. Sótti skemmtunina fjöldi manns og var troðfullt að kalla. Á myndinni sést talið frá hægri: Magnús Jónsson bankastjóri og frú, Dr. Páll ísólfsson og frú, Vilhjálmur Þ. Gíslason og frú, Benedikt Gröndal rit- stjóri og Gunnar Gunnarsson rithöfundur og frú. 20 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.