Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 4

Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 4
4 12. desember 2009 LAUGARDAGUR SJÁLFSÆVISAGA SÍBROTAMANNS Einstæð frásögn úr kimum samfélagsins. Sigurður G. Tómasson,– útvarpsmaður Bók sem hlýtur að vekja áhuga allra. inar Már Guðmundsson, E rithöfundur SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Við erum að ýja að því að menn hafi ekki gætt sín sem skyldi. SVEINN ARASON RÍKISENDURSKOÐANDI MENNINGARMÁL Göngustígurinn milli Skólabrúar og Austurstræt- is á hér eftir að heita Jörundar- stígur. „Er tillagan gerð með vísan til þess að í ár eru 200 ár liðin frá valdatöku danska ævintýra- mannsins Jörgens Jörgenssonar á Íslandi og nú er hafin endurbygg- ing Austurstrætis 22 í uppruna- legri mynd,“ segir í greinargerð sem lögð var fyrir borgarráð. Stjórnarsetur Jörgens Jörgens- sonar var áður í húsinu sem varð Austurstræti 22. „Þykir nafna- nefnd löngu tímabært að Íslend- ingar minnist Jörgens Jörgens- sonar með öðru en spéi og skopi og noti nafn hans sér frekar til framdráttar í menningartengdri ferðaþjónustu.“ - gar Heiðra hundadagakonung: Jörundarstígur samþykktur JÖRUNDARSTÍGUR Söguslóðir hunda- dagskonungs verða við hann kenndar. FÓLK Jólalest Coca-Cola mun keyra um höfuðborgarsvæðið í dag. Jólalestin samanstendur af fimm trukkum sem eru hlaðnir rúmlega tveggja kílómetra löng- um ljósaseríum og hljóðkerfi. Lestin mun aka um svæðið og spila jólalög frá klukkan fjög- ur í dag og fram til klukkan átta í kvöld. Komið verður víða við á höfuðborgarsvæðinu. Lestin verð- ur á ferð um bæði Laugaveg og Smáralind á milli klukkan 17 og 18 í dag. - þeb Keyrt um höfuðborgina: Jólalest Coca- Cola fer af stað VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 4° 2° 3° 7° 3° -1° 2° 2° 23° 7° 15° 5° 25° 3° 5° 12° 2° Á MORGUN 3-8 m/s. MÁNUDAGUR Fremur hæg SA-átt V-til annars hæg breytileg. 10 10 8 6 8 6 8 8 9 8 13 5 8 7 7 7 7 4 10 65 4 9 9 5 6 7 8 8 7 5 6 ÓVENJU HLÝTT UM ALLT LAND Regnhlífi n mun koma að góðum notum í dag því það verður talsverð rigning sunnan og vestanlands og yfi r- leitt fremur hægur vindur að minnsta kosti fyrri partinn. Veðrið á morgun verður upplagt fyrir hvers kyns útivist eða miðbæjarrölt. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður SPURNING DAGSINS LÖGREGLUMÁL Engan sakaði þegar strætisvagn lenti utan vegar í miklu hvassviðri á Kjalarnesi í gærmorgun. Vagninn var á leið frá Akranesi þegar atvikið varð. Kona sem ók strætisvagninum er sögð hafa brugðist hárrétt við þegar hún reyndi ekki að streit- ast á móti snarpri vindhviðu held- ur stýrði bílnum út af veginum. Vagninn stöðvaðist í mýri tugum metra frá veginum og var annar bíll sendur til að sækja ökumann- inn og sex farþega sem í bílnum voru. Unnið var að því í gær að losa strætisvagninn, sem er ekki tal- inn mjög mikið skemmdur. - þeb Hvassviðri á Kjalarnesi: Strætisvagn lenti utan vegar Rangt var farið með föðurnafn Guðrúnar Erlendsdóttur, fyrrverandi hæstaréttardómara, í frétt í blaðinu í gær. Ranghermt var í frétt á fimmtudag að ekki væru lengur framleiddar möppur í Múlalundi. Framleiðslan er í fullum gangi og stendur sem hæst um þess- ar mundir. LEIÐRÉTTINGAR Í frétt um leikskólamál í gær komu fram rangar tölur um fyrirhugaða hagræðingu á leikskólasviði. Hið rétta er að hagrætt verður á sviðinu um 4,1% og 1,85% á leikskólunum sjálfum. FJÁRMÁL Draga hefði mátt úr því tjóni sem Seðlabankinn (SÍ) og rík- issjóður urðu fyrir við fall bank- anna í október ef Seðlabankinn hefði brugðist fyrr við vafasöm- um aðferðum bankanna við að afla sér lausafjár. Tap bankans nam 75 milljörðum en ríkissjóður yfirtók 270 milljarða til viðbótar. Lang- tímaskuldbindingar ríkissjóðs tvö- földuðust á árinu 2008, sem skýr- ist að stórum hluta af yfirtöku á veðlánum Seðlabankans. Þetta kemur fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2008. Þar segir að þegar hafi verið afskrif- aðir 175 milljarðar og af þeim 270 milljörðum sem ríkið yfirtók séu trygg veð á bak við 51 milljarð. Tapið í heild gæti numið 400 millj- örðum þegar upp er staðið. Þetta gríðarlega tap kom til vegna ótryggðra veðlána bank- ans til fjármálafyrirtækja. Fyrir liggur að hinir föllnu bankar öfl- uðu sér lausafjár meðal annars með því að taka lán hjá minni fjármálafyrirtækjum sem aftur fengu lán hjá Seðlabankanum gegn ótryggðum bréfum: Tapið er til komið vegna þessara við- skipta eða „leiks“ fjármálafyrir- tækjanna eins og það er kallað í skýrslunni. Sveinn Arason ríkisendur- skoðandi skýrir þetta orðalag með þeim hætti að eftir því sem harðnaði á dalnum hjá stóru bönk- unum þrem byrjuðu þeir að leita sífellt meira eftir fyrirgreiðslu hjá SÍ um lausafé. Bankinn lán- aði þeim á meðan þeir gátu lagt fram veð. „Bankarnir gáfu út svo- kölluð bankabréf, aðrir kalla þetta ástarbréf, til að nota sem veð við lántöku hjá minni fjármálastofn- unum. Þessar stofnanir fengu svo lán frá SÍ með bankabréfin sem veð. Þetta er þessi leikur sem við köllum svo. Við erum að ýja að því að menn hafi ekki gætt sín sem skyldi.“ Sveinn segir að grundvall- arspurningin sé af hverju reglun- um hafi ekki verið breytt fyrr eftir að SÍ vissi að farið var fram- hjá hefðbundnum leiðum til öflun- ar lausafjár. Settar voru skorður við þess- ari leið bankanna í ágúst þegar Seðlabankinn herti kröfur sínar um veðtryggingar. Í skýrslunni kemur einnig fram að þegar regl- urnar voru hertar mátti finna þess dæmi að á bak við meirihluta eða jafnvel öll lán til vissra fjármála- fyrirtækja voru ótryggð bréf. svavar@frettabladid.is Seðlabankinn brást of seint við lánaleik Ríkisendurskoðun kallar aðferðir föllnu bankanna við að afla sér lausafjár „leik“. Gjaldþrot Seðlabankans kostaði þjóðarbúið 345 milljarða. Draga hefði mátt úr tjóninu ef bankinn hefði gert viðeigandi ráðstafanir í tíma. YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Í HRUNINU Bankastjórar Seðlabankans Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson ásamt yfirhagfræðingi bankans Arn- óri Sighvatssyni, sem nú er aðstoðarseðlabankastjóri. Ríkisendurskoðun telur ýmsum spurningum ósvarað um stjórnsýslu bankans og vísar þeim til Rannsóknarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR MENNING Tónlistar- og ráðstefnu- húsið við Hafnarbakkann hefur fengið nafnið Harpa. Þetta var gert opinbert við hátíðlega athöfn í húsinu síðdegis í gær. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið í febrúar í fyrra og bárust alls 4.166 tillögur. Þar af stungu 54 upp á nafninu Hörpu. Sérstök valnefnd fór yfir tillög- urnar og raðaði í fimm sæti þeim tillögum sem best þóttu henta hús- inu. Krafa var um að nafnið væri íslenskt, en jafnframt að hægt væri að bera það fram á flestum tungumálum. Listinn með útvöldu nöfnunum fimm var síðan sendur á fulltrúa eigenda hússins, Katrínu Jakobs- dóttur menntamálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, sem tóku endanlega ákvörðun um nafngiftina. Ekki verður gert opinbert hvaða nöfn urðu efst á blaði, en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins var það nafnið Kristallinn sem háði harðasta baráttu við sigur- nafnið. Ekki stendur til að merkja húsið með nafni að utan. Í tilefni nafngiftarinnar spil- aði Stórsveit Samúels Jóns Samú- elssonar fyrir gesti auk þess sem boðið var upp á kakó og kleinur. - sh „Kristallinn“ laut í lægra haldi í samkeppni um nafnið á tónlistarhúsinu: Tónlistarhúsið heitir Harpa HARPA SKÍRÐ Það var Harpa Karen Antonsdóttir, tíu ára tónlistarnemi í Reykjavík, sem gaf húsinu nafnið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sak- fellt þrjá menn fyrir líkams- árás og staðfest þar með dóm héraðsdóms. Þeir veittust sam- eiginlega harkalega að manni á Selfossi og slógu hann ítrekað í höfuð og andlit þannig að hann féll í jörðina þar sem þeir börðu og spörkuðu í hann, meðal ann- ars í höfuð hans. Fórnarlamb- ið nefbrotnaði og hlaut ýmis meiðsli. Sá er mest hafði sig í frammi við árásina var dæmdur í átta mánaða fangelsi, annar í fjög- urra mánaða skilorðsbundið fangelsi og hinn þriðji í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Árásarmennirnir skulu greiða fórnarlambinu 814.831 krónu í skaðabætur. - jss Hæstiréttur: Þrír árásar- menn dæmdir Skallaði mann í andlitið Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á annan mann og skalla hann í andlitið. Fórn- arlambið hlaut nokkra áverka og gerir skaðabótakröfu að upphæð ríflega 205 þúsund krónur. DÓMSTÓLAR GENGIÐ 11.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,5121 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,86 124,46 201,83 202,81 182,77 183,79 24,556 24,700 21,621 21,749 17,509 17,611 1,3919 1,4001 196,98 198,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.